Matt LeBlanc hættir í Top Gear ef Chris Evans verður áfram Finnur Thorlacius skrifar 27. júní 2016 09:58 Matt LeBlanc og Chris Evans eru ekki beint vinir þessa dagana. Svo virðist sem margir séu orðnir þreyttir á stöðugum yfirgangi og ókurteisi aðalþáttastjórnandans í nýju Top Gear bílaþáttunum. Fyrrum Friends-leikarinn Matt LeBlanc sem gekk til liðs við Top Gear í þessum nýju þáttum hefur látið hafa eftir sér að hann muni hætta að starfa við þættina ef Chris Evans verður ekki rekinn. Fyrsta þáttaröðin eftir brotthvarf þeirra Jeremy Clarkson, Richard Hammond og James May er tilbúin og er verið að sýna hana þessa dagana, en til stendur að hefja tökur á næstu þáttaröð í september og Matt LeBlanc verður ekki með í þeim ef Chris Evans verður ennþá við stjórnvölinn. BBC, sem framleiðir Top Gear þættina þarf því að gera upp á milli þeirra beggja, víst er að þeir verða ekki báðir í næstu þáttaröð. Það er þó ekki eina vandamálið sem BBC glímir við og svo virðist sem starfsfólk þáttanna nú smelli alls ekki saman, en stærsta ástæða þess er hve ósamvinnuþýður aðalþáttastjórnandinn, Chris Evans, er og Matt LeBlanc því ekki einn á báti er kemur að samskiptum við hann. Því blasir kannski við BBC mönnum að lausnin sé fólgin í brotthvarfi hans. Svo virðist sem Chris Evans sé að auki afar öfundsjúkur útí Chris Harris og Rory Ried fyrir þá jákvæðu athygli sem þeir tveir hafa hlotið í nýju þáttunum og viðbrögð Chris Evans vegna þess eru þau að hann á vart orðastað við þá. Áhorf á nýju þættina hefur verið fremur dræm í samanburði við þá eldri. Á fyrsta þáttinn horfðu 4,4 milljónir manna í Bretlandi, 2,8 milljónir á annan þátt, 2,4 milljónir á þann þriðja og 2,3 milljónir á þann fjórða og sá fimmti var sýndur um helgina en tölur um áhorf á hann liggja ekki fyrir. Leiðin liggur því niður á við og það munu BBC menn ekki sætta sig við lengi. Því má segja að framtíð þáttanna sé í hættu, en því má ef til vill breyta með brotthvarfi Chris Evans. Mest lesið Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent
Svo virðist sem margir séu orðnir þreyttir á stöðugum yfirgangi og ókurteisi aðalþáttastjórnandans í nýju Top Gear bílaþáttunum. Fyrrum Friends-leikarinn Matt LeBlanc sem gekk til liðs við Top Gear í þessum nýju þáttum hefur látið hafa eftir sér að hann muni hætta að starfa við þættina ef Chris Evans verður ekki rekinn. Fyrsta þáttaröðin eftir brotthvarf þeirra Jeremy Clarkson, Richard Hammond og James May er tilbúin og er verið að sýna hana þessa dagana, en til stendur að hefja tökur á næstu þáttaröð í september og Matt LeBlanc verður ekki með í þeim ef Chris Evans verður ennþá við stjórnvölinn. BBC, sem framleiðir Top Gear þættina þarf því að gera upp á milli þeirra beggja, víst er að þeir verða ekki báðir í næstu þáttaröð. Það er þó ekki eina vandamálið sem BBC glímir við og svo virðist sem starfsfólk þáttanna nú smelli alls ekki saman, en stærsta ástæða þess er hve ósamvinnuþýður aðalþáttastjórnandinn, Chris Evans, er og Matt LeBlanc því ekki einn á báti er kemur að samskiptum við hann. Því blasir kannski við BBC mönnum að lausnin sé fólgin í brotthvarfi hans. Svo virðist sem Chris Evans sé að auki afar öfundsjúkur útí Chris Harris og Rory Ried fyrir þá jákvæðu athygli sem þeir tveir hafa hlotið í nýju þáttunum og viðbrögð Chris Evans vegna þess eru þau að hann á vart orðastað við þá. Áhorf á nýju þættina hefur verið fremur dræm í samanburði við þá eldri. Á fyrsta þáttinn horfðu 4,4 milljónir manna í Bretlandi, 2,8 milljónir á annan þátt, 2,4 milljónir á þann þriðja og 2,3 milljónir á þann fjórða og sá fimmti var sýndur um helgina en tölur um áhorf á hann liggja ekki fyrir. Leiðin liggur því niður á við og það munu BBC menn ekki sætta sig við lengi. Því má segja að framtíð þáttanna sé í hættu, en því má ef til vill breyta með brotthvarfi Chris Evans.
Mest lesið Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent