BMW og Nissan í Formula E Finnur Thorlacius skrifar 8. júlí 2016 10:01 Frá Formula E keppninni. BMW hefur tengst Formula E keppnisröð rafmagnsbíla hingað til með því að útvega öryggisbíl til keppninnar í formi BMW i8 bíls, auk BMW i3 sjúkrabíla. Það gæti breyst á næstunni en BMW er nú að íhuga að vera með eigin keppnisbíla í þessari vaxandi keppnisröð. Nissan hefur ekki enn sem komið verið með keppnisbíla þar þó svo samstarfsfyrirtækið Renault hafi gert það. Þar á bæ er einnig mikill áhugi á að bætast við keppnisbílaflotann. Þetta gæti gerst bæði í tilfelli BMW og Nissan strax á næsta keppnistímabili. Nú þegar hafa 10 lið kynnt þátttöku sína á næsta tímabili, en gæti því fjölgað í 12 lið. Nissan þarf að leita samþykkis hjá Renault-Nissan Alliance áður en til þess kemur að Nissan bílar keppi við Renault bíla. Það kemur alls ekki á óvart að BMW og Nissan vilji gera sig gildandi í keppni rafmagnsbíla sé horft til þess hve mikla áherslu bæði fyrirtækin leggja á framleiðslu rafmagnsbíla til almennings. Nissan Leaf og BMW i3 og i8 bílarnir eru meðal söluhæstu rafmagnsbíla heims og reyndar er Nissan Leaf bíllinn sá allra söluhæsti. Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent
BMW hefur tengst Formula E keppnisröð rafmagnsbíla hingað til með því að útvega öryggisbíl til keppninnar í formi BMW i8 bíls, auk BMW i3 sjúkrabíla. Það gæti breyst á næstunni en BMW er nú að íhuga að vera með eigin keppnisbíla í þessari vaxandi keppnisröð. Nissan hefur ekki enn sem komið verið með keppnisbíla þar þó svo samstarfsfyrirtækið Renault hafi gert það. Þar á bæ er einnig mikill áhugi á að bætast við keppnisbílaflotann. Þetta gæti gerst bæði í tilfelli BMW og Nissan strax á næsta keppnistímabili. Nú þegar hafa 10 lið kynnt þátttöku sína á næsta tímabili, en gæti því fjölgað í 12 lið. Nissan þarf að leita samþykkis hjá Renault-Nissan Alliance áður en til þess kemur að Nissan bílar keppi við Renault bíla. Það kemur alls ekki á óvart að BMW og Nissan vilji gera sig gildandi í keppni rafmagnsbíla sé horft til þess hve mikla áherslu bæði fyrirtækin leggja á framleiðslu rafmagnsbíla til almennings. Nissan Leaf og BMW i3 og i8 bílarnir eru meðal söluhæstu rafmagnsbíla heims og reyndar er Nissan Leaf bíllinn sá allra söluhæsti.
Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent