Lífið

Páll Óskar verður silfraður vængjaður einhyrningur á GayPride

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Páll Óskar er þekktur fyrir að tjalda öllu til á GayPride.
Páll Óskar er þekktur fyrir að tjalda öllu til á GayPride. Vísir
Það kemur líklegast engum á óvart að Páll Óskar sé nú að leggja gífurlegan metnað í undirbúning fyrir Gay Pride gönguna sem fram fer á laugardaginn. Í viðtali sem birtist við popparann á Gayiceland síðunni opinberar hann að í ár muni hann bregða sér í líki stærðarinnar einhyrnings með silfur vængjum.

Þar segir hann að búningurinn sé undir áhrifum frá sjálfum Pegasus sem er líklegast þekktasta veran úr grískri goðafræði.

„Einhyrningurinn er af einhverjum ástæðum tengdur við hinsegin menningu,“ segir Páll í viðtalinu. „Kenningin mín um það er sú að þetta sé ekki ósvipað því sem gert er hér á Íslandi þar sem hinsegin fólk sé tengt álfum og huldufólki. Hér áður fyrr voru hommar goðsagnakenndar verur hér á landi sem sáust sjaldan, líkt og einhyrningar.“

Páll Óskar segir einhyrninga vera eina stærstu klysju sem hægt sé að bjóða upp á á GayPride og þess vegna sé mikilvægt að hafa einn svoleiðis með í ár, til þess að fara aftur í rót göngunnar.

„Mér finnst einhyrningurinn vera eitt fallegasta hinsegin tákn sem til er. Því með því er maður að segja; ef þú vilt vera einhyrningur, vertu þá einhyrningur. Það er það einfalt. Einhyrningur er fullur af stolti, óttalaus og skammast sín ekki fyrir neitt. Hann getur hlaupið og sparkað, og minn getur flogið, en þú verður að fara varlega í kringum einhyrning því hann getur líka stungið þig.“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.