Tónlist

Söngkona Vök vinnur með bassaleikara Placebo

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Söngkonan Margrét Rán Magnúsdóttir úr hljómsveitinni Vök söng tók nýverið þátt í samstarfsverkefni með bassaleikaranum í Placebo. Um er að ræða hliðarverkefni þar sem Stefan Olsdal einbeitir sér að annars konar tónlist en hann hefur verið þekktur fyrir til þessa. Hljómsveitin heitir Digital 21 og lagið sem Margrét Rán syngur heitir Spaces.

Myndbandið við það má sjá hér að ofan.

„Við fáum oft fyrirspurnir um alls konar samstarf en þarna hjálpaði það vissulega að hann Stefan væri hluti af þessu,“ segir Margrét Rán en hún viðurkennir fúslega að hafa verið aðdáandi Placebo í lengri tíma. „Þeir sendu mér tvö lög og ég pikkaði strax upp þetta.“

Margrét fékk undirspilið sent og samdi sönglínu og texta á augabragði.

„Svo buðu þeir mér til London og við gerðum eina tónleika saman sem var sjúklega gaman. Þá hitti ég hann Stefan í fyrsta skiptið," segir Margrét en síðan þá hefur skapast með þeim góð vinátta.

Vök vinnur nú að fyrstu stóru breiðskífu sinni sem ætti að líta dagsins ljós í janúar á næsta ári. Sveitin hefur verið iðinn við að fara erlendis frá útgáfu þröngskífunnar Circles sem kom út í fyrra.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.