Tónlist

Tónlistarmaðurinn Ólafur F. fagnar 64 ára afmælisdeginum á hárréttan hátt

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ólafur F. Magnússon hefur sent frá sér hvert lagið á fætur öðru undanfarið ár og nú er kominn út geisladiskur.
Ólafur F. Magnússon hefur sent frá sér hvert lagið á fætur öðru undanfarið ár og nú er kominn út geisladiskur.
Ólafur F. Magnússon, læknir og fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík, fagnar 64 ára afmæli sínu í dag með útgáfu hans fyrstu hljómplötu með frumsömdu efni.

Með honum eru úrvalssöngvararnir Páll Rósinkrans og Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir. Vilhjálmur Guðjónsson og Gunnar Þórðarson útsetja lögin sem fjalla um kærleikann og vonina, ástina á landinu og það góða í manninum. 

Oft heyrist viðkvæðið „allt er fertugum fært“, Ólafur tekur þetta lengra og sýnir hér að „When I´m Sixty-Four“ þá er einnig ýmislegt fært eins og segir í tilkynningu vegna útgáfu plötunnar sem komin er í verslanir. Titillag plötunnar, Ég elska lífið, er komið í spilun í útvarpi en myndband við lagið má sjá hér að neðan. Zonet hljómplötuútgáfa sér um dreifingu.


Tengdar fréttir

Ólafur F. hefur aldrei verið hamingjusamari

Læknirinn og fyrrverandi borgarstjórinn Ólafur Friðrik Magnússon hefur á undanförnum vikum sent frá sér tvö ný lög, sem hann bæði semur og syngur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.