Tónlist

Santigold og fleirum bætt við á Iceland Airwaves

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Santigold gaf nýverið út plötuna 99 cents.
Santigold gaf nýverið út plötuna 99 cents. Vísir/Getty
Enn bætist við dagskránna á komandi Iceland Airwaves hátíð. Þar ber hæst bandaríska poppsöngkonan Santigold sem þykir afar djörf og skemmtileg á sviði en hún gaf  út í febrúar plötuna 99 cents. Hún hefur á stuttum ferli sínum farið í tónleikaför með Björk, Coldplay, M.I.A. og Jay-Z  sem og gert tónlist með Diplo og Switch.

Eitt af þekktari lögum hennar er án efa Disparate Youth frá árinu 2012 en það má sjá hér fyrir neðan.

10 ára afmælistónleikar Bedroom Community

Önnur viðbót við dagskránna eru svo 10 ára afmælistónleikar íslensku útgáfunnar Bedroom Community. Til þess að fagna áfanganum ætla listamenn útgáfunnar að halda sérstaka afmælistónleika á Airwaves ásamt Sinfóníusveit Íslands.

Allir helstu listamenn sem hafa gefið út hjá útgáfunni koma þar fram en þar má nefna stofnendurna þrjá Nico Muhly, Ben Frost og Valgeir Sigurðsson og Daníel Bjarnason, Nadiu Sirota, Jod Landau, Sam Amidon og Puzzle Muteson.

Einnig bættist í dag bandaríska söngkonan Margaret Glaspy við dagskránna. Hún á eina plötu að baki, Emotions and Math sem kom út fyrr á þessu ári, og kemur frá Kaliforníu.

Lag hennar You and I hefur fleytt henni áfram í bandarísku jaðarsenunni og það má sjá og heyra hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×