Lífið samstarf

Betri borgarar á 500 krónur

,,Okkur vantar ferska vinda á Alþingi og betri stjórnmál. Þess vegna býð ég mig fram enda á Alþingi að vera þverskurður af samfélaginu," segir Magnús Ingi og býður alla velkomna á Texasborgara til að kynna sér framboð hans og bragða Betri borgara.
,,Okkur vantar ferska vinda á Alþingi og betri stjórnmál. Þess vegna býð ég mig fram enda á Alþingi að vera þverskurður af samfélaginu," segir Magnús Ingi og býður alla velkomna á Texasborgara til að kynna sér framboð hans og bragða Betri borgara. MYND/EYÞÓR
KYNNING: Magnús Ingi Magnússon á Texasborgurum er formaður nýs flokks sem ber nafnið Betri flokkurinn. „Þetta er ekkert auglýsingatrix heldur dauðans alvara,“ segir Magnús Ingi og bætir við: „Okkur vantar ferska vinda á Alþingi og betri stjórnmál. Þess vegna býð ég mig fram enda á Alþingi að vera þverskurður af samfélaginu. Þar eiga að sitja fulltrúar ólíkra hópa, t.d. iðnaðar- og sjómenn, bændur, fólk úr fiskiðnaði, fleiri konur, yngra og eldra fólk og raunar bara manneskjur sem vilja betra þjóðfélag.“

Að sögn Magnúsar Inga stendur Betri flokkurinn fyrir betri stjórnmál en líka miklu fleira. „Ég vil sjá flestalla listastarfsemi og trúarbrögð á frjálsum markaði en ekki undir verndarvæng ríkisvaldsins. Við þurfum einnig betri heilsugæslu og menntamál, að hluta til í einkarekstri, en þó í sátt og samlyndi við landsmenn. Eins þurfum við nýja stjórnarskrá og betri auk þess sem ég vil sjá betra forsetaembætti. Lækka þarf skatta, auka gegnsæi í stjórnsýslunni, fækka embættismönnum og hafa þá betri.“

,,Þetta er ekkert auglýsingatrix heldur dauðans alvara,“ segir Magnús Ingi.MYND/ERNIR
Á Texasborgurum á Grandagarði munu liggja umsóknareyðublöð fyrir þá sem vilja ganga í flokkinn og sömuleiðis listi til stuðnings framboðinu. „Það eru allir velkomnir á Texasborgara til að kynna sér framboð og fá sér Betri borgara, Texasostborgara með frönskum, á 500 krónur.

Styðjum Magga á þing!

Nánari upplýsingar má finna á Face­book undir Magnús Ingi á þing, á texasborgarar.is, á Twitter, Instagram og Snapchat (magnusingi2).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×