Örlög unglingsstúlkna Brynhildur Björnsdóttir skrifar 14. júní 2016 09:30 „Ragna Sigurðardóttir er vandaður og agaður sögumaður,“ segir í dómnum. Bækur Vinkonur Höfundur: Ragna Sigurðardóttir Kápa: Emilía Ragnarsdóttir Prentun: Ísafoldarprentsmiðja 250 bls. Vinátta á unglingsárum og hvaða áhrif hún hefur á ævina alla er greinilega hugleikin kvenrithöfundum um þessar mundir. Leikhópurinn Sokkabandið sýndi í vetur sem leið hið áleitna og oft erfiða verk Hystory eftir Kristínu Eiríksdóttur fyrir fullu húsi í Borgarleikhúsinu og vinkonufjórleikur Elenu Ferrante fer nú sigurför um lesheiminn. Samböndin sem myndast á mótunarárum hafa oft gríðarleg áhrif á það sem eftir lifir ævinnar, þar sem fólk fer samferða gegnum skrýtnasta tímabil lífsins, unglingsárin. Vinátta og örlög unglingsstúlkna er leiðarstef í bók Rögnu Sigurðardóttur, Vinkonur. Hafdís er dómsmálaráðherra sem hefur með mál hælisleitenda að gera. Eitt kvöldið hittir hún fyrir ókunnugan mann í eldhúsinu hjá sér. Röð atburða og ákvarðana verður til þess að hún tekur upp samband við tvær æskuvinkonur sínar, Láru og Júlíu, sem hafa átt mjög ólíkt lífshlaup hennar eigin. Til hliðar er sögð saga vináttu þessara þriggja kvenna meðan þær voru stelpur, vináttu sem er bæði heit og stutt og endar á vanhugsaðri ákvörðun eitt örlagaríkt kvöld sem breytir lífi þeirra allra varanlega. Ragna Sigurðardóttir er vandaður og agaður sögumaður. Sögur hennar eru Reykjavíkursögur, samtímasögur þar sem listin er aldrei langt undan, enda er Ragna myndlistarmaður og rithöfundur í senn. Hlutverk myndlistarinnar í þessari sögu er að vekja upp spurningar um hvert fólk er í raun og veru. Lára er fengin til að mála mynd af Hafdísi og Hafdís verður skelfingu lostin við tilhugsunina um að hún viti ekki hvernig sú mynd mun verða, veit ekki hver hún er í augum sinnar gömlu vinkonu og heldur ekki í eigin augum. Júlía er reyndar líka fengin til að „móta“ Hafdísi með því að taka hana í einkaþjálfun og einnig í því samhengi óttast Hafdís myndina sem mun koma í ljós þegar grímunni sleppir. Sagan fjallar um minnið, upplifunina og skilninginn, hvernig við fáum aldrei alla söguna, vitum aldrei hvernig heildarmyndin er og getum farið gegnum hálft lífið með ófullkominn sannleika í farteskinu. Hún er um hættuna sem fylgir hverju fótmáli unglingsstúlku sem fótar sig í heimi þar sem hlutverk hennar breytist á einu sumri. Hún er um sjálfið og sjálfsmyndina, hvernig við vitum aldrei hvernig við komum öðrum fyrir sjónir. Lýsingin á því þegar portrettmyndin er afhjúpuð og Hafdís kannast ekki við konuna á myndinni sem allir segja að sé svo góð af henni sjálfri, er hugarfóður fyrir lesandann. Og svo er þessi saga líka um örlög og tilviljanir, hvernig ein ákvörðun getur leitt af sér atburðarás sem aldrei er hægt að sjá fyrir og hvernig aldrei er hægt að bjarga öllum, alveg sama hversu mikil löngunin er. Ef einhverja galla mætti nefna þá er söguþráðurinn í samtímanum kannski ekki alveg jafn vel ofinn og fortíðarfrásögnin og má þar kannski helst nefna málið sem allt hverfist um og á vissulega erindi í dag: synjun umsóknar hælisleitanda og flutningur hans úr landi. Hælisleitandinn er ekki jafn raunveruleg persóna og sumar hinna og jafnvel einfaldaður um of. En það er lítið mál að líta framhjá því og njóta þessarar marglaga sögu og alls þess sem hún skilur eftir sig að lestri loknum.Niðurstaða: Vinkonur er falleg og áleitin saga sem snertir við lesandanum á mörgum stöðvum. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. júní 2016. Menning Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Bækur Vinkonur Höfundur: Ragna Sigurðardóttir Kápa: Emilía Ragnarsdóttir Prentun: Ísafoldarprentsmiðja 250 bls. Vinátta á unglingsárum og hvaða áhrif hún hefur á ævina alla er greinilega hugleikin kvenrithöfundum um þessar mundir. Leikhópurinn Sokkabandið sýndi í vetur sem leið hið áleitna og oft erfiða verk Hystory eftir Kristínu Eiríksdóttur fyrir fullu húsi í Borgarleikhúsinu og vinkonufjórleikur Elenu Ferrante fer nú sigurför um lesheiminn. Samböndin sem myndast á mótunarárum hafa oft gríðarleg áhrif á það sem eftir lifir ævinnar, þar sem fólk fer samferða gegnum skrýtnasta tímabil lífsins, unglingsárin. Vinátta og örlög unglingsstúlkna er leiðarstef í bók Rögnu Sigurðardóttur, Vinkonur. Hafdís er dómsmálaráðherra sem hefur með mál hælisleitenda að gera. Eitt kvöldið hittir hún fyrir ókunnugan mann í eldhúsinu hjá sér. Röð atburða og ákvarðana verður til þess að hún tekur upp samband við tvær æskuvinkonur sínar, Láru og Júlíu, sem hafa átt mjög ólíkt lífshlaup hennar eigin. Til hliðar er sögð saga vináttu þessara þriggja kvenna meðan þær voru stelpur, vináttu sem er bæði heit og stutt og endar á vanhugsaðri ákvörðun eitt örlagaríkt kvöld sem breytir lífi þeirra allra varanlega. Ragna Sigurðardóttir er vandaður og agaður sögumaður. Sögur hennar eru Reykjavíkursögur, samtímasögur þar sem listin er aldrei langt undan, enda er Ragna myndlistarmaður og rithöfundur í senn. Hlutverk myndlistarinnar í þessari sögu er að vekja upp spurningar um hvert fólk er í raun og veru. Lára er fengin til að mála mynd af Hafdísi og Hafdís verður skelfingu lostin við tilhugsunina um að hún viti ekki hvernig sú mynd mun verða, veit ekki hver hún er í augum sinnar gömlu vinkonu og heldur ekki í eigin augum. Júlía er reyndar líka fengin til að „móta“ Hafdísi með því að taka hana í einkaþjálfun og einnig í því samhengi óttast Hafdís myndina sem mun koma í ljós þegar grímunni sleppir. Sagan fjallar um minnið, upplifunina og skilninginn, hvernig við fáum aldrei alla söguna, vitum aldrei hvernig heildarmyndin er og getum farið gegnum hálft lífið með ófullkominn sannleika í farteskinu. Hún er um hættuna sem fylgir hverju fótmáli unglingsstúlku sem fótar sig í heimi þar sem hlutverk hennar breytist á einu sumri. Hún er um sjálfið og sjálfsmyndina, hvernig við vitum aldrei hvernig við komum öðrum fyrir sjónir. Lýsingin á því þegar portrettmyndin er afhjúpuð og Hafdís kannast ekki við konuna á myndinni sem allir segja að sé svo góð af henni sjálfri, er hugarfóður fyrir lesandann. Og svo er þessi saga líka um örlög og tilviljanir, hvernig ein ákvörðun getur leitt af sér atburðarás sem aldrei er hægt að sjá fyrir og hvernig aldrei er hægt að bjarga öllum, alveg sama hversu mikil löngunin er. Ef einhverja galla mætti nefna þá er söguþráðurinn í samtímanum kannski ekki alveg jafn vel ofinn og fortíðarfrásögnin og má þar kannski helst nefna málið sem allt hverfist um og á vissulega erindi í dag: synjun umsóknar hælisleitanda og flutningur hans úr landi. Hælisleitandinn er ekki jafn raunveruleg persóna og sumar hinna og jafnvel einfaldaður um of. En það er lítið mál að líta framhjá því og njóta þessarar marglaga sögu og alls þess sem hún skilur eftir sig að lestri loknum.Niðurstaða: Vinkonur er falleg og áleitin saga sem snertir við lesandanum á mörgum stöðvum. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. júní 2016.
Menning Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira