Ekki hann Nonni minn María Bjarnadóttir skrifar 22. júlí 2016 10:00 Johnny Depp vakti yfir rúminu mínu í nokkur ár á plakati frá Æskunni. Hvort mér brá þegar ég sá fréttir af konunni hans að saka þennan sæta mann um heimilisofbeldi! Hún situr núna undir því að vera sögð standa í þessu til að hafa af honum peninga. Það er heimsþekkt en rammfalskt stef sem hefur fengið góða spilun. Líka á Íslandi. Staðreyndin er sú að þó að Johnny sé goðum líkastur er hann bara manneskja. Allar manneskjur eru færar um að beita aðra ofbeldi. Ofbeldisfólk er ekki með stimpil á enninu. Þau eru ekki skrímsli. Þau eru nágrannar okkar, systur og skemmtilegi frændinn. Þau eru manneskjur sem taka ákvarðanir sem geta eyðilagt líf annarra. Ef við viðhöldum ranghugmyndum um að gott fólk lendi óvart í því að nauðga eða að heimilisofbeldi sé samskiptavandi, á okkur seint eftir að takast að útrýma ofbeldi úr íslensku samfélagi. Það er vont fyrir okkur öll. Ofbeldi er kostnaðarsamt fyrir samfélagið og dýrkeypt fyrir þolendur. Rannsóknir hafa sýnt að heimilisofbeldi kosti ástralskt samfélag mörg hundruð milljónir á ári. Þeir sem eru ekki á móti ofbeldi og nauðgunum af hugsjónaástæðum ættu að minnsta kosti að vera það af hagkvæmnisástæðum. „Lofa lægri sköttum ef þið drullist til að hætta að nauðga.“ Það er gott kosningaloforð fyrir haustið. Það er tímabært að við hættum að láta eins og ofbeldishegðun sé eðlileg, ásættanleg eða óhjákvæmileg. Hún er það ekki. Allir geta sent þessi skilaboð með því að mæta í Druslugönguna á morgun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Bjarnadóttir Mest lesið Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Johnny Depp vakti yfir rúminu mínu í nokkur ár á plakati frá Æskunni. Hvort mér brá þegar ég sá fréttir af konunni hans að saka þennan sæta mann um heimilisofbeldi! Hún situr núna undir því að vera sögð standa í þessu til að hafa af honum peninga. Það er heimsþekkt en rammfalskt stef sem hefur fengið góða spilun. Líka á Íslandi. Staðreyndin er sú að þó að Johnny sé goðum líkastur er hann bara manneskja. Allar manneskjur eru færar um að beita aðra ofbeldi. Ofbeldisfólk er ekki með stimpil á enninu. Þau eru ekki skrímsli. Þau eru nágrannar okkar, systur og skemmtilegi frændinn. Þau eru manneskjur sem taka ákvarðanir sem geta eyðilagt líf annarra. Ef við viðhöldum ranghugmyndum um að gott fólk lendi óvart í því að nauðga eða að heimilisofbeldi sé samskiptavandi, á okkur seint eftir að takast að útrýma ofbeldi úr íslensku samfélagi. Það er vont fyrir okkur öll. Ofbeldi er kostnaðarsamt fyrir samfélagið og dýrkeypt fyrir þolendur. Rannsóknir hafa sýnt að heimilisofbeldi kosti ástralskt samfélag mörg hundruð milljónir á ári. Þeir sem eru ekki á móti ofbeldi og nauðgunum af hugsjónaástæðum ættu að minnsta kosti að vera það af hagkvæmnisástæðum. „Lofa lægri sköttum ef þið drullist til að hætta að nauðga.“ Það er gott kosningaloforð fyrir haustið. Það er tímabært að við hættum að láta eins og ofbeldishegðun sé eðlileg, ásættanleg eða óhjákvæmileg. Hún er það ekki. Allir geta sent þessi skilaboð með því að mæta í Druslugönguna á morgun.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun