Bankaði á bílrúðuna á rauðu ljósi og bað Ragnheiði um símanúmerið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. júlí 2016 09:00 Ragnar Sigurðsson er góður söngvari að sögn vina sinna og spilar auk þess á bæði gítar og píanó. Vísir/Vilhelm Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu hafa farið á kostum á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar og er á engan hallað þótt að nafn Ragnars Sigurðssonar sé dregið fram sem eins þeirra sem hafa skarað fram úr. Ragnar hefur fengið mikið lof og hrós fyrir frammistöðu sína í miðverðinum og margir sem telja líkur á að stórlið í Evrópu falist eftir kröftum hans. Þótt það virki þannig að Ragnar hafi spilað í miðverðinum alla tíð var það alls ekki þannig. Ragnar var miðjumaður upp yngri flokka, í nokkuð sterkum yngri flokkum Fylkis þar sem leikmenn á borð við Albert Brynjar Ingason og Kjartan Ágúst Breiðdal var að finna. Ragnar var skapandi miðjumaður í elstu flokkunum og duglegur að leggja upp mörk. Albert Brynjar Ingason í leik með Fylki.vísir/anton brink Varnartröllið, sem spilar með Krasnodar í Rússlandi, er liðtækur tónlistarmaður, og meira en það. Hann syngur eins og engill að sögn vina hans, fyrrnefnds Alberts og Allans Sigurðssonar, sem ræddu um uppeldisbróður sinn og vin í samtali við Þórð Helga Þórðarson á Rás 2 í vor.„Við fórum einu sinni á Skrekk, í 9. bekk og sungum Backstreet boys lag,“ segir Allan. Lagið, I want it that way, var þýtt yfir á íslensku en það var hluti af stærra atriði. Ragnar spilar bæði á píanó og gítar en spilar ekki mikið fyrir unnustu sína, Ragnheiði Theodórsdóttur. Þau Ragnar hafa verið saman undanfarin ár en leiðir þeirra lágu þó fyrst saman fyrir rúmum áratug. Ragnari er lýst þannig að hann sé afar heiðarlegur og hvatvís, segi það sem hann meini og má með sanni segja að fyrstu kynni Ragnars og Ragnheiðar lýsi því vel.„Ég var tiltölulega nýkomin með bílpróf og var stopp á rauðu ljósi. Þá var bankað á rúðuna,“ segir Ragnheiður. Þangað var Ragnar mættur, tveimur árum eldri en Ragnheiður, og bað um númerið hennar. „Þarna varð ekkert úr því en seinna áttum við svo leið saman,“ segir Ragnheiður hlæjandi.Ragnheiður Theodórsdóttir, til hægri, ásamt Hjördísi Perlu Rafnsdóttur, unnustu Kára Árnasonar.VísirAlbert lýsir því þannig í viðtalinu að þeir Ragnar hafi alla tíð spilað tölvuleiki, og gert það áfram í gegnum netið eftir að Ragnar fór í atvinnumennsku. Þeir hafi þó aðeins spilað einu sinni fótboltaleik enda Ragnar mjög tapsár. Albert vann leikinn.„Hann ásakaði mig um að tefja síðustu fimm mínúturnar og sagðist aldrei ætla að spila við mig fótboltaleik aftur á netinu, og það varð raunin.“Ragnar hefur í fleiri skipti orðið tapsár. Þannig var að strákarnir spiluðu lengi vel handbolta með Fylki en þeir voru ekki jafn sigursælir í handboltanum eins og í fótboltanum. Einu sinni töpuðu Árbæingar í Hafnarfirði.„Hann braut vaskinn í Haukaheimilinu. Pabbi hans og húsvörður urðu eftir til að laga það,“ segir Albert hlæjandi.Viðtalið í heild má heyra hér. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ekki bara Frakkar sem eiga yndislegar minningar frá Stade de France heldur við líka Í kvöld mæta strákarnir okkar heimamönnum í átta liða úrslitum á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakklandi. 3. júlí 2016 11:30 Þrumustuð og víkingahróp við Rauðu mylluna Hundruð Íslendinga hituðu upp fyrir stórleikinn gegn Frakklandi. 3. júlí 2016 08:00 EM í dag: Heilagur leikdagur í París - amen Tómas Þór Þórðarson og Kolbeinn Tumi Daðason sóttu innblástur til æðri máttarvalda fyrir stórleik strákanna okkar gegn Frakklandi í kvöld. 3. júlí 2016 11:00 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu hafa farið á kostum á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar og er á engan hallað þótt að nafn Ragnars Sigurðssonar sé dregið fram sem eins þeirra sem hafa skarað fram úr. Ragnar hefur fengið mikið lof og hrós fyrir frammistöðu sína í miðverðinum og margir sem telja líkur á að stórlið í Evrópu falist eftir kröftum hans. Þótt það virki þannig að Ragnar hafi spilað í miðverðinum alla tíð var það alls ekki þannig. Ragnar var miðjumaður upp yngri flokka, í nokkuð sterkum yngri flokkum Fylkis þar sem leikmenn á borð við Albert Brynjar Ingason og Kjartan Ágúst Breiðdal var að finna. Ragnar var skapandi miðjumaður í elstu flokkunum og duglegur að leggja upp mörk. Albert Brynjar Ingason í leik með Fylki.vísir/anton brink Varnartröllið, sem spilar með Krasnodar í Rússlandi, er liðtækur tónlistarmaður, og meira en það. Hann syngur eins og engill að sögn vina hans, fyrrnefnds Alberts og Allans Sigurðssonar, sem ræddu um uppeldisbróður sinn og vin í samtali við Þórð Helga Þórðarson á Rás 2 í vor.„Við fórum einu sinni á Skrekk, í 9. bekk og sungum Backstreet boys lag,“ segir Allan. Lagið, I want it that way, var þýtt yfir á íslensku en það var hluti af stærra atriði. Ragnar spilar bæði á píanó og gítar en spilar ekki mikið fyrir unnustu sína, Ragnheiði Theodórsdóttur. Þau Ragnar hafa verið saman undanfarin ár en leiðir þeirra lágu þó fyrst saman fyrir rúmum áratug. Ragnari er lýst þannig að hann sé afar heiðarlegur og hvatvís, segi það sem hann meini og má með sanni segja að fyrstu kynni Ragnars og Ragnheiðar lýsi því vel.„Ég var tiltölulega nýkomin með bílpróf og var stopp á rauðu ljósi. Þá var bankað á rúðuna,“ segir Ragnheiður. Þangað var Ragnar mættur, tveimur árum eldri en Ragnheiður, og bað um númerið hennar. „Þarna varð ekkert úr því en seinna áttum við svo leið saman,“ segir Ragnheiður hlæjandi.Ragnheiður Theodórsdóttir, til hægri, ásamt Hjördísi Perlu Rafnsdóttur, unnustu Kára Árnasonar.VísirAlbert lýsir því þannig í viðtalinu að þeir Ragnar hafi alla tíð spilað tölvuleiki, og gert það áfram í gegnum netið eftir að Ragnar fór í atvinnumennsku. Þeir hafi þó aðeins spilað einu sinni fótboltaleik enda Ragnar mjög tapsár. Albert vann leikinn.„Hann ásakaði mig um að tefja síðustu fimm mínúturnar og sagðist aldrei ætla að spila við mig fótboltaleik aftur á netinu, og það varð raunin.“Ragnar hefur í fleiri skipti orðið tapsár. Þannig var að strákarnir spiluðu lengi vel handbolta með Fylki en þeir voru ekki jafn sigursælir í handboltanum eins og í fótboltanum. Einu sinni töpuðu Árbæingar í Hafnarfirði.„Hann braut vaskinn í Haukaheimilinu. Pabbi hans og húsvörður urðu eftir til að laga það,“ segir Albert hlæjandi.Viðtalið í heild má heyra hér.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ekki bara Frakkar sem eiga yndislegar minningar frá Stade de France heldur við líka Í kvöld mæta strákarnir okkar heimamönnum í átta liða úrslitum á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakklandi. 3. júlí 2016 11:30 Þrumustuð og víkingahróp við Rauðu mylluna Hundruð Íslendinga hituðu upp fyrir stórleikinn gegn Frakklandi. 3. júlí 2016 08:00 EM í dag: Heilagur leikdagur í París - amen Tómas Þór Þórðarson og Kolbeinn Tumi Daðason sóttu innblástur til æðri máttarvalda fyrir stórleik strákanna okkar gegn Frakklandi í kvöld. 3. júlí 2016 11:00 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Sjá meira
Ekki bara Frakkar sem eiga yndislegar minningar frá Stade de France heldur við líka Í kvöld mæta strákarnir okkar heimamönnum í átta liða úrslitum á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakklandi. 3. júlí 2016 11:30
Þrumustuð og víkingahróp við Rauðu mylluna Hundruð Íslendinga hituðu upp fyrir stórleikinn gegn Frakklandi. 3. júlí 2016 08:00
EM í dag: Heilagur leikdagur í París - amen Tómas Þór Þórðarson og Kolbeinn Tumi Daðason sóttu innblástur til æðri máttarvalda fyrir stórleik strákanna okkar gegn Frakklandi í kvöld. 3. júlí 2016 11:00