Einokun á orðinu Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 19. júlí 2016 05:00 Leiðtogar og stjórnendur eru óþarflega meðvitaðir um að vinna þeirra er mun auðveldari ef fólkið, sem þeir er að sýsla með, fæst til að þegja. Lausnin á þessu er sú að passa upp á að fólk þetta komist ekki í fjölmiðla. Þess vegna er ljóst og leynt unnið að því að yfirvaldið hafi einokun á orðinu og allir undirmenn og skjólstæðingar verði einsog múlbundnir málleysingjar. Dæmi um þetta: Útlendingastofnun setti snemmsumars reglur sem banna heimsóknir fjölmiðlamanna til hælisleitenda enda umfjöllunin orðin afar óþægileg. Og nýjar siðareglur RÚV banna starfsfólkinu þar að tala um umdeild mál. En þessir tilburðir þekkjast líka vel í einkageiranum. Ég hef sem blaðamaður heimsótt fjölmörg fyrirtæki og víðast fundist ég vera að skoða fjós meðan heilaþvegnir almannatenglar leiða mig um sali þar sem mállausir starfsmenn bugta sig á básum. Eitt sinn var ég að vinna að grein um innflytjendur og vissi af ófáum Asíubúum í einu stórfyrirtækinu. Ekki fékk ég að tala við neinn þeirra en almannatengillinn var svo almennilegur að hafa til fyrir mig tvo viðmælendur: annar var hálfur Íslendingur og hinn Svíi. Það sem auðveldar stjórnendum fyrirtækja líka lífið er að starfsmenn fari ekki að fjasa um laun sín. Því er sett klásúla í samninginn og viti menn, Íslendingar ræða frekar ófarir sínar og afrek í rúminu en að minnast einu orðið á kaupið. Við erum létt í taumi svo einokun á orðinu er orðin sjálfsögð. Það er líka hægt að réttlæta hana með býsna ódýrum hætti. Yfirvöld bera því til dæmis við að fyrrnefnt bann Útlendingastofnunar sé sett til að vernda friðhelgi einkalífs hælisleitenda. Við trúum þessu enda ekki langt í það að við hættum að hugsa líka.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. júlí Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Leiðtogar og stjórnendur eru óþarflega meðvitaðir um að vinna þeirra er mun auðveldari ef fólkið, sem þeir er að sýsla með, fæst til að þegja. Lausnin á þessu er sú að passa upp á að fólk þetta komist ekki í fjölmiðla. Þess vegna er ljóst og leynt unnið að því að yfirvaldið hafi einokun á orðinu og allir undirmenn og skjólstæðingar verði einsog múlbundnir málleysingjar. Dæmi um þetta: Útlendingastofnun setti snemmsumars reglur sem banna heimsóknir fjölmiðlamanna til hælisleitenda enda umfjöllunin orðin afar óþægileg. Og nýjar siðareglur RÚV banna starfsfólkinu þar að tala um umdeild mál. En þessir tilburðir þekkjast líka vel í einkageiranum. Ég hef sem blaðamaður heimsótt fjölmörg fyrirtæki og víðast fundist ég vera að skoða fjós meðan heilaþvegnir almannatenglar leiða mig um sali þar sem mállausir starfsmenn bugta sig á básum. Eitt sinn var ég að vinna að grein um innflytjendur og vissi af ófáum Asíubúum í einu stórfyrirtækinu. Ekki fékk ég að tala við neinn þeirra en almannatengillinn var svo almennilegur að hafa til fyrir mig tvo viðmælendur: annar var hálfur Íslendingur og hinn Svíi. Það sem auðveldar stjórnendum fyrirtækja líka lífið er að starfsmenn fari ekki að fjasa um laun sín. Því er sett klásúla í samninginn og viti menn, Íslendingar ræða frekar ófarir sínar og afrek í rúminu en að minnast einu orðið á kaupið. Við erum létt í taumi svo einokun á orðinu er orðin sjálfsögð. Það er líka hægt að réttlæta hana með býsna ódýrum hætti. Yfirvöld bera því til dæmis við að fyrrnefnt bann Útlendingastofnunar sé sett til að vernda friðhelgi einkalífs hælisleitenda. Við trúum þessu enda ekki langt í það að við hættum að hugsa líka.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. júlí
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun