Kína bannar prófanir á sjálfakandi bílum Finnur Thorlacius skrifar 20. júlí 2016 13:53 Þétt bílaumferð í Kína. Kínversk yfirvöld hafa nú bannað prófanir á sjálfakandi bílum í ótiltekinn tíma. Ástæðan er líklega þau tíðu óhöpp sem orðið hafa í slíkum prófunum. Kína er stærsti bílamarkaður heims og þar eru margir bílaframleiðendur sem hafa verið að prófa þessa nýju tækni. Því eru þessi nýju lög afar íþyngjandi fyrir þau og gætu hægt verulega á þróun tækninnar. Bent hefur verið á að Kína sé afar heppilegt land til að nota þessa nýju tækni en svo virðist sem lítið þol sé fyrir þeim óhöppum sem þar hafa orðið á sjálfakandi bílum. Hve lengi þetta bann mun standa er óvíst og líklegt má telja að þeir bílaframleiðendur sem hugsuðu sér gott til glóðarinnar í Kína og ná forskoti á aðra framleiðendur með þessari nýju tækni muni ekki una því mjög lengi svo fremi sem yfirvöld í öðrum löndum leggja ekki bann við slíkum prófunum á sínum vegum. Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent
Kínversk yfirvöld hafa nú bannað prófanir á sjálfakandi bílum í ótiltekinn tíma. Ástæðan er líklega þau tíðu óhöpp sem orðið hafa í slíkum prófunum. Kína er stærsti bílamarkaður heims og þar eru margir bílaframleiðendur sem hafa verið að prófa þessa nýju tækni. Því eru þessi nýju lög afar íþyngjandi fyrir þau og gætu hægt verulega á þróun tækninnar. Bent hefur verið á að Kína sé afar heppilegt land til að nota þessa nýju tækni en svo virðist sem lítið þol sé fyrir þeim óhöppum sem þar hafa orðið á sjálfakandi bílum. Hve lengi þetta bann mun standa er óvíst og líklegt má telja að þeir bílaframleiðendur sem hugsuðu sér gott til glóðarinnar í Kína og ná forskoti á aðra framleiðendur með þessari nýju tækni muni ekki una því mjög lengi svo fremi sem yfirvöld í öðrum löndum leggja ekki bann við slíkum prófunum á sínum vegum.
Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent