Clarkson, Hammond og May klára fyrsta þáttinn Finnur Thorlacius skrifar 18. júlí 2016 14:33 Fyrrum stjórnendur Top Gear, þeir Jeremy Clarkson, Richard Hammond og James May eru nú búnir að taka upp fyrsta þáttinn í nýrri bílaþáttaröð sem sýnd verður á Amazon Prime. Tökur fóru fram í S-Afríku og af myndum frá þeim sést að jeppar eiga sviðið í þættinum, en þar sjást Toyota Land Cruiser, Land Rover Defender og Mitsubishi pallbíll, enginn þeirra af nýjustu gerð. Þessir bílar eru vafalaust heppilegir til að glíma við hrjóstrugt landslagið í S-Afríku. Á myndum má einnig sjá tjaldbúðirnar sem Amazon Prime sló upp kringum tökurnar, en á stærsta tjaldinu eru stafirnir GT í stóru letri. Þeir standa fyrir heiti nýju þáttanna, The Grand Tour, en einnig má gantast með það að ef stöfunum er snúið við, þ.e. TG, tákna þeir enn upphafsstafina í Top Gear. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá stemmninguna hjá þrímenningunum eftir að tökum á fyrsta þættinum var lokið og eins og fyrri daginn svífur enginn alvarleiki yfir vötnunum. Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent
Fyrrum stjórnendur Top Gear, þeir Jeremy Clarkson, Richard Hammond og James May eru nú búnir að taka upp fyrsta þáttinn í nýrri bílaþáttaröð sem sýnd verður á Amazon Prime. Tökur fóru fram í S-Afríku og af myndum frá þeim sést að jeppar eiga sviðið í þættinum, en þar sjást Toyota Land Cruiser, Land Rover Defender og Mitsubishi pallbíll, enginn þeirra af nýjustu gerð. Þessir bílar eru vafalaust heppilegir til að glíma við hrjóstrugt landslagið í S-Afríku. Á myndum má einnig sjá tjaldbúðirnar sem Amazon Prime sló upp kringum tökurnar, en á stærsta tjaldinu eru stafirnir GT í stóru letri. Þeir standa fyrir heiti nýju þáttanna, The Grand Tour, en einnig má gantast með það að ef stöfunum er snúið við, þ.e. TG, tákna þeir enn upphafsstafina í Top Gear. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá stemmninguna hjá þrímenningunum eftir að tökum á fyrsta þættinum var lokið og eins og fyrri daginn svífur enginn alvarleiki yfir vötnunum.
Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent