Laxá í Dölum enn ein áin til að opna með glæsibrag Karl Lúðvíksson skrifar 30. júní 2016 14:00 Harpa Hlín Þórðardóttir með 96 sm lax úr Laxá í Dölum Mynd: Stefán Sigurðsson Síðustu laxveiðiárnar eru að opna fyrir veiði þessa dagana og ein af þeim er Laxá í Dölum. Laxá í Dölum verður seint talin til þeirra laxveiðiáa sem veiðimenn gera væntingar til að eigi góðar opnanir. Menn eru almennt sáttir þegar 5-10 laxar veiðast í fyrsta hollinu og það þykir bara ágætt. Staðan núna er aftur á móti sú að í gærkvöldi var hollið búið að landa 34 löxum á þrjár stangir og þá var öll morgunvaktin eftir. "Við bjuggumst aldrei við viðlíka opnun en við hefðum alveg verið sátt við fimm laxa í túrnum. En að vera komin í 34 er eitthvað sem ég hefði aldrei getað séð fyrir" sagði Stefán Sigurðsson hjá Iceland Outfitters þegar við heyrðum í honum í dag. Eiginkona Stefáns getur heldur betur gengið sátt frá þessari opnun því hún landaði sínum stærsta laxi en hann var 96 sm hængur sem lét hafa aðeins fyrir sér. "Það er ótrúlegt að sjá hvað það er mikið af laxi í ánni og fyrir utan að sjá mikið af vænum tveggja ára laxi er eins árs laxinn að hellast inn líka svo það verður gaman að sjá hvað gerist hér næstu daga" sagði Stefán frá bökkum Laxár í Dölum. Mest lesið Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Metlax úr Selá í dag: Vopnafjarðarárnar fullar af laxi Veiði Fín veiði í nettustu á landsins Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Nokkrir risar úr Affallinu Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði Höfum misst stjórn á refastofninum Veiði Morgun og kvöldvakt gáfu samtals 71 lax Veiði 255 laxa opnunarholl í Ytri Rangá Veiði
Síðustu laxveiðiárnar eru að opna fyrir veiði þessa dagana og ein af þeim er Laxá í Dölum. Laxá í Dölum verður seint talin til þeirra laxveiðiáa sem veiðimenn gera væntingar til að eigi góðar opnanir. Menn eru almennt sáttir þegar 5-10 laxar veiðast í fyrsta hollinu og það þykir bara ágætt. Staðan núna er aftur á móti sú að í gærkvöldi var hollið búið að landa 34 löxum á þrjár stangir og þá var öll morgunvaktin eftir. "Við bjuggumst aldrei við viðlíka opnun en við hefðum alveg verið sátt við fimm laxa í túrnum. En að vera komin í 34 er eitthvað sem ég hefði aldrei getað séð fyrir" sagði Stefán Sigurðsson hjá Iceland Outfitters þegar við heyrðum í honum í dag. Eiginkona Stefáns getur heldur betur gengið sátt frá þessari opnun því hún landaði sínum stærsta laxi en hann var 96 sm hængur sem lét hafa aðeins fyrir sér. "Það er ótrúlegt að sjá hvað það er mikið af laxi í ánni og fyrir utan að sjá mikið af vænum tveggja ára laxi er eins árs laxinn að hellast inn líka svo það verður gaman að sjá hvað gerist hér næstu daga" sagði Stefán frá bökkum Laxár í Dölum.
Mest lesið Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Metlax úr Selá í dag: Vopnafjarðarárnar fullar af laxi Veiði Fín veiði í nettustu á landsins Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Nokkrir risar úr Affallinu Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði Höfum misst stjórn á refastofninum Veiði Morgun og kvöldvakt gáfu samtals 71 lax Veiði 255 laxa opnunarholl í Ytri Rangá Veiði