Hraðar, hærra, sterkar Bergur Ebbi Benediktsson skrifar 19. ágúst 2016 07:00 Michael Phelps hefur hlotið 23 gullverðlaun á Ólympíuleikum og 28 verðlaun alls, fleiri en nokkur annar. Ég sá viðtal við hann í sjónvarpinu eftir eitt gullið og hann talaði um að tilfinningin við að standa á pallinum með nýpressaða medalíu um hálsinn væri mjög góð. Hann talaði af einlægni en samt svo hversdagslega að ég gat ekki annað en sett hluti í samhengi. Hann hefur líklega fengið Ólympíugull oftar en maður eins og ég hef keyrt bílinn minn í gegnum sjálfvirka þvottastöð – sem er eitthvað sem ég myndi einmitt segja að væri mjög góð tilfinning. En svo er það svarti hundurinn. Michael Phelps hefur viðurkennt að hafa þjáðst af þunglyndi. Í viðtali við sjónvarpsmanninn Matt Lauer sagði hann um ástand sitt árið 2014, skömmu eftir að hann hafði í annað skipti verið dæmdur fyrir ölvunarakstur: „Ég var á lægsta plani sem ég hafði verið á. Í fullri hreinskilni, þá leið mér á tímabili eins og ég vildi ekki lifa, mér leið eins og þessu ætti öllu að ljúka.“ Þetta er mjög opinská játning og engin ástæða til að efast um einlægni hennar – þó einhverjir telji eflaust að Phelps noti þunglyndi sem afsökun til að minnka dómhörku fólks vegna frétta af ölvunarakstri hans og hassreykingum. En prófum að gera einmitt ekki það. Höldum fókus og greinum hvað hér hefur komið fram. Verðlaunaðasti íþróttamaður í sögu Ólympíuleikanna hefur þjáðst af þunglyndi og misst tökin á eigin lífi vegna þess. Hvaða skilaboð fylgja þessari staðreynd?Tvær túlkunarleiðirÞað er hægt að túlka játninguna þannig að maður eigi aldrei að gefast upp. Allir eiga möguleika. Það skiptir ekki máli hvers konar mótlæti maður lendir í. Maður getur alltaf rifið sig upp. En það er alveg eins hægt að túlka þetta þannig að það sem keppt er að sé tilgangslaust. Til hvers að þræla sér út alla daga til að vinna verðlaun sem munu síðan ekki gera mann glaðan? Ef maður með 18 Ólympíugull, eins og Phelps 2014, íhugar sjálfsmorð – hvers vegna ætti einhver að stefna að því að fá svo mikið sem eitt Ólympíugull? Ég set fram þessar spurningar því ég held að sagan af Phelps kristalli stórar þversagnir í umfjöllun samfélagsins á bæði afrekum og þunglyndi. Álitamálin eru fleiri. Er fordæmi Phelps frábær vitundarvakning um geðsjúkdóma? Ef þunglyndur maður getur unnið fleiri Ólympíugull en nokkur annar þá þýðir það að þunglyndi er kannski ekkert svo slæmt. En er það góð vitundarvakning? Er tilgangurinn með vitundarvakningu ekki einmitt þveröfugur, að benda á alvarleika sem fylgja málefnum – að benda fólki á að þunglyndi geti leitt til sjálfsvíga og að sýna þurfi fólki með þunglyndi ríkulegan skilning, ást og umhyggju? Ef maður tekur sögu Phelps bókstaflega þá eru skilaboðin meira í þá átt að óþarfi sé að gefa þunglyndi gaum, þeir sem eru þunglyndir geta auðveldlega hrist það af sér og unnið nokkur Ólympíugull. Önnur túlkunarleið væri svo að tengja árangur Phelps ekkert við þunglyndi. Kannski eru þetta bara tvö algjörlega aðskilin málefni. Hann er margverðlaunaður íþróttamaður sem einnig er þunglyndur. En erum við þá ekki að horfa fram hjá þeirri gapandi staðreynd að auðvitað fylgir því einmanaleiki að hafa frá barnsaldri borið stolt skólans síns, borgar sinnar, lands síns á herðunum og verið fyrirmynd milljóna annarra en samt eytt allri ævinni ofan í sundlaug í litlum sem engum tengslum við drauma, væntingar og líf annars fólks. Svo ekki sé talað um tómleikann sem fylgir því að vera svona ósigrandi í vatni en hafa samt svo litla stjórn á því sem fram fer þegar á bakkann er komið. Það er barnaskapur að halda að það sé engin tenging á milli andlegrar depurðar Michael Phelps og lífs hans sem íþróttamanns.Það eru ekki allir sögurEr hægt að sammælast um að saga Michaels Phelps sé allavega þversagnarkennd, en samt svo fyrirsjáanleg? Er hún ekki opinberun á takmörkum menningar okkar þar sem krafan er hraðar, hærra, sterkar hvort sem um er að ræða afrek eða áhrifamátt skilaboða? Allt á að slá í gegn, vera skýrt og einfalt og áhrifamikið. Sérhver frétt eða fyrirsögn á að hafa meiningu – sterkari meiningu en fyrri fréttir – ekkert má vera til einskis. Sigrar eiga að veita öðrum innblástur til góðra verka, hjálpa sjúkum, tryggja frið, metta hungraða. Og það er ekki lítil pressa fyrir mann í sundskýlu með Beats-heyrnartól, sem á alla mína samúð rétt eins og aðrir sem þjást af depurð. Sumt finnst mér glórulaust. Hvort sem það er að hella yfir sig ísköldu vatni til styrktar MND-sjúklingum eða taka 22 armbeygjur til að minnast þeirra sem framið hafa sjálfsvíg í Bandaríkjunum. Kannski eigum við einmitt ekki að hlaupa hraðar, stökkva hærra eða lyfta þyngra í hvert sinn sem mótlæti ber á góma. Kannski eigum við frekar að ná hjartanu niður og horfast í augu við depurð veraldarinnar með öllum sínum þunga og læra að greina hana og skilja hana. Fólk er þunglynt og sumir vilja ekkert tala um það. Sú krafa um að allir eigi að tala um veikindi sín, kristalla þau í sögu og setja sér takmörk – sjá ljósið við enda regnbogans – er menningarleg einhyggja. Ég held að þar sé einmitt að finna mestu þyngslin í persónu Phelps. Að hann þurfi að vera saga með upphaf og endi og öðru fólki hvatning eða víti til varnaðar. Það er alls ekki fyrir alla og það er ekki endilega mannúðlegt að ætlast til þess af fólki. Þar sé ég stór varúðarmerki í menningu okkar eins og hún birtist í dag.Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Michael Phelps hefur hlotið 23 gullverðlaun á Ólympíuleikum og 28 verðlaun alls, fleiri en nokkur annar. Ég sá viðtal við hann í sjónvarpinu eftir eitt gullið og hann talaði um að tilfinningin við að standa á pallinum með nýpressaða medalíu um hálsinn væri mjög góð. Hann talaði af einlægni en samt svo hversdagslega að ég gat ekki annað en sett hluti í samhengi. Hann hefur líklega fengið Ólympíugull oftar en maður eins og ég hef keyrt bílinn minn í gegnum sjálfvirka þvottastöð – sem er eitthvað sem ég myndi einmitt segja að væri mjög góð tilfinning. En svo er það svarti hundurinn. Michael Phelps hefur viðurkennt að hafa þjáðst af þunglyndi. Í viðtali við sjónvarpsmanninn Matt Lauer sagði hann um ástand sitt árið 2014, skömmu eftir að hann hafði í annað skipti verið dæmdur fyrir ölvunarakstur: „Ég var á lægsta plani sem ég hafði verið á. Í fullri hreinskilni, þá leið mér á tímabili eins og ég vildi ekki lifa, mér leið eins og þessu ætti öllu að ljúka.“ Þetta er mjög opinská játning og engin ástæða til að efast um einlægni hennar – þó einhverjir telji eflaust að Phelps noti þunglyndi sem afsökun til að minnka dómhörku fólks vegna frétta af ölvunarakstri hans og hassreykingum. En prófum að gera einmitt ekki það. Höldum fókus og greinum hvað hér hefur komið fram. Verðlaunaðasti íþróttamaður í sögu Ólympíuleikanna hefur þjáðst af þunglyndi og misst tökin á eigin lífi vegna þess. Hvaða skilaboð fylgja þessari staðreynd?Tvær túlkunarleiðirÞað er hægt að túlka játninguna þannig að maður eigi aldrei að gefast upp. Allir eiga möguleika. Það skiptir ekki máli hvers konar mótlæti maður lendir í. Maður getur alltaf rifið sig upp. En það er alveg eins hægt að túlka þetta þannig að það sem keppt er að sé tilgangslaust. Til hvers að þræla sér út alla daga til að vinna verðlaun sem munu síðan ekki gera mann glaðan? Ef maður með 18 Ólympíugull, eins og Phelps 2014, íhugar sjálfsmorð – hvers vegna ætti einhver að stefna að því að fá svo mikið sem eitt Ólympíugull? Ég set fram þessar spurningar því ég held að sagan af Phelps kristalli stórar þversagnir í umfjöllun samfélagsins á bæði afrekum og þunglyndi. Álitamálin eru fleiri. Er fordæmi Phelps frábær vitundarvakning um geðsjúkdóma? Ef þunglyndur maður getur unnið fleiri Ólympíugull en nokkur annar þá þýðir það að þunglyndi er kannski ekkert svo slæmt. En er það góð vitundarvakning? Er tilgangurinn með vitundarvakningu ekki einmitt þveröfugur, að benda á alvarleika sem fylgja málefnum – að benda fólki á að þunglyndi geti leitt til sjálfsvíga og að sýna þurfi fólki með þunglyndi ríkulegan skilning, ást og umhyggju? Ef maður tekur sögu Phelps bókstaflega þá eru skilaboðin meira í þá átt að óþarfi sé að gefa þunglyndi gaum, þeir sem eru þunglyndir geta auðveldlega hrist það af sér og unnið nokkur Ólympíugull. Önnur túlkunarleið væri svo að tengja árangur Phelps ekkert við þunglyndi. Kannski eru þetta bara tvö algjörlega aðskilin málefni. Hann er margverðlaunaður íþróttamaður sem einnig er þunglyndur. En erum við þá ekki að horfa fram hjá þeirri gapandi staðreynd að auðvitað fylgir því einmanaleiki að hafa frá barnsaldri borið stolt skólans síns, borgar sinnar, lands síns á herðunum og verið fyrirmynd milljóna annarra en samt eytt allri ævinni ofan í sundlaug í litlum sem engum tengslum við drauma, væntingar og líf annars fólks. Svo ekki sé talað um tómleikann sem fylgir því að vera svona ósigrandi í vatni en hafa samt svo litla stjórn á því sem fram fer þegar á bakkann er komið. Það er barnaskapur að halda að það sé engin tenging á milli andlegrar depurðar Michael Phelps og lífs hans sem íþróttamanns.Það eru ekki allir sögurEr hægt að sammælast um að saga Michaels Phelps sé allavega þversagnarkennd, en samt svo fyrirsjáanleg? Er hún ekki opinberun á takmörkum menningar okkar þar sem krafan er hraðar, hærra, sterkar hvort sem um er að ræða afrek eða áhrifamátt skilaboða? Allt á að slá í gegn, vera skýrt og einfalt og áhrifamikið. Sérhver frétt eða fyrirsögn á að hafa meiningu – sterkari meiningu en fyrri fréttir – ekkert má vera til einskis. Sigrar eiga að veita öðrum innblástur til góðra verka, hjálpa sjúkum, tryggja frið, metta hungraða. Og það er ekki lítil pressa fyrir mann í sundskýlu með Beats-heyrnartól, sem á alla mína samúð rétt eins og aðrir sem þjást af depurð. Sumt finnst mér glórulaust. Hvort sem það er að hella yfir sig ísköldu vatni til styrktar MND-sjúklingum eða taka 22 armbeygjur til að minnast þeirra sem framið hafa sjálfsvíg í Bandaríkjunum. Kannski eigum við einmitt ekki að hlaupa hraðar, stökkva hærra eða lyfta þyngra í hvert sinn sem mótlæti ber á góma. Kannski eigum við frekar að ná hjartanu niður og horfast í augu við depurð veraldarinnar með öllum sínum þunga og læra að greina hana og skilja hana. Fólk er þunglynt og sumir vilja ekkert tala um það. Sú krafa um að allir eigi að tala um veikindi sín, kristalla þau í sögu og setja sér takmörk – sjá ljósið við enda regnbogans – er menningarleg einhyggja. Ég held að þar sé einmitt að finna mestu þyngslin í persónu Phelps. Að hann þurfi að vera saga með upphaf og endi og öðru fólki hvatning eða víti til varnaðar. Það er alls ekki fyrir alla og það er ekki endilega mannúðlegt að ætlast til þess af fólki. Þar sé ég stór varúðarmerki í menningu okkar eins og hún birtist í dag.Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun