Dumas vann Pikes Peak Finnur Thorlacius skrifar 28. júní 2016 15:11 Romain Dumas sigurreyfur á toppi Pikes Peak. Aðeins viku eftir að Frakkinn Romain Dumas vann 24 tíma þolaksturinn í Le Mans náði hann einnig að vinna brekkuklifurkeppnina Pikes Peak í Colorado í Bandaríkjunum í gær. Hann ók rafmagnsbílnum Honda Drive eO PP03 upp 20 kílómetra leiðina upp fjallið á 8 mínútum og 51,4 sekúndum og var 5 sekúndum fljótari en Rhys Millen, sem einnig ók rafdrifnum bíl. Meðalhraði hans á leiðinni var 130,8 km/klst. Þetta var annar sigur Romain Dumas í Pikes Peak keppninni, en hann vann hana einnig fyrir tveimur árum. Dumas sagðist hafa ekið mjög djarflega á fyrstu tveimur þriðju leiðarinnar og lagt grunninn að sigri sínum þar, en á síðasta þriðjungnum hafi hann farið mun varlegar þar sem ökumönnum hafi ekki leyfst að æfa akstur upp síðasta þriðjunginn. Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent
Aðeins viku eftir að Frakkinn Romain Dumas vann 24 tíma þolaksturinn í Le Mans náði hann einnig að vinna brekkuklifurkeppnina Pikes Peak í Colorado í Bandaríkjunum í gær. Hann ók rafmagnsbílnum Honda Drive eO PP03 upp 20 kílómetra leiðina upp fjallið á 8 mínútum og 51,4 sekúndum og var 5 sekúndum fljótari en Rhys Millen, sem einnig ók rafdrifnum bíl. Meðalhraði hans á leiðinni var 130,8 km/klst. Þetta var annar sigur Romain Dumas í Pikes Peak keppninni, en hann vann hana einnig fyrir tveimur árum. Dumas sagðist hafa ekið mjög djarflega á fyrstu tveimur þriðju leiðarinnar og lagt grunninn að sigri sínum þar, en á síðasta þriðjungnum hafi hann farið mun varlegar þar sem ökumönnum hafi ekki leyfst að æfa akstur upp síðasta þriðjunginn.
Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent