Tónlist

Kaleo spiluðu með hinseginn fánann í þætti Seth Meyer

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Kaleo skreyttu sviðsmyndina með regnbogafánanum.
Kaleo skreyttu sviðsmyndina með regnbogafánanum. Vísir/Skjáskot
Rokkhljómsveitin Kaleo kom fram í spjallþætti Seth Meyers í gærkvöldi og flutti þar lag sitt Way Down We Go af nýútkominni plötu A/B.

Íslensku rokkararnir lögðu sitt af mörkum til þess að minnast fórnarlambanna í Orlando og skreyttu sviðsmyndina með hinseginn fánanum marglitaða. Einnig voru sviðsljósin í litum regnbogans eins og fáninn sjálfur.

Söngvarinn Jökull Júlíusson hefur verið að glíma við raddleysi og hefur sveitin í kjölfarið neyðst til þess að aflýsa nokkrum tónleikum. Hljómsveitin hefur greinilega ákveðið að reyna eins lítið á rödd söngvarans og mögulegt er og því einbeita þér félagar sér núna að sjónvarpsframkomum sem þessari.

Hér fyrir neðan má sjá framkomu Kaleo í þættinum í gærkvöldi.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.