Stelpur rokka! í Vestur-Afríku Birta Svavarsdóttir skrifar 19. ágúst 2016 14:06 Lokatónleikar tógóísku rokksumarbúðanna eru í kvöld. Sól í Tógó „Er gott samband, heyrirðu vel í mér? Heyrirðu í stelpunum spila í bakgrunninum? Þær eru alveg á fullu!“ Segir Áslaug Einarsdóttir, framkvæmdastýra Stelpur rokka!, í samtali við blaðamann Vísis, en hún er stödd í Tógó í Vestur-Afríku þar sem tógóískar stelpur á aldrinum 11-20 ára eru að taka þátt í rokksumarbúðum. „Það eru þrjátíu stelpur sem eru að gista hérna og læra á hljóðfæri og þær eru búnar að stofna fjórar hljómsveitir. Þær eru alveg í skýjunum með þetta.“Íslensku hljóðfærin prófuð.Sól í TógóStelpur rokka! fagna fimm ára starfsafmæli um þessar mundir, en markmið samtakanna er að efla ungar stelpur í gegnum tónlistarsköpun. Meginstarf Stelpur rokka! eru rokksumarbúðir þar sem stelpur fá að læra á hljóðfæri, stofna hljómsveit, semja lag og spila á tónleikum fyrir fjölskyldu sína og vini. „Stelpur rokka! og samtök sem heita Sól í Tógó eru að styðja þessar rokkbúðir hér í Tógó. Svo eru tíu tógóískar tónlistarkonur að skipuleggja og framkvæma búðirnar, meðal annars fyrsta kvennaband Tógó, hljómsveit sem heitir Bella Bellow.“ Fjórir fulltrúar frá Íslandi eru í búðunum, bæði frá Stelpur rokka! og Sól í Tógó. Öll hljóðfæri sem notuð eru í búðunum fengust í söfnun á íslandi sem Stelpur rokka! stóðu fyrir. „Já, við fengum hljóðfæri frá ýmsum aðilum, til dæmis Tónastöðinni. Svo sáu Pökkun og flutningar og Icelandair um að flytja þetta fyrir okkur og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir,“ segir Áslaug. Sjá einnig: Safna hljóðfærum fyrir rokkbúðir í TógóÞað er ekki algengt að tógóískar stelpur læri á hljóðfæri.Sól í TógóLokatónleikar búðanna eru í kvöld og að sögn Áslaugar eru allar stelpurnar spenntar að spila og syngja. Margar stelpnanna eru í kór en fáar hafa spilað á hljóðfæri, enda tíðkast það ekki meðal kvenna í Tógó. „Ein kennaranna sem spilar á bassa segir það býsna inngróið í menninguna að stelpur séu alls ekki hvattar til að spila á hljóðfæri, þær eigi frekar að vera heima og hugsa um heimilið.Hægt er að sjá myndband úr búðunum hér að neðan.Skráning stendur nú yfir í rokksmiðjur Stelpur rokka! sem hefjast í byrjun september. Smiðjurnar eru ætlaðar stelpum á aldrinum 10-16 ára og er meðal annars boðið upp á rappsmiðju, raftónlistarsmiðju og plötusnúðasmiðju. Skráning fer fram á heimasíðu Stelpur rokka, og eru niðurgreidd pláss í boði fyrir efnaminni stelpur. Stelpur Rokka TÓGÓ - Sjálfboðaliðarnir from Davíð Alexander Corno on Vimeo. Tónlist Tengdar fréttir Safna hljóðfærum fyrir rokkbúðir í Tógó Samtökin Stelpur rokka! í samvinnu við Sól í Tógó og nokkrar tógóískar tónlistarkonur hafa hrint af stað söfnun á hljóðfærum fyrir opnun rokkbúða fyrir stelpur í Tógó í ágúst. Hægt verður að koma með rafmagnshljóðfæri í Tónastöðina til að leggja söfnuninni lið. 16. apríl 2016 10:30 Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Er gott samband, heyrirðu vel í mér? Heyrirðu í stelpunum spila í bakgrunninum? Þær eru alveg á fullu!“ Segir Áslaug Einarsdóttir, framkvæmdastýra Stelpur rokka!, í samtali við blaðamann Vísis, en hún er stödd í Tógó í Vestur-Afríku þar sem tógóískar stelpur á aldrinum 11-20 ára eru að taka þátt í rokksumarbúðum. „Það eru þrjátíu stelpur sem eru að gista hérna og læra á hljóðfæri og þær eru búnar að stofna fjórar hljómsveitir. Þær eru alveg í skýjunum með þetta.“Íslensku hljóðfærin prófuð.Sól í TógóStelpur rokka! fagna fimm ára starfsafmæli um þessar mundir, en markmið samtakanna er að efla ungar stelpur í gegnum tónlistarsköpun. Meginstarf Stelpur rokka! eru rokksumarbúðir þar sem stelpur fá að læra á hljóðfæri, stofna hljómsveit, semja lag og spila á tónleikum fyrir fjölskyldu sína og vini. „Stelpur rokka! og samtök sem heita Sól í Tógó eru að styðja þessar rokkbúðir hér í Tógó. Svo eru tíu tógóískar tónlistarkonur að skipuleggja og framkvæma búðirnar, meðal annars fyrsta kvennaband Tógó, hljómsveit sem heitir Bella Bellow.“ Fjórir fulltrúar frá Íslandi eru í búðunum, bæði frá Stelpur rokka! og Sól í Tógó. Öll hljóðfæri sem notuð eru í búðunum fengust í söfnun á íslandi sem Stelpur rokka! stóðu fyrir. „Já, við fengum hljóðfæri frá ýmsum aðilum, til dæmis Tónastöðinni. Svo sáu Pökkun og flutningar og Icelandair um að flytja þetta fyrir okkur og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir,“ segir Áslaug. Sjá einnig: Safna hljóðfærum fyrir rokkbúðir í TógóÞað er ekki algengt að tógóískar stelpur læri á hljóðfæri.Sól í TógóLokatónleikar búðanna eru í kvöld og að sögn Áslaugar eru allar stelpurnar spenntar að spila og syngja. Margar stelpnanna eru í kór en fáar hafa spilað á hljóðfæri, enda tíðkast það ekki meðal kvenna í Tógó. „Ein kennaranna sem spilar á bassa segir það býsna inngróið í menninguna að stelpur séu alls ekki hvattar til að spila á hljóðfæri, þær eigi frekar að vera heima og hugsa um heimilið.Hægt er að sjá myndband úr búðunum hér að neðan.Skráning stendur nú yfir í rokksmiðjur Stelpur rokka! sem hefjast í byrjun september. Smiðjurnar eru ætlaðar stelpum á aldrinum 10-16 ára og er meðal annars boðið upp á rappsmiðju, raftónlistarsmiðju og plötusnúðasmiðju. Skráning fer fram á heimasíðu Stelpur rokka, og eru niðurgreidd pláss í boði fyrir efnaminni stelpur. Stelpur Rokka TÓGÓ - Sjálfboðaliðarnir from Davíð Alexander Corno on Vimeo.
Tónlist Tengdar fréttir Safna hljóðfærum fyrir rokkbúðir í Tógó Samtökin Stelpur rokka! í samvinnu við Sól í Tógó og nokkrar tógóískar tónlistarkonur hafa hrint af stað söfnun á hljóðfærum fyrir opnun rokkbúða fyrir stelpur í Tógó í ágúst. Hægt verður að koma með rafmagnshljóðfæri í Tónastöðina til að leggja söfnuninni lið. 16. apríl 2016 10:30 Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Safna hljóðfærum fyrir rokkbúðir í Tógó Samtökin Stelpur rokka! í samvinnu við Sól í Tógó og nokkrar tógóískar tónlistarkonur hafa hrint af stað söfnun á hljóðfærum fyrir opnun rokkbúða fyrir stelpur í Tógó í ágúst. Hægt verður að koma með rafmagnshljóðfæri í Tónastöðina til að leggja söfnuninni lið. 16. apríl 2016 10:30