Tónlist

Forhlustun á nýrri breiðskífu Júníus Meyvant á netinu

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Unnar Gísli var nær óþekktur þegar hann birtist fram á sviðið fullmótaður sem tónlistarmaður.
Unnar Gísli var nær óþekktur þegar hann birtist fram á sviðið fullmótaður sem tónlistarmaður. Vísir
Á föstudaginn gefur Júníus Meyvant út sína fyrstu breiðskífu en nafnlaus þröngskífa hans frá því var gefin út víðs vegar um heim á krafti lagsins Color Decay. Nýja platan heitir Floating Harmonies og nú þurfa óþolinmóður netverjar ekki að bíða sekúndunni lengur, því hægt er að forhlusta á plötuna í heild sinni á tónlistarvefnum The Line of Best Fit.

Einungis er hægt að hlusta á plötuna í gegnum síðu þeirra.

Júníus Meyvant er listamannanafn Unnars Gísla Sigmundssonar en hann er frá Vestmanneyjum. Nýja platan inniheldur 12 lög og valdi tónlistarvefurinn lagið Signals af plötunni sem lag dagsins í dag.

Júníus Meyvant kom fram á Hróarskeldu hátíðinni sem fram fór í Danmörku um helgina.

Platan kemur út hér á landi á vegum Record Records á föstudag en platan kemur samtímis út á netinu. Júníus Meyvant er einn þeirra sem kemur fram á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár en hann spilaði þar einnig í fyrra.

Fyrir þá sem ekki treysta sér af Vísi vefnum er hægt að sjá og heyra Júníus flytja lagið Signals hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.