Algjör mokveiði við opnun Ytri Rangár Karl Lúðvíksson skrifar 23. júní 2016 14:48 Tekist á við lax á Rangárflúðum í morgun Mynd: Jóhannes Hinriksson Ytri Rangá opnaði fyrir veiðimönnum í morgun og það er ljóst að met hefur verið slegið í fjölda laxa á fyrstu vakt. Svo til allar laxveiðiárnar sem hafa opnað fyrir veiði hafa átt frábæran fyrsta dag en það er ekkert sem hefur hingað til eða á eftir að ná veislunni sem var við bakka Ytri Rangá í morgun. Samtals komu 87 laxar á land fyrir hádegi og þar af var ein os sama stöngin með 32 laxa og þar af 24 stórlaxa. Áin hefur skilað svona morgnum á bestu dögunum á besta tímanum en að sjá svona veiðitölu á fyrsta degi er algjörlega fáheyrt. Allir helstu veiðistaðir eru inni en að venju er Djúpós mjög sterkur sem og Tjarnarbreiða en mikið af laxi er líka í Ægissíðufossi, Staur og Hrafnakletta. Aðstæður voru hinar bestu í morgun og voru veiðimenn jafnvel að spreyta sig á að hitcha suma staðina með góðum árangri en það er taktík sem ekki er notuð mikið svona á fyrsta degi. Það má alveg reikna með að lokatala dagsins teygi sig í 150 laxa en þá er það líka þannig met að erfitt verður að slá það. Mest lesið Góð veiði á Skagaheiði Veiði Rysjótt rjúpnavertíð Veiði Sjaldan fleiri laxaseiði í Langá Veiði Litlar breytingar í Elliðavatni - aðeins veitt á flugu í Hólmsá Veiði Skæður í urriða og jafnvel lax Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði Morgun og kvöldvakt gáfu samtals 71 lax Veiði Minnkandi vinsældir Alviðru í Soginu Veiði Metlax úr Selá í dag: Vopnafjarðarárnar fullar af laxi Veiði Ljósmyndakeppni meðal skotveiðimanna Veiði
Ytri Rangá opnaði fyrir veiðimönnum í morgun og það er ljóst að met hefur verið slegið í fjölda laxa á fyrstu vakt. Svo til allar laxveiðiárnar sem hafa opnað fyrir veiði hafa átt frábæran fyrsta dag en það er ekkert sem hefur hingað til eða á eftir að ná veislunni sem var við bakka Ytri Rangá í morgun. Samtals komu 87 laxar á land fyrir hádegi og þar af var ein os sama stöngin með 32 laxa og þar af 24 stórlaxa. Áin hefur skilað svona morgnum á bestu dögunum á besta tímanum en að sjá svona veiðitölu á fyrsta degi er algjörlega fáheyrt. Allir helstu veiðistaðir eru inni en að venju er Djúpós mjög sterkur sem og Tjarnarbreiða en mikið af laxi er líka í Ægissíðufossi, Staur og Hrafnakletta. Aðstæður voru hinar bestu í morgun og voru veiðimenn jafnvel að spreyta sig á að hitcha suma staðina með góðum árangri en það er taktík sem ekki er notuð mikið svona á fyrsta degi. Það má alveg reikna með að lokatala dagsins teygi sig í 150 laxa en þá er það líka þannig met að erfitt verður að slá það.
Mest lesið Góð veiði á Skagaheiði Veiði Rysjótt rjúpnavertíð Veiði Sjaldan fleiri laxaseiði í Langá Veiði Litlar breytingar í Elliðavatni - aðeins veitt á flugu í Hólmsá Veiði Skæður í urriða og jafnvel lax Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði Morgun og kvöldvakt gáfu samtals 71 lax Veiði Minnkandi vinsældir Alviðru í Soginu Veiði Metlax úr Selá í dag: Vopnafjarðarárnar fullar af laxi Veiði Ljósmyndakeppni meðal skotveiðimanna Veiði