Glæsilegt Íslandsmet Anítu dugði ekki til Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2016 14:45 Aníta var glöð eftir að hún hljóp í Ríó í morgun. vísir/anton Aníta Hinriksdóttir bætti þriggja ára Íslandsmet sitt í 800 m hlaupi kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó í dag. Hún komst þó ekki áfram í undanúrslitin. Hún var í sjötta sæti í sínum riðli sem var mjög hraður. Hún náði 20. besta tímanum í undanrásunum en það dugði ekki til að komast í undanúrslitin. Aníta hljóp á 2:00,14 mínútum sem er nýtt Íslandsmet en gamla metið var 2:00,49 mínútur og var sett árið 2013. Hin tvítuga Aníta komst því afar vel frá sínum fyrstu Ólympíuleikum en þetta eru vonandi þeir fyrstu af mörgum hjá henni. Efstu tveir keppendurnir úr hverjum riðli komust áfram sem og þeir hlauparar sem áttu átta bestu tímana þar fyrir utan. Aníta var í tíunda sæti í þeim hópi og sat því eftir, þrátt fyrir að sex keppendur sem voru með lakari tíma komust áfram. Þeir hlauparar voru hins vegar í einum tveimur efstu sætanna í sínum riðli. Aníta hefur þar með lokið keppni á Ólympíuleikunum í Ríó en hún var síðasti íslenski keppandinn á leikunum að þessu sinni. Melissa Bishop, sem hljóp í sama riðli og Aníta, náði besta tímanum í undanrásunum er hún hljóp á 1:58,38 mínútum. Reyndar voru fjórir af fimm hröðustu keppendum undanrásanna í riðli Anítu. Caster Semenya frá Suður-Afríku, heimsmeistarinn frá HM í Berlín 2009 og silfurverðlaunahafinn í Lundúnum, komst örugglega áfram en hún náði sjötta besta tímanum í undanrásunum.Vísir lýsti hlaupinu sjálfu, aðdragandanum og eftirmálanum, í beinni á Twitter. Hér fyrir neðan má lesa lýsinguna.Aníta á ÓL í Ríó - Curated tweets by VisirSport Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Í beinni: Haukar - Valur | Hart tekist á í Hafnarfirði Bein útsending: Sviss - Ísland | Styttist í EM Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Sjá meira
Aníta Hinriksdóttir bætti þriggja ára Íslandsmet sitt í 800 m hlaupi kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó í dag. Hún komst þó ekki áfram í undanúrslitin. Hún var í sjötta sæti í sínum riðli sem var mjög hraður. Hún náði 20. besta tímanum í undanrásunum en það dugði ekki til að komast í undanúrslitin. Aníta hljóp á 2:00,14 mínútum sem er nýtt Íslandsmet en gamla metið var 2:00,49 mínútur og var sett árið 2013. Hin tvítuga Aníta komst því afar vel frá sínum fyrstu Ólympíuleikum en þetta eru vonandi þeir fyrstu af mörgum hjá henni. Efstu tveir keppendurnir úr hverjum riðli komust áfram sem og þeir hlauparar sem áttu átta bestu tímana þar fyrir utan. Aníta var í tíunda sæti í þeim hópi og sat því eftir, þrátt fyrir að sex keppendur sem voru með lakari tíma komust áfram. Þeir hlauparar voru hins vegar í einum tveimur efstu sætanna í sínum riðli. Aníta hefur þar með lokið keppni á Ólympíuleikunum í Ríó en hún var síðasti íslenski keppandinn á leikunum að þessu sinni. Melissa Bishop, sem hljóp í sama riðli og Aníta, náði besta tímanum í undanrásunum er hún hljóp á 1:58,38 mínútum. Reyndar voru fjórir af fimm hröðustu keppendum undanrásanna í riðli Anítu. Caster Semenya frá Suður-Afríku, heimsmeistarinn frá HM í Berlín 2009 og silfurverðlaunahafinn í Lundúnum, komst örugglega áfram en hún náði sjötta besta tímanum í undanrásunum.Vísir lýsti hlaupinu sjálfu, aðdragandanum og eftirmálanum, í beinni á Twitter. Hér fyrir neðan má lesa lýsinguna.Aníta á ÓL í Ríó - Curated tweets by VisirSport
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Í beinni: Haukar - Valur | Hart tekist á í Hafnarfirði Bein útsending: Sviss - Ísland | Styttist í EM Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Sjá meira