Vettvangur fyrir ungt tónlistarfólk á Húsavík Stefán Þór Hjartarson skrifar 13. júlí 2016 09:45 „Ég er sem sagt frá Húsavík, þó ég búi ekki lengur þar – ég ákvað því að setja af stað tónleikaröð í samstarfi við Menningarmiðstöð Þingeyinga og hlaut styrki frá bæði Uppbyggingarsjóði og Norðurþingi. Mig langaði til að auka framboðið af klassískum tónleikum um sumartímann, það er náttúrulega mikið af ferðamönnum á Húsavík á þessum tíma og svo líka bara fyrir íbúana,“ segir Lára Sóley Jóhannsdóttir sem í kvöld heldur fyrstu tónleikana af þremur í tónleikaröðinni Sumarklassík í Safnahúsinu á Húsavík ásamt breska píanistanum Dawn Hardwick. Lára er fiðluleikari og ólst upp á Húsavík þar sem hún hóf tónlistarnám. Hún útskrifaðist úr Royal Welsh College of Music and Drama árið 2006 og hefur síðan þá starfað sem fiðluleikari og söngkona og einnig sinnt kennslu hér á landi. Lára hefur gefið út tvær plötur – Hjalta og Láru árið 2013 og síðan Draumahöll sem kom út árið 2015. Hún hlaut listamannalaun til þriggja mánaða árið 2015 auk þess sem hún var útnefnd sem bæjarlistamaður Akureyrar 2015-2016 og starfar sem konsertmeistari hjá Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. „Markmiðið mitt er að búa til vettvang fyrir ungt fólk. Þriðju tónleikarnir eru t.d. með nemendum í listaháskólum, annar er í Listaháskóla Íslands og hinn í tónlistarháskólanum í Ósló. Síðan eru tónleikarnir sem eru aðrir í röðinni – þá eru það kennarar við tónlistarskólann á Húsavík og starfandi tónlistarmenn sem búa á Húsavík sem verða að spila.“Verður sem sagt Húsavíkur-þema í vali á þeim tónlistarmönnum sem koma þarna fram? „Já, það má segja það. Allir sem koma fram tengjast Húsavík á einhvern hátt?… nema auðvitað breski píanistinn. Svo er þetta bara í rauninni heimafólk eða fólk sem tengist Húsavík að einhverju leyti.“ Breski píanistinn Dawn Hardwick kemur fram með Láru á þessum fyrstu tónleikum í röðinni en hún er líkt og Lára útskrifuð úr Royal Welsh College of Music and Drama sem og Royal College of Music í London. Hún hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir píanóleik og spilað reglulega með London Philharmonic Orchestra, Ulster Orchestra og Royal Philharmonic Orchestra. Dawn leikur einnig með Piano Circus, tónlistarhópi skipuðum sex píanóleikurum sem flytja gjarnan nýja, klassíska tónlist. Í kvöld ætla þær Lára Sóley og Dawn að spila íslenska og breska tónlist í bland. Þær munu spila verk eftir Jón Nordal, Edward Elgar og Graham Fitkin. Einnig munu þær flytja útsetningu Láru Sóleyjar á Vornæturljóði Elísabetar Geirmundsdóttur og nýtt verk fyrir fiðlu og píanó. Næsta vetur munu þær svo flytja þessa sömu dagskrá í Bretlandi. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.00 í Safnahúsinu Húsavík og miðaverð er 2.000 krónur. Tónlist Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið NIVEA kynnir fyrstu hreinsivöruna með 5% serum Lífið samstarf Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Ég er sem sagt frá Húsavík, þó ég búi ekki lengur þar – ég ákvað því að setja af stað tónleikaröð í samstarfi við Menningarmiðstöð Þingeyinga og hlaut styrki frá bæði Uppbyggingarsjóði og Norðurþingi. Mig langaði til að auka framboðið af klassískum tónleikum um sumartímann, það er náttúrulega mikið af ferðamönnum á Húsavík á þessum tíma og svo líka bara fyrir íbúana,“ segir Lára Sóley Jóhannsdóttir sem í kvöld heldur fyrstu tónleikana af þremur í tónleikaröðinni Sumarklassík í Safnahúsinu á Húsavík ásamt breska píanistanum Dawn Hardwick. Lára er fiðluleikari og ólst upp á Húsavík þar sem hún hóf tónlistarnám. Hún útskrifaðist úr Royal Welsh College of Music and Drama árið 2006 og hefur síðan þá starfað sem fiðluleikari og söngkona og einnig sinnt kennslu hér á landi. Lára hefur gefið út tvær plötur – Hjalta og Láru árið 2013 og síðan Draumahöll sem kom út árið 2015. Hún hlaut listamannalaun til þriggja mánaða árið 2015 auk þess sem hún var útnefnd sem bæjarlistamaður Akureyrar 2015-2016 og starfar sem konsertmeistari hjá Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. „Markmiðið mitt er að búa til vettvang fyrir ungt fólk. Þriðju tónleikarnir eru t.d. með nemendum í listaháskólum, annar er í Listaháskóla Íslands og hinn í tónlistarháskólanum í Ósló. Síðan eru tónleikarnir sem eru aðrir í röðinni – þá eru það kennarar við tónlistarskólann á Húsavík og starfandi tónlistarmenn sem búa á Húsavík sem verða að spila.“Verður sem sagt Húsavíkur-þema í vali á þeim tónlistarmönnum sem koma þarna fram? „Já, það má segja það. Allir sem koma fram tengjast Húsavík á einhvern hátt?… nema auðvitað breski píanistinn. Svo er þetta bara í rauninni heimafólk eða fólk sem tengist Húsavík að einhverju leyti.“ Breski píanistinn Dawn Hardwick kemur fram með Láru á þessum fyrstu tónleikum í röðinni en hún er líkt og Lára útskrifuð úr Royal Welsh College of Music and Drama sem og Royal College of Music í London. Hún hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir píanóleik og spilað reglulega með London Philharmonic Orchestra, Ulster Orchestra og Royal Philharmonic Orchestra. Dawn leikur einnig með Piano Circus, tónlistarhópi skipuðum sex píanóleikurum sem flytja gjarnan nýja, klassíska tónlist. Í kvöld ætla þær Lára Sóley og Dawn að spila íslenska og breska tónlist í bland. Þær munu spila verk eftir Jón Nordal, Edward Elgar og Graham Fitkin. Einnig munu þær flytja útsetningu Láru Sóleyjar á Vornæturljóði Elísabetar Geirmundsdóttur og nýtt verk fyrir fiðlu og píanó. Næsta vetur munu þær svo flytja þessa sömu dagskrá í Bretlandi. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.00 í Safnahúsinu Húsavík og miðaverð er 2.000 krónur.
Tónlist Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið NIVEA kynnir fyrstu hreinsivöruna með 5% serum Lífið samstarf Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira