Uppbótartíminn: Sjóðheitur Garðar sökkti Stjörnunni | Myndbönd 30. júní 2016 10:30 Erlendur Eiríksson er mættur aftur á völlinn og byrjaður að dæma á fullu. vísir/hanna Níunda umferð Pepsi-deildar karla 2016 í knattspyrnu kláraðist í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum og gagnrýnum nótum. Þessi sundurslitna umferð bauð upp á 19 mörk. Garðar Gunnlaugsson skoraði þrennu þegar ÍA lagði Stjörnuna að velli á Skaganum. Fjölnismenn skelltu KR-ingum á Extra-vellinum og Blikar kláruðu Eyjamenn á fyrstu sex mínútunum. Fylkir vann sinn fyrsta sigur en Þrótturum tókst ekki að vinna Ólsara þrátt fyrir að hafa fengið tvö mörk í forgjöf. Þá tryggði Emil Pálsson FH annan 0-1 sigur á erfiðum útivelli í röð.Umfjöllun og viðtöl úr öllum leikjum umferðarinnar:ÍA 4-2 StjarnanFylkir 1-0 VíkingurVíkingur Ó. 3-2 ÞrótturÍBV 0-2 BreiðablikFjölnir 3-1 KRValur 0-1 FHGarðar vantar aðeins eitt mark til að jafna markaskor sitt frá því í fyrra.vísir/antonGóð umferð fyrir ...... Garðar Gunnlaugsson Fylgdi mörkunum tveimur gegn KR eftir með þrennu í leiknum við Stjörnuna. Garðar er nú kominn með átta mörk í Pepsi-deildinni og er orðinn markahæstur. Það er allt auðveldara með sjóðheitan framherja eins og Skagamenn eru að kynnast. Garðar er búinn að skora jafn mörg mörk og KR og Þróttur og þremur fleiri en allt Fylkisliðið og er helsta ástæðan fyrir því að ÍA er fyrir ofan þessi lið í töflunni.... Hermann Hreiðarsson Loksins, loksins kom fyrsti sigurinn hjá Fylki eftir langa eyðimerkurgöngu. Hermanni Hreiðarssyni, þjálfara liðsins, er eflaust létt en hann hefur fengið talsvert mikla gagnrýni í sumar, bæði fyrir gengi liðsins og hegðun sína á hliðarlínunni. Eyjamaðurinn vann hins vegar vel fyrir kaupinu sínu gegn Víkingum en skiptingarnar hans breyttu leiknum. Varamennirnir komu inn af krafti og bjuggu til markið sem skildi liðin að.... Emil Pálsson Emil tryggði FH annan 1-0 sigurinn á erfiðum útivelli þegar hann skoraði eina mark leiksins gegn Val. Emil skoraði einnig sigurmarkið gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli og er kominn með þrjú mörk í Pepsi-deildinni í ár. Það hefur verið mikill stígandi í spilamennsku Emils í sumar og hann er farinn að minna á manninn sem var valinn leikmaður ársins í fyrra.Víkingar náðu ekki að brjóta Fylkisvörnina á bak aftur.vísir/eyþórErfið umferð fyrir ...... Þrótt Lærisveinar Greggs Ryder þurftu að svara fyrir 0-5 tap fyrir Fjölni í síðustu umferð og byrjuðu fullkomlega í Ólafsvík. Staðan var orðin 2-0 eftir tvær mínútur og allt leit svo vel út. En Þróttarar voru sjálfum sér verstir og köstuðu frá sér sigrinum með ömurlegum varnarleik. Liðið hefur fengið á sig langflest mörk allra í Pepsi-deildinni í sumar, eða 24 mörk. Þeir hafa verið sérstaklega veikir fyrir á lokakafla leikjanna og það verður að setja spurningarmerki við formið á liðinu.... Jonathan Glenn Trínídadinn virkaði yfirspenntur á sínum gamla heimavelli og var rekinn af velli á 82. mínútu