Sport

Brjálaðist og grét er lyfta var dæmd ógild | Myndir

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þessi stóri maður réð ekki við tilfinningar sínar.
Þessi stóri maður réð ekki við tilfinningar sínar. vísir/getty
Íranski lyftingakappinn Behdad Salimikordasiabi gerði allt vitlaust og þurfti að kalla til öryggisgæslu er lyfta hjá honum var dæmd ógild.

Tveir af þremur dómurum dæmdu lyftuna gilda en fimm manna dómnefnd dæmdi hana svo ógilda. Þá varð fjandinn laus er Salimikordasiabi og þjálfarar hans gerðu aðsúg að dómnefndinni.

„Þetta er bara samsæri. Óvinir okkar eru í þessari dómnefnd,“ sagði Saijad Anoushiravani, yfirþjálfari Írana.

Þessi dómur gerði það að verkum að Salimikordasiabi vann ekki til verðlauna en hann fékk gull á ÓL í London árið 2012.

Svo harkaleg voru mótmælin að kalla þurfti til öryggisgæslu. Salimikordasiabi og félagar létu dómnefndina ekki í friði.

Að lokum brotnaði Salimikordasiabi niður og og grét.

Hér er Íraninn að rifast við dómnefndina.vísir/getty
Vonbrigðin voru gríðarleg.vísir/getty
Það hefur ekki verið neitt grín að halda aftur af þessum manni.vísir/getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×