Valentino lokaði tískuvikunni í París á dramatískan hátt Ritstjórn skrifar 7. júlí 2016 20:30 Það var ansi skemmtilegur blær yfir sýningu Valentino í París á dögunum. Myndir/Getty Valentino lokaði hátískuvikunni í París í gærkvöldi með vægast sagt dramatískri sýningu. Þá er ekki aðeins verið að tala um fötin heldur einnig tilkynningu frá yfirhönnuðum tískuhússins. Eftir sýninguna tilkynnti Maria Grazia sem er ein af tveimur yfirhönnuðum Valentino að hún væri á förum frá merkinu og muni taka við hjá Dior. Hún hefur starfað hjá Valentino í átta ár og getið sér gott orð. Það verður spennandi að sjá í hvaða átt hún mun fara með Dior en miðað við Valentino sýninguna þá verður það aðeins öðruvísi en aðdáendur Dior hafa þurft að venjast enda var fyrrverandi yfirhönnuður Dior, Raf Simons, með afar minímalískan stíl. Sýningin sem fór fram í gær í París minnti á tísku frá 19 öld sem er innblásin af kaþólsku kirkjunni og franska konungsveldinu. Það var mikið um pífur og háa kraga ásamt stórum kjólum með mikilli blúndu. Mest lesið Femínismi er orð ársins 2017 Glamour Uxatindar, vöruhönnun og húsgögn Glamour Saumaði skilaboð í kjólinn sinn Glamour Natalie Portman fékk þrefalt lægri laun en Ashton Kutcher Glamour 16 hlutir sem bara besta vinkona þín myndi segja þér um óléttu og fæðingar Glamour Stóra litablað Glamour er komið út Glamour Keira Knightley nýtt andlit Chanel Jewellery Glamour Danirnir kunna að klæða sig Glamour #IAmSizeSexy Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour
Valentino lokaði hátískuvikunni í París í gærkvöldi með vægast sagt dramatískri sýningu. Þá er ekki aðeins verið að tala um fötin heldur einnig tilkynningu frá yfirhönnuðum tískuhússins. Eftir sýninguna tilkynnti Maria Grazia sem er ein af tveimur yfirhönnuðum Valentino að hún væri á förum frá merkinu og muni taka við hjá Dior. Hún hefur starfað hjá Valentino í átta ár og getið sér gott orð. Það verður spennandi að sjá í hvaða átt hún mun fara með Dior en miðað við Valentino sýninguna þá verður það aðeins öðruvísi en aðdáendur Dior hafa þurft að venjast enda var fyrrverandi yfirhönnuður Dior, Raf Simons, með afar minímalískan stíl. Sýningin sem fór fram í gær í París minnti á tísku frá 19 öld sem er innblásin af kaþólsku kirkjunni og franska konungsveldinu. Það var mikið um pífur og háa kraga ásamt stórum kjólum með mikilli blúndu.
Mest lesið Femínismi er orð ársins 2017 Glamour Uxatindar, vöruhönnun og húsgögn Glamour Saumaði skilaboð í kjólinn sinn Glamour Natalie Portman fékk þrefalt lægri laun en Ashton Kutcher Glamour 16 hlutir sem bara besta vinkona þín myndi segja þér um óléttu og fæðingar Glamour Stóra litablað Glamour er komið út Glamour Keira Knightley nýtt andlit Chanel Jewellery Glamour Danirnir kunna að klæða sig Glamour #IAmSizeSexy Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour