Bílasala BL nálgast fjórða þúsundið á árinu Finnur Thorlacius skrifar 4. ágúst 2016 09:33 Renault Talisman verður kynntur hjá BL á haustdögum, en Renault var söluhæsta bílamerki BL í júlí. Í júlímánuði voru nýskráðir alls 435 bílar af þeim átta bíltegundum sem BL hefur umboð fyrir, þar af 265 sem einstaklingar og fyrirtæki án bílaleiga festu kaup á. Nam markaðshlutdeild fyrirtækisins á þeim hluta markaðarins 24,7 prósentum í mánuðinum en rúmum 25 prósentum sé litið til markaðarins í heild. Söluhæsta einstaka bíltegund BL í júlí var Renault þar sem 120 bílar voru nýskráðir, mikill meirihluti vegna kaupa einstaklinga og fyrirtækja eða 76. Næstur kom Nissan með alls 102 bíla og þar voru einstaklingar og fyrirtæki án bílaleiga einnig í meirihluta kaupenda. Þriðji söluhæsti bíllinn í mánuðinum hjá BL var svo Dacia þar sem 87 bílar seldust í júlí, 46 til bílaleiga og 41 til einstaklinga og fyrirtækja. Við síðustu mánaðamót höfðu alls 3.937 bílar af tegundum sem BL hefur umboð fyrir verið nýskráðir og má gera ráð fyrir að fjórða þúsundinu verði náð í lok þessarar viku eða byrjun næstu. Á bílamarkaðnum í heild fyrstu 7 mánuði ársins er markaðshlutdeild BL 26,54% og enn meiri sé aðeins litið til einstaklinga og fyrirtækja án bílaleiga, eða alls 27,43%. Bílamarkaðurinn í heild hefur vaxið um 38% milli ára en um 39% sé aðeins litið til bílaleiguflota landsmanna. Alls var 661 bílaleigubíll skráður í júlí, þar af 170 af bíltegundum frá BL. Alls keyptu bílaleigurnar 7.932 bíla fyrstu sjö mánuði ársins samanborðið við 6.476 bíla á sama tímabili í fyrra sem er eins og áður segir 39% aukning. Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Erlent
Í júlímánuði voru nýskráðir alls 435 bílar af þeim átta bíltegundum sem BL hefur umboð fyrir, þar af 265 sem einstaklingar og fyrirtæki án bílaleiga festu kaup á. Nam markaðshlutdeild fyrirtækisins á þeim hluta markaðarins 24,7 prósentum í mánuðinum en rúmum 25 prósentum sé litið til markaðarins í heild. Söluhæsta einstaka bíltegund BL í júlí var Renault þar sem 120 bílar voru nýskráðir, mikill meirihluti vegna kaupa einstaklinga og fyrirtækja eða 76. Næstur kom Nissan með alls 102 bíla og þar voru einstaklingar og fyrirtæki án bílaleiga einnig í meirihluta kaupenda. Þriðji söluhæsti bíllinn í mánuðinum hjá BL var svo Dacia þar sem 87 bílar seldust í júlí, 46 til bílaleiga og 41 til einstaklinga og fyrirtækja. Við síðustu mánaðamót höfðu alls 3.937 bílar af tegundum sem BL hefur umboð fyrir verið nýskráðir og má gera ráð fyrir að fjórða þúsundinu verði náð í lok þessarar viku eða byrjun næstu. Á bílamarkaðnum í heild fyrstu 7 mánuði ársins er markaðshlutdeild BL 26,54% og enn meiri sé aðeins litið til einstaklinga og fyrirtækja án bílaleiga, eða alls 27,43%. Bílamarkaðurinn í heild hefur vaxið um 38% milli ára en um 39% sé aðeins litið til bílaleiguflota landsmanna. Alls var 661 bílaleigubíll skráður í júlí, þar af 170 af bíltegundum frá BL. Alls keyptu bílaleigurnar 7.932 bíla fyrstu sjö mánuði ársins samanborðið við 6.476 bíla á sama tímabili í fyrra sem er eins og áður segir 39% aukning.
Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Erlent