Tónlist

Nýtt myndband frá Kaleo sýnir bakvið tjöldin á tónleikaferðalögum sveitarinnar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Vísir
Hljómsveitin Kaleo sendi í gær frá sér nýtt myndband við lagið No Good sem sýnir bakvið tjöldin á tónleikaferðalögum strákana um Bandaríkin.

Lagið sem kom út fyrr á þessu ári vakti mikla athygli þegar það var notað í auglýsingar fyrir sjónvarpsþættina Vinyl á HBO en þeir voru einnig sýndir á Stöð 2. Lagið kom einnig við sögu í þáttunum sjálfum en þættirnir voru framleiddir af þeim Martin Scorsese og Mick Jagger.

Lagið verður á plötu Kaleo sem kemur út þann 10. júní næstkomandi sem ber heitið A/B. Strákarnir ætla halda eina tónleika hér á landi í sumar en fara þeir fram í Gamla Bíó þann 9. júlí. Miðasala á tónleikana hófst síðasta föstudag og seldist upp á tónleikana nánast samstundis. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.