eftir að hafa fengið að líta tvö gul spjöld. Sem betur fer fyrir hann voru Blikar með 2-0 forystu og góð tök á leiknum. Glenn fékk fyrra gula spjaldið fyrir leikaraskap og það seinna fyrir ljótt olnbogaskot. Olnbogarnir hjá Glenn voru hvassir í Eyjum en honum tókst líka að nefbrjóta Avni Pepa, fyrirliða ÍBV. Glenn á enn eftir að skora í sumar og gerir það allavega ekki meðan hann er í banni.... Stjörnumenn Garðbæingar voru með leikinn gegn ÍA í hendi sér, komust yfir með glæsimarki Brynjars Gauta Guðjónssonar snemma í seinni hálfleik og allt lék í lyndi. En síðan jöfnuðu Skagamenn og þá koðnuðu Stjörnumenn niður og fengu á sig tvö mörk til viðbótar. Þeir eru því aftur komnir á byrjunarreit eftir sigurinn á ÍBV. Stjörnumenn hafa aðeins unnið einn leik af síðustu átta í deild og bikar og hafa valdið miklum vonbrigðum. Hópurinn er ógnarsterkur en það vantar samt eitthvað í liðið.Hólmbert skoraði ekki gegn Fjölni, ekki frekar en gegn öðrum í deildinni.vísir/hannaTölfræðin og sagan: *Garðar Gunnlaugsson hefur skorað 5 mörk á síðustu 97 mínútum sínum í Pepsi-deildinni eða mark á 19 mínútna fresti. *Fyrir þrennu Garðars Gunnlaugsonar á móti Stjörnunni höfðu 4 síðustu þrennur á Akranesvelli verið skoraðar af leikmenn gestaliðsins. *Stjarnan náði í 9 stig í fyrstu 3 leikjum sínum í Pepsi-deildinni en hefur síðan aðeins náð í 5 stig í 6 leikjum. *Ólafsvíkingar hafa undanfarin tvö tímabil náð í 96 prósent stiga í boði í leikjum sínum í Ólafsvík (43 stig af 45). *Ólafsvíkingar hafa skorað fjögur sigurmörk á 75. mínútu eða síðar í Pepsi-deildinni í sumar. *Þróttarar hafa fengið á sig 3 mörk eða fleiri í 5 af 9 leikjum sínum í Pepsi-deildinni í sumar. *Markatala Þróttara í síðustu tveimur leikjum liðsins í Pepsi-deildinni er +2 á fyrsta hálftímnum (2-0) en svo -8 á síðustu 60 mínútunum (0-8). *Víkingar hafa ekki unnið Fylki í efstu deild síðan 1993 eða í 13 leikjum í röð (2 jafntefli, 11 Fylkissigrar). *Fylkisliðið hafði ekki haldið hreinu í 9 leikjum í röð í Pepsi-deildinni eða síðan að liðið mætti Víkingi R. síðast. *Fylkismenn hafa aðeins verið yfir í 6 prósent leiktímans í Pepsi-deildinni í sumar (46 mínútur af 810). Gunnar Nielsen hélt hreinu gegn Val.vísir/hannaSkemmtilegir punktar úr Boltavaktinni:Guðmundur Tómas Sigfússon á Hásteinsvelli: „Avni virðist vera nefbrotinn, líklega í fyrsta skiptið sem að maður á gula spjaldi nefbrýtur mótherja og heldur áfram inni á vellinum, alltaf sér maður eitthvað nýtt.“Stefán Árni Pálsson á Valsvellinum: „Það er akkúrat ekkert að gerast núna. Svolítið eins og að horfa á málningu þorna. Það verður bara að segjast alveg eins og er.“Jóhann Óli Eiðsson á Ólafsvíkurvelli: „Um tuttugu manns eru mættir í stúkuna til að styðja sína menn. Ég skil fólk sem ætlar að taka bílastúkuna enda veðrið ekki upp á marga fiska.“Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar: Garðar Gunnlaugsson, ÍA - 9 Pape Mamadou Faye, Víkingur Ó. - 3 Thiago Borges, Þróttur - 3 Kristian Larsen, Þróttur - 3 Viktor Jónsson, Víkingur - 3 Vladimir Tufegdzic, Víkingur - 3 Morten Beck Andersen, KR - 3Umræðan á #pepsi365Hvernig sný ég mér í því að gera Loga Ólafs að afa mínum ? Og já var aftur með Gadda Gull sem captain! #pepsi365#fotboltinet — Tandri Hrafn Mýrdal (@TandriHrafn) June 29, 2016Hvað ætli íslensk félagslið séu að tapa miklu i miðasölu á meðan EM er? 100 til 300 áhorfendur a leik. #veskið#pepsi365 — Helgi Thorsteins (@Helgith) June 29, 2016Það er svo fallegt við díselvélar að þegar þær hitna, þá ganga þær svo yndislega. Get ekki beðið eftir næsta leik #pepsi365#fotboltinet#ÍA — Heiðar Mar (@MarHeidar) June 29, 2016Ef Þróttur hefði unnið Víking Ó. væri kr í fallsæti #goddemitGump#pepsi365#hefðugottarþvíaðfalla#kæmusterkariaðári#Ink(r)asso #byggjaupp — Hugi Halldórsson (@hugihall) June 29, 2016@HoddiMagnusson vel gert hlakka til að sjá jökullinn Loga í #pepsimörkin. Hef bara heyrt sungið um hann hingað til #pepsi365 — OliK (@OKristjans) June 29, 2016Þróttarar voru jarðaðir í kirkjugarðinum í Ólafsvík! #Fotbolti#Pepsi365 — Ásta (@astakristny) June 28, 2016Fóru bara allir Ólsarar til Frakklands? Mæta fleiri á leiki í 3ju deildinni en eru á vellinum í Ólafsvík núna. #pepsi365 — Aron Elis (@AronElisArnason) June 28, 2016Logi Ólafs fer með pepsimörkin á hærra level #pepsi365 — Hrefna Ákadóttir (@hrefnaaka) June 29, 2016Markasyrpan úr 9. umferð Pepsi-deildar karla Flottasta mark 9. umferðarinnar Atvik 9. umferðarinnar Leikmaður 9. umferðarinnar Pepsi Max-deild karla Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira
Níunda umferð Pepsi-deildar karla 2016 í knattspyrnu kláraðist í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum og gagnrýnum nótum. Þessi sundurslitna umferð bauð upp á 19 mörk. Garðar Gunnlaugsson skoraði þrennu þegar ÍA lagði Stjörnuna að velli á Skaganum. Fjölnismenn skelltu KR-ingum á Extra-vellinum og Blikar kláruðu Eyjamenn á fyrstu sex mínútunum. Fylkir vann sinn fyrsta sigur en Þrótturum tókst ekki að vinna Ólsara þrátt fyrir að hafa fengið tvö mörk í forgjöf. Þá tryggði Emil Pálsson FH annan 0-1 sigur á erfiðum útivelli í röð.Umfjöllun og viðtöl úr öllum leikjum umferðarinnar:ÍA 4-2 StjarnanFylkir 1-0 VíkingurVíkingur Ó. 3-2 ÞrótturÍBV 0-2 BreiðablikFjölnir 3-1 KRValur 0-1 FHGarðar vantar aðeins eitt mark til að jafna markaskor sitt frá því í fyrra.vísir/antonGóð umferð fyrir ...... Garðar Gunnlaugsson Fylgdi mörkunum tveimur gegn KR eftir með þrennu í leiknum við Stjörnuna. Garðar er nú kominn með átta mörk í Pepsi-deildinni og er orðinn markahæstur. Það er allt auðveldara með sjóðheitan framherja eins og Skagamenn eru að kynnast. Garðar er búinn að skora jafn mörg mörk og KR og Þróttur og þremur fleiri en allt Fylkisliðið og er helsta ástæðan fyrir því að ÍA er fyrir ofan þessi lið í töflunni.... Hermann Hreiðarsson Loksins, loksins kom fyrsti sigurinn hjá Fylki eftir langa eyðimerkurgöngu. Hermanni Hreiðarssyni, þjálfara liðsins, er eflaust létt en hann hefur fengið talsvert mikla gagnrýni í sumar, bæði fyrir gengi liðsins og hegðun sína á hliðarlínunni. Eyjamaðurinn vann hins vegar vel fyrir kaupinu sínu gegn Víkingum en skiptingarnar hans breyttu leiknum. Varamennirnir komu inn af krafti og bjuggu til markið sem skildi liðin að.... Emil Pálsson Emil tryggði FH annan 1-0 sigurinn á erfiðum útivelli þegar hann skoraði eina mark leiksins gegn Val. Emil skoraði einnig sigurmarkið gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli og er kominn með þrjú mörk í Pepsi-deildinni í ár. Það hefur verið mikill stígandi í spilamennsku Emils í sumar og hann er farinn að minna á manninn sem var valinn leikmaður ársins í fyrra.Víkingar náðu ekki að brjóta Fylkisvörnina á bak aftur.vísir/eyþórErfið umferð fyrir ...... Þrótt Lærisveinar Greggs Ryder þurftu að svara fyrir 0-5 tap fyrir Fjölni í síðustu umferð og byrjuðu fullkomlega í Ólafsvík. Staðan var orðin 2-0 eftir tvær mínútur og allt leit svo vel út. En Þróttarar voru sjálfum sér verstir og köstuðu frá sér sigrinum með ömurlegum varnarleik. Liðið hefur fengið á sig langflest mörk allra í Pepsi-deildinni í sumar, eða 24 mörk. Þeir hafa verið sérstaklega veikir fyrir á lokakafla leikjanna og það verður að setja spurningarmerki við formið á liðinu.... Jonathan Glenn Trínídadinn virkaði yfirspenntur á sínum gamla heimavelli og var rekinn af velli á 82. mínútu eftir að hafa fengið að líta tvö gul spjöld. Sem betur fer fyrir hann voru Blikar með 2-0 forystu og góð tök á leiknum. Glenn fékk fyrra gula spjaldið fyrir leikaraskap og það seinna fyrir ljótt olnbogaskot. Olnbogarnir hjá Glenn voru hvassir í Eyjum en honum tókst líka að nefbrjóta Avni Pepa, fyrirliða ÍBV. Glenn á enn eftir að skora í sumar og gerir það allavega ekki meðan hann er í banni.... Stjörnumenn Garðbæingar voru með leikinn gegn ÍA í hendi sér, komust yfir með glæsimarki Brynjars Gauta Guðjónssonar snemma í seinni hálfleik og allt lék í lyndi. En síðan jöfnuðu Skagamenn og þá koðnuðu Stjörnumenn niður og fengu á sig tvö mörk til viðbótar. Þeir eru því aftur komnir á byrjunarreit eftir sigurinn á ÍBV. Stjörnumenn hafa aðeins unnið einn leik af síðustu átta í deild og bikar og hafa valdið miklum vonbrigðum. Hópurinn er ógnarsterkur en það vantar samt eitthvað í liðið.Hólmbert skoraði ekki gegn Fjölni, ekki frekar en gegn öðrum í deildinni.vísir/hannaTölfræðin og sagan: *Garðar Gunnlaugsson hefur skorað 5 mörk á síðustu 97 mínútum sínum í Pepsi-deildinni eða mark á 19 mínútna fresti. *Fyrir þrennu Garðars Gunnlaugsonar á móti Stjörnunni höfðu 4 síðustu þrennur á Akranesvelli verið skoraðar af leikmenn gestaliðsins. *Stjarnan náði í 9 stig í fyrstu 3 leikjum sínum í Pepsi-deildinni en hefur síðan aðeins náð í 5 stig í 6 leikjum. *Ólafsvíkingar hafa undanfarin tvö tímabil náð í 96 prósent stiga í boði í leikjum sínum í Ólafsvík (43 stig af 45). *Ólafsvíkingar hafa skorað fjögur sigurmörk á 75. mínútu eða síðar í Pepsi-deildinni í sumar. *Þróttarar hafa fengið á sig 3 mörk eða fleiri í 5 af 9 leikjum sínum í Pepsi-deildinni í sumar. *Markatala Þróttara í síðustu tveimur leikjum liðsins í Pepsi-deildinni er +2 á fyrsta hálftímnum (2-0) en svo -8 á síðustu 60 mínútunum (0-8). *Víkingar hafa ekki unnið Fylki í efstu deild síðan 1993 eða í 13 leikjum í röð (2 jafntefli, 11 Fylkissigrar). *Fylkisliðið hafði ekki haldið hreinu í 9 leikjum í röð í Pepsi-deildinni eða síðan að liðið mætti Víkingi R. síðast. *Fylkismenn hafa aðeins verið yfir í 6 prósent leiktímans í Pepsi-deildinni í sumar (46 mínútur af 810). Gunnar Nielsen hélt hreinu gegn Val.vísir/hannaSkemmtilegir punktar úr Boltavaktinni:Guðmundur Tómas Sigfússon á Hásteinsvelli: „Avni virðist vera nefbrotinn, líklega í fyrsta skiptið sem að maður á gula spjaldi nefbrýtur mótherja og heldur áfram inni á vellinum, alltaf sér maður eitthvað nýtt.“Stefán Árni Pálsson á Valsvellinum: „Það er akkúrat ekkert að gerast núna. Svolítið eins og að horfa á málningu þorna. Það verður bara að segjast alveg eins og er.“Jóhann Óli Eiðsson á Ólafsvíkurvelli: „Um tuttugu manns eru mættir í stúkuna til að styðja sína menn. Ég skil fólk sem ætlar að taka bílastúkuna enda veðrið ekki upp á marga fiska.“Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar: Garðar Gunnlaugsson, ÍA - 9 Pape Mamadou Faye, Víkingur Ó. - 3 Thiago Borges, Þróttur - 3 Kristian Larsen, Þróttur - 3 Viktor Jónsson, Víkingur - 3 Vladimir Tufegdzic, Víkingur - 3 Morten Beck Andersen, KR - 3Umræðan á #pepsi365Hvernig sný ég mér í því að gera Loga Ólafs að afa mínum ? Og já var aftur með Gadda Gull sem captain! #pepsi365#fotboltinet — Tandri Hrafn Mýrdal (@TandriHrafn) June 29, 2016Hvað ætli íslensk félagslið séu að tapa miklu i miðasölu á meðan EM er? 100 til 300 áhorfendur a leik. #veskið#pepsi365 — Helgi Thorsteins (@Helgith) June 29, 2016Það er svo fallegt við díselvélar að þegar þær hitna, þá ganga þær svo yndislega. Get ekki beðið eftir næsta leik #pepsi365#fotboltinet#ÍA — Heiðar Mar (@MarHeidar) June 29, 2016Ef Þróttur hefði unnið Víking Ó. væri kr í fallsæti #goddemitGump#pepsi365#hefðugottarþvíaðfalla#kæmusterkariaðári#Ink(r)asso #byggjaupp — Hugi Halldórsson (@hugihall) June 29, 2016@HoddiMagnusson vel gert hlakka til að sjá jökullinn Loga í #pepsimörkin. Hef bara heyrt sungið um hann hingað til #pepsi365 — OliK (@OKristjans) June 29, 2016Þróttarar voru jarðaðir í kirkjugarðinum í Ólafsvík! #Fotbolti#Pepsi365 — Ásta (@astakristny) June 28, 2016Fóru bara allir Ólsarar til Frakklands? Mæta fleiri á leiki í 3ju deildinni en eru á vellinum í Ólafsvík núna. #pepsi365 — Aron Elis (@AronElisArnason) June 28, 2016Logi Ólafs fer með pepsimörkin á hærra level #pepsi365 — Hrefna Ákadóttir (@hrefnaaka) June 29, 2016Markasyrpan úr 9. umferð Pepsi-deildar karla Flottasta mark 9. umferðarinnar Atvik 9. umferðarinnar Leikmaður 9. umferðarinnar
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira