Nýr vetnisbíll Hyundai árið 2018 Finnur Thorlacius skrifar 9. ágúst 2016 08:39 Hyundai Intrado vetnisbíllinn. Hyundai, eins og margur annar bílaframleiðandinn hefur uppi mikil áform um smíði vetnisbíla. Hyundai er sem stendur með eina bílgerð til sölu sem knúin er áfram af vetni, eða Hyundai Tucson Fuel Cell. Allt frá því Hyundai kynnti vetnistilraunabílinn Intrado á bílasýningunni í Genf árið 2014, sem hér sést á mynd, hefur Hyundai greint nokkrum sinnum frá því að nýr vetnisbíll fyrirtækisins verði stærri bíll en Tucson vetnisbíllinn og muni liggja á milli þess að teljast jeppi eða jepplingur. Í þessum nýja vetnisbíl Hyundai verður vetnisdrifrás sem krefst minna af platínu en í Tucson bílnum, verða með stærri rafhlöður og minni mótora. Bíllinn á að komast 600 kílómetra á fullri hleðslu vetnis og verða því mjög langdrægur. Hyundai stefnir að því að þessi bíll komi á markað árið 2018 og nefnir að það ár muni Hyundai nýta sér að vetrarólympíuleikarnir verði haldnir í Pyeongchang í S-Kóreu og að fyrirtækið ætli að kynna bílinn í tengslum við þá. Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent
Hyundai, eins og margur annar bílaframleiðandinn hefur uppi mikil áform um smíði vetnisbíla. Hyundai er sem stendur með eina bílgerð til sölu sem knúin er áfram af vetni, eða Hyundai Tucson Fuel Cell. Allt frá því Hyundai kynnti vetnistilraunabílinn Intrado á bílasýningunni í Genf árið 2014, sem hér sést á mynd, hefur Hyundai greint nokkrum sinnum frá því að nýr vetnisbíll fyrirtækisins verði stærri bíll en Tucson vetnisbíllinn og muni liggja á milli þess að teljast jeppi eða jepplingur. Í þessum nýja vetnisbíl Hyundai verður vetnisdrifrás sem krefst minna af platínu en í Tucson bílnum, verða með stærri rafhlöður og minni mótora. Bíllinn á að komast 600 kílómetra á fullri hleðslu vetnis og verða því mjög langdrægur. Hyundai stefnir að því að þessi bíll komi á markað árið 2018 og nefnir að það ár muni Hyundai nýta sér að vetrarólympíuleikarnir verði haldnir í Pyeongchang í S-Kóreu og að fyrirtækið ætli að kynna bílinn í tengslum við þá.
Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent