Syngur á ensku um leyndardóma fortíðar Stefán Þór Hjartarson skrifar 27. júlí 2016 10:00 Steinunni þykir gaman að ferðast og vonast til að nokkur lög á ensku eigi eftir að verða til þess að hún fái fleiri tækifæri til að fara til útlanda að spila. Mynd/Chad Kamenshine Steinunn Harðardóttir, eða dj flugvél og geimskip, var að senda frá sér nýtt lag þar sem hún syngur á ensku um leyndardóma svingsins. Hún stefnir á að gefa út myndband við lagið í næstu viku og er líka að vinna að plötu sem fjallar um dularfullu borgina Atlantis. Af hverju er lagið á ensku? „Það er á ensku út af því að í fyrra þá fór ég að spila í útlöndum rosa mikið og mig langaði til að fólkið gæti skilið hvað ég væri að syngja um – mér fannst geðveikt gaman að ferðast í útlöndum og ég hugsaði að ég myndi fá að spila meira í útlöndum ef ég syngi á ensku líka. Ég vil líka gefa út næstu plötu út um allt – í alls konar útlöndum og þá langar mig til að fólk alls staðar geti skilið hana. Svo er annar kostur við að hafa lagið á ensku, þá tengir fólk ekki strax við að lagið sé frá Íslandi og þá er lagið hlutlausara. Svo er stór hluti tónlistarinnar minnar sögur og ég vil að fólk geti skilið textann og hann setji mann á ákveðinn stað strax.“Kápan utan um nýjasta smell dj flugvélar og geimskips.Um hvað er lagið? „Það er um svingsinn í Egyptalandi.“Af hverju svingsinn? „Ég geri alltaf lög um það sem mér finnst skemmtilegt hverju sinni og hvað ég er að pæla. Ég er búin að gera einn disk um geiminn og einn disk um hafsbotninn og nú er ég að gera nýjan disk og þetta er fyrsta lagið á þeim disk og hann á að vera um Atlantis – sem blandar eiginlega saman hafsbotninum og geimnum. Samkvæmt goðsögum var Atlantis rosalega þróuð og hátæknileg borg sem var með „portöl“ út í geiminn út um allt og síðan sökk hún niður á hafsbotninn. Það er verið að tala um að svingsinn sem er í Egyptalandi hafi að geyma alls konar leyndardóma undir loppunum á sér, þar séu leyniherbergi sem geymi upplýsingar um Atlantis og að svingsinn sé jafn gamall og Atlantis sem var til fyrir tugum þúsunda ára og að fólkið í Atlantis hafi byggt svingsinn eða þá að svingsinn hafi verið lifandi og síðan orðið að steini. Þannig að hann sé í rauninni okkar hlekkur til Atlantis – okkar hlekkur til glæstrar fortíðar og kannski einhverrar tæknialdar sem var – það eru kenningar sem segja að svingsinn sé miklu eldri en pýramídarnir því að það sé búið að rigna fullt á hann og það hefur ekki rignt í Sahara síðan fyrir ísöld. Þannig að það eru miklar vísbendingar um að hann sé ævaforn.“Hvernig gengur nýja platan? „Ég er komin vel á veg – en ég er ekki búin með öll lögin. Ég ætla sko að hafa tólf lög. Það er góð tala. Ég er að vona að ég nái að klára þetta fyrir október.“Af hverju október? „Ég er alltaf að reikna út númerólógíu-dót. En það er líka gott að setja sér tímasetningu til að klára hlutina. Það er tíundi mánuðurinn – tíu er góð tala, tala til að klára hlutina. Hún þýðir „ókei, þetta er tilbúið“. Síðan er gott að gefa út á veturna, þá getur platan fylgt manni inn í vetrarþunglyndið.“ Steinunn stefnir á að gefa út myndband við lagið í næstu viku og ætlar að spila á Norðanpaunk-hátíðinni um helgina. Tónlist Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Steinunn Harðardóttir, eða dj flugvél og geimskip, var að senda frá sér nýtt lag þar sem hún syngur á ensku um leyndardóma svingsins. Hún stefnir á að gefa út myndband við lagið í næstu viku og er líka að vinna að plötu sem fjallar um dularfullu borgina Atlantis. Af hverju er lagið á ensku? „Það er á ensku út af því að í fyrra þá fór ég að spila í útlöndum rosa mikið og mig langaði til að fólkið gæti skilið hvað ég væri að syngja um – mér fannst geðveikt gaman að ferðast í útlöndum og ég hugsaði að ég myndi fá að spila meira í útlöndum ef ég syngi á ensku líka. Ég vil líka gefa út næstu plötu út um allt – í alls konar útlöndum og þá langar mig til að fólk alls staðar geti skilið hana. Svo er annar kostur við að hafa lagið á ensku, þá tengir fólk ekki strax við að lagið sé frá Íslandi og þá er lagið hlutlausara. Svo er stór hluti tónlistarinnar minnar sögur og ég vil að fólk geti skilið textann og hann setji mann á ákveðinn stað strax.“Kápan utan um nýjasta smell dj flugvélar og geimskips.Um hvað er lagið? „Það er um svingsinn í Egyptalandi.“Af hverju svingsinn? „Ég geri alltaf lög um það sem mér finnst skemmtilegt hverju sinni og hvað ég er að pæla. Ég er búin að gera einn disk um geiminn og einn disk um hafsbotninn og nú er ég að gera nýjan disk og þetta er fyrsta lagið á þeim disk og hann á að vera um Atlantis – sem blandar eiginlega saman hafsbotninum og geimnum. Samkvæmt goðsögum var Atlantis rosalega þróuð og hátæknileg borg sem var með „portöl“ út í geiminn út um allt og síðan sökk hún niður á hafsbotninn. Það er verið að tala um að svingsinn sem er í Egyptalandi hafi að geyma alls konar leyndardóma undir loppunum á sér, þar séu leyniherbergi sem geymi upplýsingar um Atlantis og að svingsinn sé jafn gamall og Atlantis sem var til fyrir tugum þúsunda ára og að fólkið í Atlantis hafi byggt svingsinn eða þá að svingsinn hafi verið lifandi og síðan orðið að steini. Þannig að hann sé í rauninni okkar hlekkur til Atlantis – okkar hlekkur til glæstrar fortíðar og kannski einhverrar tæknialdar sem var – það eru kenningar sem segja að svingsinn sé miklu eldri en pýramídarnir því að það sé búið að rigna fullt á hann og það hefur ekki rignt í Sahara síðan fyrir ísöld. Þannig að það eru miklar vísbendingar um að hann sé ævaforn.“Hvernig gengur nýja platan? „Ég er komin vel á veg – en ég er ekki búin með öll lögin. Ég ætla sko að hafa tólf lög. Það er góð tala. Ég er að vona að ég nái að klára þetta fyrir október.“Af hverju október? „Ég er alltaf að reikna út númerólógíu-dót. En það er líka gott að setja sér tímasetningu til að klára hlutina. Það er tíundi mánuðurinn – tíu er góð tala, tala til að klára hlutina. Hún þýðir „ókei, þetta er tilbúið“. Síðan er gott að gefa út á veturna, þá getur platan fylgt manni inn í vetrarþunglyndið.“ Steinunn stefnir á að gefa út myndband við lagið í næstu viku og ætlar að spila á Norðanpaunk-hátíðinni um helgina.
Tónlist Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira