Brot safnar fyrir frumraun sinni Birgir Örn Steinarsson skrifar 24. júní 2016 14:30 Hljómsveitin Brot (f.v.) Gunnar, Jóhann, Arnar og Óskar eru allir reynsluboltar í rokkinu. Vísir/Brot Rokkhljómsveitin Brot er ný á nálinni þrátt fyrir að liðsmenn hennar hafi verið viðriðnir tónlistarbransann í rúm 20 ár. Sveitin samanstendur af fjórum vinum sem hafa þekkst í nokkur ár en hafa þó aldrei áður verið allir saman í hljómsveit. Liðsmenn Brot eru Arnar Sigurðarson gítarleikari, Jóhann Rafnsson trommari, Óskar Birgisson bassaleikari og Gunnar Sigurðsson söngvari. Arnar og Jóhann voru fyrst saman í dauðarokksveitinni Clockwork Diabolus fyrir rúmum 20 árum síðan. Svo skildust leiðir en tónlistaráhuginn dró þá félaga aftur saman. „Þetta gerðist allt svo eðlilega,“ segir Arnar gítarleikari. „Við höfum nokkrir úr Brot verið saman í hljómsveitum áður en aldrei allir í sömu sveitinni. Svo var bara ákveðið að kýla í aftur og þetta var mjög gaman og gekk vel. Lögin urðu til og voru frambærileg og við erum mjög ánægðir með þetta.“Spila á Eistnaflugi í árSveitin byrjaði á því að fikra sig áfram í upptökum og er fyrsta platan tilbúin. Nú biðla þeir til tónlistarunnenda um að styrkja sig við útgáfuna en það geta þeir gert sem vilja í gegnum Karolinafund. Um 25% þess fjármagns sem vantar hefur þegar safnast en tvær vikur eru í það að söfnuninni ljúki. „Ég hef aldrei reynt að skilgreina þessa tónlist á nokkurn máta. Það hefur aldrei verið útgangspunktur í tónlistinni að reyna skilgreina hana. Það er eflaust fullt af áhrifum þarna en ég held að lýsingin rokk sé ágætis útgangspunktur.“ Brot kemur fram á Eistnaflugi í ár og ætlar þar að frumflytja mörg þeirra laga sem á plötunni verða. Hægt er að fylgjast með sveitinni á Facebook síðu þeirra en þar má heyra brot af þeim lögum sem á plötunni verða.Hér fyrir neðan má sjá kynningarmyndband af sveitinni. Tónlist Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið NIVEA kynnir fyrstu hreinsivöruna með 5% serum Lífið samstarf Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Rokkhljómsveitin Brot er ný á nálinni þrátt fyrir að liðsmenn hennar hafi verið viðriðnir tónlistarbransann í rúm 20 ár. Sveitin samanstendur af fjórum vinum sem hafa þekkst í nokkur ár en hafa þó aldrei áður verið allir saman í hljómsveit. Liðsmenn Brot eru Arnar Sigurðarson gítarleikari, Jóhann Rafnsson trommari, Óskar Birgisson bassaleikari og Gunnar Sigurðsson söngvari. Arnar og Jóhann voru fyrst saman í dauðarokksveitinni Clockwork Diabolus fyrir rúmum 20 árum síðan. Svo skildust leiðir en tónlistaráhuginn dró þá félaga aftur saman. „Þetta gerðist allt svo eðlilega,“ segir Arnar gítarleikari. „Við höfum nokkrir úr Brot verið saman í hljómsveitum áður en aldrei allir í sömu sveitinni. Svo var bara ákveðið að kýla í aftur og þetta var mjög gaman og gekk vel. Lögin urðu til og voru frambærileg og við erum mjög ánægðir með þetta.“Spila á Eistnaflugi í árSveitin byrjaði á því að fikra sig áfram í upptökum og er fyrsta platan tilbúin. Nú biðla þeir til tónlistarunnenda um að styrkja sig við útgáfuna en það geta þeir gert sem vilja í gegnum Karolinafund. Um 25% þess fjármagns sem vantar hefur þegar safnast en tvær vikur eru í það að söfnuninni ljúki. „Ég hef aldrei reynt að skilgreina þessa tónlist á nokkurn máta. Það hefur aldrei verið útgangspunktur í tónlistinni að reyna skilgreina hana. Það er eflaust fullt af áhrifum þarna en ég held að lýsingin rokk sé ágætis útgangspunktur.“ Brot kemur fram á Eistnaflugi í ár og ætlar þar að frumflytja mörg þeirra laga sem á plötunni verða. Hægt er að fylgjast með sveitinni á Facebook síðu þeirra en þar má heyra brot af þeim lögum sem á plötunni verða.Hér fyrir neðan má sjá kynningarmyndband af sveitinni.
Tónlist Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið NIVEA kynnir fyrstu hreinsivöruna með 5% serum Lífið samstarf Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira