Húðflúraður fyrirliði sem gefst aldrei upp Ritstjórn skrifar 14. júní 2016 12:00 Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu sat fyrir svörum í októberblaði Glamour í fyrra, rétt eftir að liðið tryggði sér sæti á EM í Frakklandi. Í kvöld er fyrsti leikur liðsins á stórmótinu og því ekki úr vegi að rifja viðtalið við fjölskyldumanninn og Norðlendinginn góða. Aron Einar er búsettur í Cardiff ásamt unnustu sinni Kristbjörgu og syni þeirra Óliver Breka. Aron lítur mest upp til pabba síns og þakkar honum það að hann sé á þeim stað sem hann er í dag. Hann er mjög trúaður, hlær mikið og er oftast í góðu skapi.Um hvað ertu að hugsa núna? Akkúrat núna er ég að hugsa um hvað ég hlakka til að leggjast upp í rúm, smá þreyta í manni eftir mikið spennufall sem átti ser stað eftir að við tryggðum okkur á EM.Hvað fær þig til að hlæja?Er mikið fyrir kaldhæðni, annars hlæ ég mikið enda oftast í góðu skapi.Hvað fær þig til að gráta? Ég fer mjög sjaldan að gráta. Komu smá gleðitár þegar ég faðmaði mömmu mína eftir að við náðum þessum áfanga um daginn, því hún veit best hvað maður er búinn að ganga í gegnum til að ná þessu markmiði.Hver er besta uppfinning allra tíma?Verð að segja tölva með DVD-spilara, þar sem ég þarf að ferðast mikið og vera oft á hótelum, það hefur drepið tímann þegar manni leiðist á svona ferðalögum.Áttu þér fyrirmynd eða einhvern sem þú lítur upp til sem hefur kennt þér eða haft áhrif á þig? Það ku vera faðir minn. Hann ól mig þannig upp að ég þurfti að vinna fyrir öllu sem ég hef fengið eða áunnið mér. Aginn var mikill og ég væri ekki þar sem ég er í dag ef ekki væri fyrir hann.Hvar líður þér best?Í 603 Akureyri með unnustu minni og fjölskyldu.Hvar ertu núna?Í Cardiff, þar sem ég spila knattspyrnu.Af hverju á ferlinum ertu stoltastur?Að vera fyrsti fyrirliði íslenska landsliðsins til að komast á stórmót. Að vera fyrirliði Íslands er heiður út af fyrir sig, en að komast á stórmót með þessum hóp er enn betra.Af hverju í lífinu ertu stoltastur?Litla stráknum okkar Kristbjargar, honum Óliver Breka, algjör gullmoli sem gerir lífið mitt enn betra.Hvað finnst þér verst við samtímann? Snjallsímar.Hvað finnst þér best við samtímann?Snjallsímar.Hvernig blandast ferillinn og persónulega lífið?Mjög vel, þar sem ég er búinn í vinnunni um eittleytið, þá hef ég mikinn tíma fyrir bæði unnustu mína Kristbjörgu og Óliver yfir daginn og ég er endalaust þakklátur fyrir það að geta eytt góðum tíma með fjölskyldunni minni, það er ekkert sjálfgefið.Hvert er besta ráð sem þér hefur verið gefið?Aldrei gefast upp. Þannig hefur leikstíllinn minn verið frá því ég byrjaði í íþróttum og hefur mótað mig sem persónu líka.Hver er mesta áhættan sem þú hefur tekið?Að fara til Kasakstan með landsliðinu, þar sem að Kristbjörg var við það að fæða barnið okkar. Daginn eftir að ég fór af stað til að hitta strákana var hún sett af stað og ég missti af því þegar við eignuðumst okkar fyrsta barn, eða ég sem sagt var ekki á staðnum. Það er það erfiðasta sem ég hef gert en sem betur fer var drengurinn heilbrigður og fæðingin gekk vel.Geturðu mælt með bók eða ljóði sem hafði mikil áhrif á þig?Þessi bók hafði kannski ekki mikil áhrif á mig en mér fannst svakalega áhugavert að lesa söguna um Mike Tyson, sem var einn besti boxari sögunnar og hlutirnir sem hann þurfti að ganga í gegnum voru á öðru leveli.Hver er fyrsta minningin sem þú átt?Af mér og Adda bróður (Arnóri Gunnarssyni handboltamanni) í gömlu íþróttahúsi á Akureyri sem hét Skemman. Þangað tók pabbi okkur með á æfingar þar sem hann var að þjálfa og við Addi fengum svaka útrás þar í einhverjum keppnum eða leikjum.Hvaða samband er þér mikilvægast?Samband mitt og Kristbjargar auðvitað, hún er mér svakalega mikilvæg. Stuðningurinn sem ég fæ frá henni og Óliver er ómetanlegur.Hvað er það rómantískasta sem þú hefur gert?Ætli það sé ekki þegar ég fór á skeljarnar og bað Kristbjargar. Förum ekki neitt nánar í það, ég á víst að vera svaka harður fyrirliði med tattú.Ertu andlegur gaur?Já, ég er mjög trúaður, ætli það sjáist ekki á tattúunum mínum.Ef þú mættir breyta einu í heiminum, hvað væri það?Það er svo margt sem þarf að breyta, hungur, fátækt og fleira! @kolbeinnsigthorsson A photo posted by Aron Gunnarsson (@arongunnarsson) on Jun 9, 2016 at 10:03am PDT Glamour Tíska Mest lesið Frábærar hugmyndir að bóndadagsgjöfum Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Sjúkt hjá Chanel Glamour Við erum bara NOCCO góð Glamour Sjóðandi heit stikla fyrir Fimmtíu dekkri skugga Glamour Kryddstúlkur sameinast á ný Glamour "Íslenskar stelpur gera, segja og klæða sig eins og þær vilja“ Glamour Hélt að ferillinn myndi enda um tvítugt Glamour Kíkt inn í Arket í London - nýja verslun í eigu H&M Glamour Strigaskórnir 2018 eru skítugir Glamour
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu sat fyrir svörum í októberblaði Glamour í fyrra, rétt eftir að liðið tryggði sér sæti á EM í Frakklandi. Í kvöld er fyrsti leikur liðsins á stórmótinu og því ekki úr vegi að rifja viðtalið við fjölskyldumanninn og Norðlendinginn góða. Aron Einar er búsettur í Cardiff ásamt unnustu sinni Kristbjörgu og syni þeirra Óliver Breka. Aron lítur mest upp til pabba síns og þakkar honum það að hann sé á þeim stað sem hann er í dag. Hann er mjög trúaður, hlær mikið og er oftast í góðu skapi.Um hvað ertu að hugsa núna? Akkúrat núna er ég að hugsa um hvað ég hlakka til að leggjast upp í rúm, smá þreyta í manni eftir mikið spennufall sem átti ser stað eftir að við tryggðum okkur á EM.Hvað fær þig til að hlæja?Er mikið fyrir kaldhæðni, annars hlæ ég mikið enda oftast í góðu skapi.Hvað fær þig til að gráta? Ég fer mjög sjaldan að gráta. Komu smá gleðitár þegar ég faðmaði mömmu mína eftir að við náðum þessum áfanga um daginn, því hún veit best hvað maður er búinn að ganga í gegnum til að ná þessu markmiði.Hver er besta uppfinning allra tíma?Verð að segja tölva með DVD-spilara, þar sem ég þarf að ferðast mikið og vera oft á hótelum, það hefur drepið tímann þegar manni leiðist á svona ferðalögum.Áttu þér fyrirmynd eða einhvern sem þú lítur upp til sem hefur kennt þér eða haft áhrif á þig? Það ku vera faðir minn. Hann ól mig þannig upp að ég þurfti að vinna fyrir öllu sem ég hef fengið eða áunnið mér. Aginn var mikill og ég væri ekki þar sem ég er í dag ef ekki væri fyrir hann.Hvar líður þér best?Í 603 Akureyri með unnustu minni og fjölskyldu.Hvar ertu núna?Í Cardiff, þar sem ég spila knattspyrnu.Af hverju á ferlinum ertu stoltastur?Að vera fyrsti fyrirliði íslenska landsliðsins til að komast á stórmót. Að vera fyrirliði Íslands er heiður út af fyrir sig, en að komast á stórmót með þessum hóp er enn betra.Af hverju í lífinu ertu stoltastur?Litla stráknum okkar Kristbjargar, honum Óliver Breka, algjör gullmoli sem gerir lífið mitt enn betra.Hvað finnst þér verst við samtímann? Snjallsímar.Hvað finnst þér best við samtímann?Snjallsímar.Hvernig blandast ferillinn og persónulega lífið?Mjög vel, þar sem ég er búinn í vinnunni um eittleytið, þá hef ég mikinn tíma fyrir bæði unnustu mína Kristbjörgu og Óliver yfir daginn og ég er endalaust þakklátur fyrir það að geta eytt góðum tíma með fjölskyldunni minni, það er ekkert sjálfgefið.Hvert er besta ráð sem þér hefur verið gefið?Aldrei gefast upp. Þannig hefur leikstíllinn minn verið frá því ég byrjaði í íþróttum og hefur mótað mig sem persónu líka.Hver er mesta áhættan sem þú hefur tekið?Að fara til Kasakstan með landsliðinu, þar sem að Kristbjörg var við það að fæða barnið okkar. Daginn eftir að ég fór af stað til að hitta strákana var hún sett af stað og ég missti af því þegar við eignuðumst okkar fyrsta barn, eða ég sem sagt var ekki á staðnum. Það er það erfiðasta sem ég hef gert en sem betur fer var drengurinn heilbrigður og fæðingin gekk vel.Geturðu mælt með bók eða ljóði sem hafði mikil áhrif á þig?Þessi bók hafði kannski ekki mikil áhrif á mig en mér fannst svakalega áhugavert að lesa söguna um Mike Tyson, sem var einn besti boxari sögunnar og hlutirnir sem hann þurfti að ganga í gegnum voru á öðru leveli.Hver er fyrsta minningin sem þú átt?Af mér og Adda bróður (Arnóri Gunnarssyni handboltamanni) í gömlu íþróttahúsi á Akureyri sem hét Skemman. Þangað tók pabbi okkur með á æfingar þar sem hann var að þjálfa og við Addi fengum svaka útrás þar í einhverjum keppnum eða leikjum.Hvaða samband er þér mikilvægast?Samband mitt og Kristbjargar auðvitað, hún er mér svakalega mikilvæg. Stuðningurinn sem ég fæ frá henni og Óliver er ómetanlegur.Hvað er það rómantískasta sem þú hefur gert?Ætli það sé ekki þegar ég fór á skeljarnar og bað Kristbjargar. Förum ekki neitt nánar í það, ég á víst að vera svaka harður fyrirliði med tattú.Ertu andlegur gaur?Já, ég er mjög trúaður, ætli það sjáist ekki á tattúunum mínum.Ef þú mættir breyta einu í heiminum, hvað væri það?Það er svo margt sem þarf að breyta, hungur, fátækt og fleira! @kolbeinnsigthorsson A photo posted by Aron Gunnarsson (@arongunnarsson) on Jun 9, 2016 at 10:03am PDT
Glamour Tíska Mest lesið Frábærar hugmyndir að bóndadagsgjöfum Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Sjúkt hjá Chanel Glamour Við erum bara NOCCO góð Glamour Sjóðandi heit stikla fyrir Fimmtíu dekkri skugga Glamour Kryddstúlkur sameinast á ný Glamour "Íslenskar stelpur gera, segja og klæða sig eins og þær vilja“ Glamour Hélt að ferillinn myndi enda um tvítugt Glamour Kíkt inn í Arket í London - nýja verslun í eigu H&M Glamour Strigaskórnir 2018 eru skítugir Glamour