Tónlist

Kaleo beint í 15. sætið á Billboard

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Strákarnir í Kaleo árita plötur í Los Angeles fyrr í mánuðinum.
Strákarnir í Kaleo árita plötur í Los Angeles fyrr í mánuðinum. Vísir/Getty
A/B fyrsta plata íslensku hljómsveitarinnar Kaleo sem gefin út á erlendum markaði fór beint í 15. sætið af 200 á Billboard-vinsældalistanum en fyrsta vika plötunnar á listanum gengur nú í garð.

A/B er önnur plata sem Kaleo gefur út á Íslandi en frumraun þeirra hér á landi kom út árið 2013 og sló í gegn.

Sveitin vakti fyrst athygli þegar þeir tóku ábreiðu af hinu sívinsæla lagi Vor í vaglaskógi en lagið kom út sumarið 2013 og naut mikilla vinsælda. Síðan þá hefur frægðarsól Kaleo risið hægt og bítandi og njóta þeir nú töluverðrar velgengni í Bandaríkjunum eins og sætið á Billboard gefur til kynna.  


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.