Hversu gott? Bjarni Karlsson skrifar 15. júní 2016 07:00 Mánudagur 13.6. kl. 12.55. Eldri maður ávarpar jafnaldra sinn í búningsklefa sundlaugar Akureyrar: Jæja, nú telur maður klukkutímana. Hvernig heldur þú að þetta fari hjá strákunum? Kl. 13.33. Unglingahópur sólar sig í vaðlauginni. Rödd heyrist: Hvenær hefur maður beðið eftir því að helgin líði og komi þriðjudagur!? Ég sit nýbaðaður á amtsbókasafninu kl. 15.45 og skrifa þessi orð. Þegar þau birtast á prenti verður leikurinn við Portúgali yfirstaðinn og öllum ljóst hvernig fór. Ég veit um Eið og Gylfa. Þekki ekki fleiri nöfn í landsliðinu. Færi aldrei til Frakklands að horfa. En mér er ekki sama um framgang okkar manna á EM og er þakklátur þessum tæplega 30 þúsund Íslendingum sem mættir eru einbeittir í bláum treyjum. Þau eru þarna líka fyrir mína hönd. EM er miklu meira en knattspyrna. Við setjum forsetakosningar á bið og tökumst í hendur sem þjóð til að spegla okkur í augum heimsins og skynja að hvernig sem allt fer þá erum við saman í þessu. Enda þótt veruleiki karlafótboltans í heiminum sé líkt og hausinn á Donald Trump fullur af bullugangi, fégræðgi og hómófóbíu þá sameinar viðburðurinn ólíka kynþætti og menningarheima og hatrið á lífinu sem þjakað hefur frönsku þjóðina og síðast sýndi á sér smettið í Orlando nær ekki að hræða okkur frá þátttöku. Það eru ekki bara þjóðir sem spegla sig í augum heimsins. Á EM blasir sjálft manneðlið við okkur í fegurð sinni og fautaskap, tign sinni og lágkúru. Knattspyrnunni hefur tekist að tækla kynþáttaóttann betur en sjálfum Sameinuðu þjóðunum. Hugsið ykkur þegar yfirganginum og hommahræðslunni verður líka vísað af velli. Hversu gott verður þá?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. júní. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Mánudagur 13.6. kl. 12.55. Eldri maður ávarpar jafnaldra sinn í búningsklefa sundlaugar Akureyrar: Jæja, nú telur maður klukkutímana. Hvernig heldur þú að þetta fari hjá strákunum? Kl. 13.33. Unglingahópur sólar sig í vaðlauginni. Rödd heyrist: Hvenær hefur maður beðið eftir því að helgin líði og komi þriðjudagur!? Ég sit nýbaðaður á amtsbókasafninu kl. 15.45 og skrifa þessi orð. Þegar þau birtast á prenti verður leikurinn við Portúgali yfirstaðinn og öllum ljóst hvernig fór. Ég veit um Eið og Gylfa. Þekki ekki fleiri nöfn í landsliðinu. Færi aldrei til Frakklands að horfa. En mér er ekki sama um framgang okkar manna á EM og er þakklátur þessum tæplega 30 þúsund Íslendingum sem mættir eru einbeittir í bláum treyjum. Þau eru þarna líka fyrir mína hönd. EM er miklu meira en knattspyrna. Við setjum forsetakosningar á bið og tökumst í hendur sem þjóð til að spegla okkur í augum heimsins og skynja að hvernig sem allt fer þá erum við saman í þessu. Enda þótt veruleiki karlafótboltans í heiminum sé líkt og hausinn á Donald Trump fullur af bullugangi, fégræðgi og hómófóbíu þá sameinar viðburðurinn ólíka kynþætti og menningarheima og hatrið á lífinu sem þjakað hefur frönsku þjóðina og síðast sýndi á sér smettið í Orlando nær ekki að hræða okkur frá þátttöku. Það eru ekki bara þjóðir sem spegla sig í augum heimsins. Á EM blasir sjálft manneðlið við okkur í fegurð sinni og fautaskap, tign sinni og lágkúru. Knattspyrnunni hefur tekist að tækla kynþáttaóttann betur en sjálfum Sameinuðu þjóðunum. Hugsið ykkur þegar yfirganginum og hommahræðslunni verður líka vísað af velli. Hversu gott verður þá?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. júní.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun