Peugeot 3008 orðinn alvöru jepplingur Finnur Thorlacius skrifar 6. júlí 2016 09:42 Peugeot 3008 af nýrri kynslóð er gerbreyttur bíll. Nýr og gerbreyttur Peugeot 3008 er nú orðinn að alvöru jepplingi sem glímt getur við erfiða færð og eru nú 22 sentimetrar undir lægsta punkt hans. Hann er auk þess kominn með nýjan undirvagn, hefur lést um 100 kíló milli kynslóða, en er samt 8 sentimetrum lengri. Bíllinn fellur í flokkinn C-segment crossover. Þetta er önnur kynslóð bílsins og segja má að nýtt útlit hans hafi fyrst verið kynnt á bílasýningunni í París árið 2014 með tilraunabílnum Quartz og hefur 3008 erft margt frá þeim bíl. Bíllinn er nú mun meira fyrir augað og ekki veitir af vegna þeirrar miklu samkeppni sem í þessum bílaflokki er. Þar er að finna bíla eins og Kia Sportage, Hyundai Tucson, Nissan Qashqai, Volkswagen Tiguan, Renault Kadjar og Seat Ateca. Fjarlægð milli öxla hefur aukist um 6,2 cm og bætt aksturshæfni bílsins. Hann er nú miklu rúmari og með meira fótarými afturí og skottrými hefur aukist um 90 lítra og er 520 lítrar og 1.580 lítrar ef aftursætin eru niðri. Upplýsingaskjár bílsins er 12,3 tommur og gríðargott hljóðkerfi er í bílnum með 10 hátölurum, subwoofer og alls 515 wött. Vélarframboðið er mikið en alls má velja um 9 gerðir véla í bílinn, bensín- og dísilvélar allt frá 100 til 180 hestöfl. Peugeot mun kynna þessa nýju gerð 3008 á bílasýningunni í París í haust og strax í kjölfarið verður hann kominn á markað. Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent
Nýr og gerbreyttur Peugeot 3008 er nú orðinn að alvöru jepplingi sem glímt getur við erfiða færð og eru nú 22 sentimetrar undir lægsta punkt hans. Hann er auk þess kominn með nýjan undirvagn, hefur lést um 100 kíló milli kynslóða, en er samt 8 sentimetrum lengri. Bíllinn fellur í flokkinn C-segment crossover. Þetta er önnur kynslóð bílsins og segja má að nýtt útlit hans hafi fyrst verið kynnt á bílasýningunni í París árið 2014 með tilraunabílnum Quartz og hefur 3008 erft margt frá þeim bíl. Bíllinn er nú mun meira fyrir augað og ekki veitir af vegna þeirrar miklu samkeppni sem í þessum bílaflokki er. Þar er að finna bíla eins og Kia Sportage, Hyundai Tucson, Nissan Qashqai, Volkswagen Tiguan, Renault Kadjar og Seat Ateca. Fjarlægð milli öxla hefur aukist um 6,2 cm og bætt aksturshæfni bílsins. Hann er nú miklu rúmari og með meira fótarými afturí og skottrými hefur aukist um 90 lítra og er 520 lítrar og 1.580 lítrar ef aftursætin eru niðri. Upplýsingaskjár bílsins er 12,3 tommur og gríðargott hljóðkerfi er í bílnum með 10 hátölurum, subwoofer og alls 515 wött. Vélarframboðið er mikið en alls má velja um 9 gerðir véla í bílinn, bensín- og dísilvélar allt frá 100 til 180 hestöfl. Peugeot mun kynna þessa nýju gerð 3008 á bílasýningunni í París í haust og strax í kjölfarið verður hann kominn á markað.
Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent