Ísland er líka landið mitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2016 06:00 Eyþóra stóð sig með prýði á sínum fyrstu Ólympíuleikum. vísir/anton Fimleikakonan Eyþóra Elísabet Þórsdóttir varð óvænt ein af stjörnum Íslands á Ólympíuleikunum í Ríó enda stóð hún sig frábærlega á sínum fyrstu leikum. Eyþóra keppir fyrir Holland en þessi skemmtilega stelpa lítur líka á sig sem Íslending. Fréttablaðið hitti á Eyþóru eftir að hún hafði lokið keppni á leikunum. Hún endaði þar í níunda sæti í úrslitum í fjölþraut og í sjöunda sæti með Hollandi í liðakeppninni. Aðeins fimm konur sýndu betri æfingar á gólfi í úrslitum fjölþrautarinnar. Við hittum Eyþóru fyrir úrslitin á jafnvægisslánni þar sem liðsfélagi hennar í hollenska liðinu, Sanne Wevers, átti klukkutíma síðar eftir að vinna óvæntan sigur á bandarísku ofurstjörnunni Simone Biles. Simone Biles vann fjögur gull en varð að sætta sig við brons á slánni.Erfið bakmeiðsli Eyþóra Elísabet var sátt við frammistöðu sína á leikunum. „Ég er mjög ánægð með þetta. Það er frábært að vera hér og geta náð svona góðum árangri,“ segir Eyþóra en hún missti mikið úr árið 2014. „Ég var að glíma við bakmeiðsli í eitt ár og var eiginlega bara dottin út úr fimleikunum. Ég er mjög stolt af sjálfri mér að koma til baka og komast inn á Ólympíuleika,“ segir Eyþóra og þetta leit ekki vel út fyrir hana fyrir aðeins tveimur árum. „Ég var næstum því hætt, en svo fór ég til hnykkjara sem var mitt lokaúrræði. Það tókst að laga þetta og þá hélt ég áfram í fimleikunum. Núna fer ég til hnykkjara svona einu sinni í mánuði og hann getur gert mjög góða hluti fyrir bakið á mér. Það er bara mjög flott að ég er hérna. Ég hefði getað verið heima og allt búið,“ segir hún. Eyþóra kom mörgum á óvart með góðri frammistöðu.Eyþóra stendur undir Ólympíuhringjunum.vísir/antonVill alltaf meira „Í fimleikum reynir maður alltaf að gera betur og betur. Núna sé ég að ég er farin að nálgast medalíurnar og þá vill maður alltaf meira. Þetta eru fimleikar og maður fær eitt tækifæri. Það er því alltaf spurningin hvort það takist hjá manni eða ekki.“ Stíll hennar vakti líka athygli en hún er fim og létt á fæti og gerir æfingar sínar eins og um dans væri að ræða. Þetta er meira sýning hjá henni en hjá mörgum öðrum fimleikakonum. „Ég geri æfingarnar í fimleikunum á minn hátt og það er gaman ef fólki finnst það flott. Ég er að reyna að búa til sýningu í mínum æfingum. Það er líka gaman að fá að njóta þess að vera þarna á gólfinu og geta sýnt sína sögu. Það er bara gaman að vera kölluð ballerína,“ segir Eyþóra.Síminn fylltist af skilaboðum Árangur hennar hefur kallað á sterk viðbrögð. „Ég hef fengið mikil viðbrögð frá bæði Hollandi og Íslandi. Síminn minn var alveg „púff“ því það kemur svo rosalega mikið af skilaboðum. Það var líka gaman að vita að amma og fleiri fylgdust með heima á Íslandi,“ segir Eyþóra hlæjandi. Hún er tiltölulega nýbúin að velja á milli Íslands og Hollands. „Ég þurfti að velja fyrir ári því að annars hefði ég ekki getað keppt fyrir Holland. Ég ákvað að fara aðeins erfiðari leið með því að reyna að komast inn í hollenska liðið og það tókst,“ segir Eyþóra. Hún var ekkert að loka á Ísland með þessari ákvörðun sinni. „Ísland er líka landið mitt og ég hef góðar tilfinningar þangað.“ En hvað með framhaldið, eigum við von á meiru frá henni?Fjölskyldan með í Ríó „Eftir að hafa náð þessum árangri þá langar mig að fara til baka í fimleikasalinn minn og gera enn þá betur. Vonandi get ég náð einhverjum medalíum á næsta Evrópumóti. Það lítur vel út og sama með heimsmeistarakeppnina. Þar vonast ég líka til að geta gert ennþá betur en hingað til,“ segir Eyþóra. Hún hélt upp á átján ára afmælið sitt á Ólympíuleikunum en fimleikakonur toppa flestar mjög ungar. „Ég ætla að reyna að halda áfram eins lengi og ég get. Ef mér finnst fimleikar ekki lengur skemmtilegir þá hætti ég auðvitað. Ég ætla samt að reyna að halda áfram eins lengi og ég get og þá sé ég bara til hvort líkaminn segir já eða nei.“ Hún á íslenska foreldra og þau voru bæði mætt til Ríó. „Það var mjög gaman að hafa mömmu og pabba hérna. Bróðir minn var líka með og það gerði þetta ennþá skemmtilegra að hafa þau hérna með mér á Ólympíuleikunum. Það er líka mjög gaman að vera hérna með liði því það er alltaf skemmtilegra en að vera alein. Vonandi verður þetta upphafið að einhverju meira,“ segir Eyþóra að lokum. Fimleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Enski boltinn Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sjá meira
Fimleikakonan Eyþóra Elísabet Þórsdóttir varð óvænt ein af stjörnum Íslands á Ólympíuleikunum í Ríó enda stóð hún sig frábærlega á sínum fyrstu leikum. Eyþóra keppir fyrir Holland en þessi skemmtilega stelpa lítur líka á sig sem Íslending. Fréttablaðið hitti á Eyþóru eftir að hún hafði lokið keppni á leikunum. Hún endaði þar í níunda sæti í úrslitum í fjölþraut og í sjöunda sæti með Hollandi í liðakeppninni. Aðeins fimm konur sýndu betri æfingar á gólfi í úrslitum fjölþrautarinnar. Við hittum Eyþóru fyrir úrslitin á jafnvægisslánni þar sem liðsfélagi hennar í hollenska liðinu, Sanne Wevers, átti klukkutíma síðar eftir að vinna óvæntan sigur á bandarísku ofurstjörnunni Simone Biles. Simone Biles vann fjögur gull en varð að sætta sig við brons á slánni.Erfið bakmeiðsli Eyþóra Elísabet var sátt við frammistöðu sína á leikunum. „Ég er mjög ánægð með þetta. Það er frábært að vera hér og geta náð svona góðum árangri,“ segir Eyþóra en hún missti mikið úr árið 2014. „Ég var að glíma við bakmeiðsli í eitt ár og var eiginlega bara dottin út úr fimleikunum. Ég er mjög stolt af sjálfri mér að koma til baka og komast inn á Ólympíuleika,“ segir Eyþóra og þetta leit ekki vel út fyrir hana fyrir aðeins tveimur árum. „Ég var næstum því hætt, en svo fór ég til hnykkjara sem var mitt lokaúrræði. Það tókst að laga þetta og þá hélt ég áfram í fimleikunum. Núna fer ég til hnykkjara svona einu sinni í mánuði og hann getur gert mjög góða hluti fyrir bakið á mér. Það er bara mjög flott að ég er hérna. Ég hefði getað verið heima og allt búið,“ segir hún. Eyþóra kom mörgum á óvart með góðri frammistöðu.Eyþóra stendur undir Ólympíuhringjunum.vísir/antonVill alltaf meira „Í fimleikum reynir maður alltaf að gera betur og betur. Núna sé ég að ég er farin að nálgast medalíurnar og þá vill maður alltaf meira. Þetta eru fimleikar og maður fær eitt tækifæri. Það er því alltaf spurningin hvort það takist hjá manni eða ekki.“ Stíll hennar vakti líka athygli en hún er fim og létt á fæti og gerir æfingar sínar eins og um dans væri að ræða. Þetta er meira sýning hjá henni en hjá mörgum öðrum fimleikakonum. „Ég geri æfingarnar í fimleikunum á minn hátt og það er gaman ef fólki finnst það flott. Ég er að reyna að búa til sýningu í mínum æfingum. Það er líka gaman að fá að njóta þess að vera þarna á gólfinu og geta sýnt sína sögu. Það er bara gaman að vera kölluð ballerína,“ segir Eyþóra.Síminn fylltist af skilaboðum Árangur hennar hefur kallað á sterk viðbrögð. „Ég hef fengið mikil viðbrögð frá bæði Hollandi og Íslandi. Síminn minn var alveg „púff“ því það kemur svo rosalega mikið af skilaboðum. Það var líka gaman að vita að amma og fleiri fylgdust með heima á Íslandi,“ segir Eyþóra hlæjandi. Hún er tiltölulega nýbúin að velja á milli Íslands og Hollands. „Ég þurfti að velja fyrir ári því að annars hefði ég ekki getað keppt fyrir Holland. Ég ákvað að fara aðeins erfiðari leið með því að reyna að komast inn í hollenska liðið og það tókst,“ segir Eyþóra. Hún var ekkert að loka á Ísland með þessari ákvörðun sinni. „Ísland er líka landið mitt og ég hef góðar tilfinningar þangað.“ En hvað með framhaldið, eigum við von á meiru frá henni?Fjölskyldan með í Ríó „Eftir að hafa náð þessum árangri þá langar mig að fara til baka í fimleikasalinn minn og gera enn þá betur. Vonandi get ég náð einhverjum medalíum á næsta Evrópumóti. Það lítur vel út og sama með heimsmeistarakeppnina. Þar vonast ég líka til að geta gert ennþá betur en hingað til,“ segir Eyþóra. Hún hélt upp á átján ára afmælið sitt á Ólympíuleikunum en fimleikakonur toppa flestar mjög ungar. „Ég ætla að reyna að halda áfram eins lengi og ég get. Ef mér finnst fimleikar ekki lengur skemmtilegir þá hætti ég auðvitað. Ég ætla samt að reyna að halda áfram eins lengi og ég get og þá sé ég bara til hvort líkaminn segir já eða nei.“ Hún á íslenska foreldra og þau voru bæði mætt til Ríó. „Það var mjög gaman að hafa mömmu og pabba hérna. Bróðir minn var líka með og það gerði þetta ennþá skemmtilegra að hafa þau hérna með mér á Ólympíuleikunum. Það er líka mjög gaman að vera hérna með liði því það er alltaf skemmtilegra en að vera alein. Vonandi verður þetta upphafið að einhverju meira,“ segir Eyþóra að lokum.
Fimleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Enski boltinn Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sjá meira