Með verri vitund Guðmundur Andri Thorsson skrifar 20. júní 2016 07:00 Umheimurinn fylgist skelkaður með framgangi Donalds Trump í bandarísku forsetakosningunum. Það er ein af ráðgátum seinni tíma hversu vel honum hefur vegnað og gefur ekki ástæðu til bjartsýni um stjórnmálaþróun næstu ára. Sennilega þurfum við ekki að óttast að kauði verði á endanum kosinn forseti – en hvað svo sem veit maður? Hann hefur þegar náð miklu meiri árangri en nokkurn óraði fyrir.Wrestling-væðing stjórmálanna Donald Trump er eins og vondi kallinn í Batman-mynd. Hann dáleiðir lýðinn með einföldum orðum og sjónarspili; stórkarlalegum yfirlýsingum og mannalátum, firrum og froðufellingum. Hann er hinn karnívalíski frambjóðandi; hefur endaskipti á staðreyndum og fádæma ruddalegt fas, gerir allt sem ekki má; hann er Hans Klaufi sem kom á geithafri með drullu og dauða kráku til að vinna hylli konungsdótturinnar. Hann kemur fram sem fulltrúi hinna allslausu sem engin tækifæri fá og hafa verið settir hjá í glórulausri þróun einsprósents-kapítalismans, sem um síðir mun tortíma sjálfum sér. En sjálfur er Trump dekraður forréttindapési sem sóað hefur ævintýralegum föðurauði í heimskupör og sjálfsdýrðarbrölt, án þess að verulega hafi gengið á sjóðinn. Hann geiflar sig eins og Mussolini og gargar eins og Hitler; eins og þeir hefur hann ekki til að bera snefil af þokka og er gjörsneyddur annarri útgeislun en þeirri sem nógu öflugt hatur getur hugsanlega kreist fram kringum þig. Áhorfendur lyfta honum, múgurinn skapar hann. Stemmningin á samkomum hans er eins og á rokktónleikum þar sem allir eru komnir saman til að stilla saman hugi sína og fá styrk af fjöldanum; múgurinn getur verið ægilegt afl því að einstaklingarnir afsala sér eigin gagnrýnni hugsun þar. Fastur liður á þessum skemmtunum er þegar athyglin beinist að einhverjum sem kominn er til að mótmæla yfirgengilegum málflutningnum – þá veinar frambjóðandinn á mótmælendur og sigar múgnum á þá, segist munu greiða allan kostnað við hugsanlegar bætur og málsóknir en gefur nánast grænt ljós á að gengið sé í skrokk á mótmælendunum. Sennilega er þetta allt saman sviðsett eins og svo margt kringum Trump; framboð hans er vitnisburður um Wrestling-væðingu stjórnmálanna þar vestra en sú svonefnda íþrótt er sem kunnugt er eitt samfellt leikrit. Donald Trump virkar á mann sem gegnheilt feik. Sjónarspil þar sem ofbeldið er dýrkað í öllum sínum ömurlegu myndum.Að veita heimskunni lögmæti Rasisminn er alltaf gegn betri vitund; með verri vitund. Auðvitað veit flest fólk ósköp vel að maður á ekki að dæma milljarða manna eftir framgöngu nokkurra glæpamanna eða ærðra öfgamanna – sjálfur er ég til dæmis einhvers konar útgáfa af hvítum, kristnum, miðaldra karlmanni sem ann sínu landi og þjóð, en ég myndi aldrei vilja láta dæma mig eftir hryðjuverkamanninum sem myrti nú nýlega þá skeleggu ensku þingkonu Jo Cox, æpandi sína útgáfu af Alla Akhbar – Bretlandi allt, eða eitthvað þess háttar. Eins sér fólk upp til hópa að það er fullkomlega galin hugmynd að reka alla múslima burt frá Bandaríkjunum í kjölfar þess að frústreraður skápahommi framdi hryðjuverk í Orlando þegar hann skaut fólk af handahófi inni á klúbbi hinsegin fólks, þótt hann segðist að vísu vera áhangandi ISIS. En Trump fær ískyggilega mikinn hljómgrunn í verri vitund fólks með sinn skelfilega hatursáróður; sem einna helst má kannski líkja við rausið í sumum klerkum í moskum hér og þar, þegar þeir predika hatur á samfélaginu sem þeir og áheyrendurnir búa í. Þetta er sama liðið; hatursliðið gegn okkur venjulegu fólki. Hjá áhangendum Trump blandast reiði yfir óréttlæti og andúð á forréttindum saman við tortryggni gagnvart því sem vísindi og fjölmiðlar og aðrar opinberar sannleiksveitur segja okkur um heiminn. Þetta hugarástand sem Trump hefur tekist að virkja breiðist út um Bandaríkin og á það duga engin rök eða upplýsingar, því að áhangendur hans verða bara enn reiðari þegar þeir eru leiðréttir. Þeir vilja vera reiðir. Þeir finna til sín í reiðinni og ofsanum og því fylgir einhvers konar fró að taka sér stöðu í firrunni. Hver segir að jörðin sé kringlótt? Hvar stendur að við séum komin af öpum? Og mættum við fá að sjá fæðingarvottorð Obama! Nú kemur repúblikönum í koll að hafa um árabil leitast við að grafa sífellt undan skynsemi, upplýsingu og þekkingu í málflutningi sínum; þeir buðu meira að segja upp á – og fengu kosinn – Georg W. Bush á sínum tíma sem frá fyrstu tíð talaði og hagaði sér sem eindregið flón, og reyndist líka slíkur sem forseti. Kannski verður Trump ekki kosinn. En með framgöngu sinni hefur hann veitt heimskunni enn meira lögmæti en áður. Hann hefur fært út mörk hins ásættanlega í málflutningi. Hann er fulltrúi valdhyggju og ofbeldisdýrkunar. Hann greiðir götuna fyrir fasismann, sem nú ríður í hlað, eins og sagði forðum í klassísku kvæði Þórarins Eldjárns, Góður gestur á Bakka, þar sem allt er satt og rétt, nema hugsanlega þessi lína hér, í tilviki Trumps að minnsta kosti: „Velgreiddur maður í vönduðum jakka …“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. júní Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bretland Donald Trump Guðmundur Andri Thorsson Morðið á Jo Cox Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Umheimurinn fylgist skelkaður með framgangi Donalds Trump í bandarísku forsetakosningunum. Það er ein af ráðgátum seinni tíma hversu vel honum hefur vegnað og gefur ekki ástæðu til bjartsýni um stjórnmálaþróun næstu ára. Sennilega þurfum við ekki að óttast að kauði verði á endanum kosinn forseti – en hvað svo sem veit maður? Hann hefur þegar náð miklu meiri árangri en nokkurn óraði fyrir.Wrestling-væðing stjórmálanna Donald Trump er eins og vondi kallinn í Batman-mynd. Hann dáleiðir lýðinn með einföldum orðum og sjónarspili; stórkarlalegum yfirlýsingum og mannalátum, firrum og froðufellingum. Hann er hinn karnívalíski frambjóðandi; hefur endaskipti á staðreyndum og fádæma ruddalegt fas, gerir allt sem ekki má; hann er Hans Klaufi sem kom á geithafri með drullu og dauða kráku til að vinna hylli konungsdótturinnar. Hann kemur fram sem fulltrúi hinna allslausu sem engin tækifæri fá og hafa verið settir hjá í glórulausri þróun einsprósents-kapítalismans, sem um síðir mun tortíma sjálfum sér. En sjálfur er Trump dekraður forréttindapési sem sóað hefur ævintýralegum föðurauði í heimskupör og sjálfsdýrðarbrölt, án þess að verulega hafi gengið á sjóðinn. Hann geiflar sig eins og Mussolini og gargar eins og Hitler; eins og þeir hefur hann ekki til að bera snefil af þokka og er gjörsneyddur annarri útgeislun en þeirri sem nógu öflugt hatur getur hugsanlega kreist fram kringum þig. Áhorfendur lyfta honum, múgurinn skapar hann. Stemmningin á samkomum hans er eins og á rokktónleikum þar sem allir eru komnir saman til að stilla saman hugi sína og fá styrk af fjöldanum; múgurinn getur verið ægilegt afl því að einstaklingarnir afsala sér eigin gagnrýnni hugsun þar. Fastur liður á þessum skemmtunum er þegar athyglin beinist að einhverjum sem kominn er til að mótmæla yfirgengilegum málflutningnum – þá veinar frambjóðandinn á mótmælendur og sigar múgnum á þá, segist munu greiða allan kostnað við hugsanlegar bætur og málsóknir en gefur nánast grænt ljós á að gengið sé í skrokk á mótmælendunum. Sennilega er þetta allt saman sviðsett eins og svo margt kringum Trump; framboð hans er vitnisburður um Wrestling-væðingu stjórnmálanna þar vestra en sú svonefnda íþrótt er sem kunnugt er eitt samfellt leikrit. Donald Trump virkar á mann sem gegnheilt feik. Sjónarspil þar sem ofbeldið er dýrkað í öllum sínum ömurlegu myndum.Að veita heimskunni lögmæti Rasisminn er alltaf gegn betri vitund; með verri vitund. Auðvitað veit flest fólk ósköp vel að maður á ekki að dæma milljarða manna eftir framgöngu nokkurra glæpamanna eða ærðra öfgamanna – sjálfur er ég til dæmis einhvers konar útgáfa af hvítum, kristnum, miðaldra karlmanni sem ann sínu landi og þjóð, en ég myndi aldrei vilja láta dæma mig eftir hryðjuverkamanninum sem myrti nú nýlega þá skeleggu ensku þingkonu Jo Cox, æpandi sína útgáfu af Alla Akhbar – Bretlandi allt, eða eitthvað þess háttar. Eins sér fólk upp til hópa að það er fullkomlega galin hugmynd að reka alla múslima burt frá Bandaríkjunum í kjölfar þess að frústreraður skápahommi framdi hryðjuverk í Orlando þegar hann skaut fólk af handahófi inni á klúbbi hinsegin fólks, þótt hann segðist að vísu vera áhangandi ISIS. En Trump fær ískyggilega mikinn hljómgrunn í verri vitund fólks með sinn skelfilega hatursáróður; sem einna helst má kannski líkja við rausið í sumum klerkum í moskum hér og þar, þegar þeir predika hatur á samfélaginu sem þeir og áheyrendurnir búa í. Þetta er sama liðið; hatursliðið gegn okkur venjulegu fólki. Hjá áhangendum Trump blandast reiði yfir óréttlæti og andúð á forréttindum saman við tortryggni gagnvart því sem vísindi og fjölmiðlar og aðrar opinberar sannleiksveitur segja okkur um heiminn. Þetta hugarástand sem Trump hefur tekist að virkja breiðist út um Bandaríkin og á það duga engin rök eða upplýsingar, því að áhangendur hans verða bara enn reiðari þegar þeir eru leiðréttir. Þeir vilja vera reiðir. Þeir finna til sín í reiðinni og ofsanum og því fylgir einhvers konar fró að taka sér stöðu í firrunni. Hver segir að jörðin sé kringlótt? Hvar stendur að við séum komin af öpum? Og mættum við fá að sjá fæðingarvottorð Obama! Nú kemur repúblikönum í koll að hafa um árabil leitast við að grafa sífellt undan skynsemi, upplýsingu og þekkingu í málflutningi sínum; þeir buðu meira að segja upp á – og fengu kosinn – Georg W. Bush á sínum tíma sem frá fyrstu tíð talaði og hagaði sér sem eindregið flón, og reyndist líka slíkur sem forseti. Kannski verður Trump ekki kosinn. En með framgöngu sinni hefur hann veitt heimskunni enn meira lögmæti en áður. Hann hefur fært út mörk hins ásættanlega í málflutningi. Hann er fulltrúi valdhyggju og ofbeldisdýrkunar. Hann greiðir götuna fyrir fasismann, sem nú ríður í hlað, eins og sagði forðum í klassísku kvæði Þórarins Eldjárns, Góður gestur á Bakka, þar sem allt er satt og rétt, nema hugsanlega þessi lína hér, í tilviki Trumps að minnsta kosti: „Velgreiddur maður í vönduðum jakka …“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. júní
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun