Sport

Fyrsta íranska konan sem fær verðlaun á ÓL

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Zenoorin hæstánægð með verðlaunin sín í dag.
Zenoorin hæstánægð með verðlaunin sín í dag. vísir/getty
Nýr kafli var skrifaður í Ólympíusöguna í dag er kona frá Íran steig á verðlaunapall.

Þá vann Alizadeh Zenoorin vann þá til bronsverðlauna í mínus 57 kílógramma flokki í tækvondo.

Þessi 18 ára stúlka hafði betur gegn Nikita Glasnovic frá Svíþjóð, 5-1. Hún fagnaði gríðarlega og kyssti mottuna eftir að hafa unnið.

„Ég er svo glaður fyrir hönd kvenna frá Íran því þetta eru okkar fyrstu verðlaun. Vonandi vinnum við gull á næstu Ólympíuleikum,“ sagði Zenoorin skælbrosandi eftir keppnina.

Íran hefur unnið til 65 verðlauna í Ólympíusögunni og öll hafa þau komið í fjórum íþróttagreinum - glímu, kraftlyftingum, tækvondo og frjálsum íþróttum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×