5500 manns búnir að sækja Ghetto betur ólöglega Stefán Þór Hjartarson skrifar 10. júní 2016 10:00 Steindi Jr mælir með að fólk sleppi einu djammi í mánuði og eyði peningunum frekar í að styðja íslenska dagskrágerð. „Það er reyndar fáránlega ghetto að dánlóda Ghetto betur en íslensk dagskrárgerð hefur átt undir högg að sækja undanfarin ár – en það er mikið að gerast um þessar mundir, t.d. er Stöð 2 að gefa mikið í og stefna fyrirtækisins er að fækka erlendum þáttum og gefa í með þetta íslenska,“segir Steinþór Hróar Steinþórsson, eða Steindi Jr., stjórnandi þáttarins Ghetto betur, en fyrsta þætti seríunnar hefur þegar þetta er skrifað verið halað niður 5.304 sinnum frá því að hann var sýndur fyrir tæpum tveimur vikum – það er með því mesta sem gerist með íslenska sjónvarpsþætti og trónir hann á toppnum á vinsældalista skráadeilisíðunnar Deildu.net. Til samanburðar hefur þáttum 3–5 af Rappi í Reykjavík verið halað niður um það bil 1.600 sinnum á þessari sömu síðu. „Ég geri mér grein fyrir stöðunni, fólk er vant því að dánlóda. Það er normið. En íslenskt efni vex heldur ekki á trjánum, það kostar að búa þetta til. Ef þú fílar stöffið þá áttu að borga fyrir það, ef þú getur. Maður hefur heyrt að ungu fólki finnist dýrt að gerast áskrifandi, en ég er með lausn við því – það væri hægt að sleppa einu djammi í mánuði og þá eruð þið komin með 2–3 mánaða áskrift á móti, og ef það er ómögulegt þá megið þið koma heim til mín að horfa svo lengi sem ég fæ að drekka bjórinn ykkar,“ bætir Steindi við.Jakob Frímann Magnússon, formaður stjórnar STEF, segir að sömu lög gildi á internetinu og í raunheimum. Vísir/Stefán„Þessar fréttir hryggja mig. Þetta þýðir í rauninni að við þetta minnka möguleikarnir á að jafn frábær sjónvarpsmaður og frumlegur og Steindi Jr. er geti haldið áfram íslenskri dagskrárgerð í sjónvarpi. Þetta er sambærilegt við það að 5.000 manns létu greipar sópa um sælgætisbarinn í Hagkaupum. Þarna er stjórnarskrárvarinn eignarréttur á framleiðslu og þetta gerist og það er ekkert aðhafst,“ segir Jakob Frímann Magnússon, formaður stjórnar STEF, Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar.Hvað viltu sjá gert í niðurhalsmálum? „Það sama og er gert í öðrum gripdeildum. Það er enginn munur. Það er reginmisskilningur sem einhverjir hafa verið að reyna að telja okkur trú um að það gildi ekki sömu lögmál í netheimum og í mannheimum almennt. Það er einhver boðskapur sem ég skil ekki því að ef það væri raunin – hvað þá með netbankann okkar og önnur netviðskipti? Það er eins og að ef tíðnisviðin, sem um ræðir og eru brottnumin með þessum hætti, eru ekki áþreifanleg og þú getur ekki handfjatlað þau séu þá einskis virði.“ Ghetto betur Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Sjá meira
„Það er reyndar fáránlega ghetto að dánlóda Ghetto betur en íslensk dagskrárgerð hefur átt undir högg að sækja undanfarin ár – en það er mikið að gerast um þessar mundir, t.d. er Stöð 2 að gefa mikið í og stefna fyrirtækisins er að fækka erlendum þáttum og gefa í með þetta íslenska,“segir Steinþór Hróar Steinþórsson, eða Steindi Jr., stjórnandi þáttarins Ghetto betur, en fyrsta þætti seríunnar hefur þegar þetta er skrifað verið halað niður 5.304 sinnum frá því að hann var sýndur fyrir tæpum tveimur vikum – það er með því mesta sem gerist með íslenska sjónvarpsþætti og trónir hann á toppnum á vinsældalista skráadeilisíðunnar Deildu.net. Til samanburðar hefur þáttum 3–5 af Rappi í Reykjavík verið halað niður um það bil 1.600 sinnum á þessari sömu síðu. „Ég geri mér grein fyrir stöðunni, fólk er vant því að dánlóda. Það er normið. En íslenskt efni vex heldur ekki á trjánum, það kostar að búa þetta til. Ef þú fílar stöffið þá áttu að borga fyrir það, ef þú getur. Maður hefur heyrt að ungu fólki finnist dýrt að gerast áskrifandi, en ég er með lausn við því – það væri hægt að sleppa einu djammi í mánuði og þá eruð þið komin með 2–3 mánaða áskrift á móti, og ef það er ómögulegt þá megið þið koma heim til mín að horfa svo lengi sem ég fæ að drekka bjórinn ykkar,“ bætir Steindi við.Jakob Frímann Magnússon, formaður stjórnar STEF, segir að sömu lög gildi á internetinu og í raunheimum. Vísir/Stefán„Þessar fréttir hryggja mig. Þetta þýðir í rauninni að við þetta minnka möguleikarnir á að jafn frábær sjónvarpsmaður og frumlegur og Steindi Jr. er geti haldið áfram íslenskri dagskrárgerð í sjónvarpi. Þetta er sambærilegt við það að 5.000 manns létu greipar sópa um sælgætisbarinn í Hagkaupum. Þarna er stjórnarskrárvarinn eignarréttur á framleiðslu og þetta gerist og það er ekkert aðhafst,“ segir Jakob Frímann Magnússon, formaður stjórnar STEF, Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar.Hvað viltu sjá gert í niðurhalsmálum? „Það sama og er gert í öðrum gripdeildum. Það er enginn munur. Það er reginmisskilningur sem einhverjir hafa verið að reyna að telja okkur trú um að það gildi ekki sömu lögmál í netheimum og í mannheimum almennt. Það er einhver boðskapur sem ég skil ekki því að ef það væri raunin – hvað þá með netbankann okkar og önnur netviðskipti? Það er eins og að ef tíðnisviðin, sem um ræðir og eru brottnumin með þessum hætti, eru ekki áþreifanleg og þú getur ekki handfjatlað þau séu þá einskis virði.“
Ghetto betur Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Sjá meira