Mercedes Benz GLC Plug-In vetnisbíll á næsta ári Finnur Thorlacius skrifar 14. júní 2016 10:26 Mercedes Benz GLC. Mercedes Benz sprautar óþreytt út nýjum bílgerðum þessa dagana sem undanfarin misseri. Einn áhugaverðast bíll sem Mercedes Benz áformar nú er vetnisútgáfa af GLC jepplingnum sem einnig verður með rafmagnsmótorum til aflaukningar. Þessi bíll á að koma á markað strax á næsta ári. Þessi nýi vetnisbíll verður með um 500 kílómetra drægni og fyrstu 50 kílómetrana getur hann eingöngu farið á rafmagni. Mercedes benz hefur tekist að minnka ummál vetnisbúnaðar bílsins um 30% miðað við vetnisbúnaðinn í B-Class F-CELL bíl Mercedes Benz sem fyrirtækið hefur þróað frá árinu 2010. Það gerir það að verkum að hann kemst fyrir í óbreyttum GLC bíl. Mercedes Benz B-Class F-CELL bílunum hefur verið ekið samtals 12 milljón kílómetra í prufum á þessari nýju tækni og því hefur Mercedes Benz orðið víðtæka reynslu á smíði og þróu vetnisbíla. Það tekur um 3 mínútur að fylla vetnistank GLC vetnisbílsins. Mercedes Benz GLC í vetnisútfærslu mun kosta skildinginn, eða 76.000 dollara. Það er 50% meira en hefðbundinn GLC. Mercedes Benz hefur eytt 335 milljörðum króna á síðustu 15 árum til þróun vetnisbíla og margir spá því að vetnisbílar muni marka næstu stærstu byltingu í þróun bíla í heiminum og Toyota hefur eins og Mercedes Benz veðjað á þróun þeirra. Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Erlent
Mercedes Benz sprautar óþreytt út nýjum bílgerðum þessa dagana sem undanfarin misseri. Einn áhugaverðast bíll sem Mercedes Benz áformar nú er vetnisútgáfa af GLC jepplingnum sem einnig verður með rafmagnsmótorum til aflaukningar. Þessi bíll á að koma á markað strax á næsta ári. Þessi nýi vetnisbíll verður með um 500 kílómetra drægni og fyrstu 50 kílómetrana getur hann eingöngu farið á rafmagni. Mercedes benz hefur tekist að minnka ummál vetnisbúnaðar bílsins um 30% miðað við vetnisbúnaðinn í B-Class F-CELL bíl Mercedes Benz sem fyrirtækið hefur þróað frá árinu 2010. Það gerir það að verkum að hann kemst fyrir í óbreyttum GLC bíl. Mercedes Benz B-Class F-CELL bílunum hefur verið ekið samtals 12 milljón kílómetra í prufum á þessari nýju tækni og því hefur Mercedes Benz orðið víðtæka reynslu á smíði og þróu vetnisbíla. Það tekur um 3 mínútur að fylla vetnistank GLC vetnisbílsins. Mercedes Benz GLC í vetnisútfærslu mun kosta skildinginn, eða 76.000 dollara. Það er 50% meira en hefðbundinn GLC. Mercedes Benz hefur eytt 335 milljörðum króna á síðustu 15 árum til þróun vetnisbíla og margir spá því að vetnisbílar muni marka næstu stærstu byltingu í þróun bíla í heiminum og Toyota hefur eins og Mercedes Benz veðjað á þróun þeirra.
Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Erlent