Ljóðræn lýsing á verkamannalífi Atli Sigurjónsson skrifar 2. júní 2016 11:15 "Í Keep Frozen er skyggnst inn í rassgatið og leynist þar margt áhugavert.“ mynd/aðsend Leikstjórinn Hulda Rós Guðnadóttir og framleiðandinn Helga Rakel Rafnsdóttir vöktu mikla athygli árið 2008 með heimildarmynd sinni Kjötborg sem vann m.a. Einarinn, áhorfendaverðlaunin á kvikmyndahátíðinni Skjaldborg á Patreksfirði. Nú átta árum seinna hafa þær endurtekið leikinn með heimildarmyndinni Keep Frozen en hún hlaut Einarinn á Skjaldborg þetta árið. Keep Frozen lýsir lífinu hjá fyrirtækinu Löndun ehf., starfsmönnum þess og vinnu þeirra. Löndun sér um að landa vörum sem koma með skipum í hafnir landsins og þá helst fiskafurðum. Þetta er mikil og erfið vinna þar sem unnið er upp í sextán tíma á dag við að stafla kössum á pallettur og koma þeim í frystingu. Á vissan hátt er þetta einföld vinna en þó meira í hana spunnið en virðist vera. Keep Frozen er í senn allt að því ljóðræn lýsing á verkamannalífi og hugleiðing um stöðu verkamannsins í nútíma samfélagi. Stíll myndarinnar lýsir sér þannig að fylgst er með verkamönnum að störfum eins og fluga á vegg en yfir þessum myndum heyrast raddir verkamannanna sem lýsa reynslu sinni af því að vinna við löndun, en við sjáum aldrei andlitin sem raddirnar tilheyra beint (þótt þær flestar tilheyri einhverjum af verkamönnunum sem sjást við vinnu). Keep Frozen tekst í senn að vera fræðandi, umhugsunarverð og listræn. Hér er skyggnst inn í heim sem fæstir þekkja og margir vita varla að sé til. Þetta eru mennirnir sem sjá til þess að innfluttar fiskvörur komist til okkar heilu og höldnu svo við getum snætt þær í fínum veitingahúsum eða keypt í matvörubúðum. Á bak við matinn okkar leynist mikil erfiðisvinna við hættulegar aðstæður.Raddirnar sem heyrast í myndinni lýsa öllum hliðum starfsins, starfi sem er hættulegt og lýjandi en líka fjölbreytilegt og jafnvel spennandi. Sumir njóta starfsins og aðrir þola það illa en allir sjá eitthvað við það. Raddirnar mynda bæði áhugavert mótvægi við myndefnið og hver aðra. Hjá Löndun vinna að því er virðist jafn margir Pólverjar og Íslendingar og áhugavert er að heyra muninn á þeim en Pólverjarnir virðast ánægðari en Íslendingarnir. Ein röddin sem heyrist í myndinni kemur með skemmtilega myndlíkingu sem er þannig að verkamenn, eins og starfsmenn Löndunar, séu eins og rassgat samfélagsins, ef það hættir að virka fyllist allt af skít og lyktin verður óbærileg. Þarna er ákveðið samfélagsviðhorf kjarnað en um leið sýnt fram á mikilvægi verkamannsins. Í Keep Frozen er skyggnst inn í rassgatið og leynist þar margt áhugavert. Stíll myndarinnar er einn helsti styrkur hennar og tekst kvikmyndagerðarmönnunum að gera óspennandi hluti mjög fallega. T.d. má nefna löng skot af pallettum með fiskpökkum hringsnúast á meðan plasti er vafið um pakkana. Með tímanum verður maður dáleiddur af þessari einföldu hreyfingu. Hljóðheimur myndarinnar er líka ansi flottur þar sem vélarsuð og fleira slíkt myndar hálfgert tónverk á köflum og spila hljóð og mynd vel saman. Niðurstaða: Keep Frozen er vel að Einarnum komin og er í senn listræn, fræðandi, umhugsunarverð og skemmtileg. Bíó og sjónvarp Menning Tengdar fréttir Gvendur á Eyrinni með Prins Póló lokalagið í nýrri heimildarmynd Gvendur á Eyrinni í flutningi Prins Póló er lokalagið í heimildarmyndinni Keep Frozen eftir Huldu Rós Guðnadóttur, framleidd af Helgu Rakel Rafnsdóttur fyrir Skarkala ehf. 10. desember 2015 16:30 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Leikstjórinn Hulda Rós Guðnadóttir og framleiðandinn Helga Rakel Rafnsdóttir vöktu mikla athygli árið 2008 með heimildarmynd sinni Kjötborg sem vann m.a. Einarinn, áhorfendaverðlaunin á kvikmyndahátíðinni Skjaldborg á Patreksfirði. Nú átta árum seinna hafa þær endurtekið leikinn með heimildarmyndinni Keep Frozen en hún hlaut Einarinn á Skjaldborg þetta árið. Keep Frozen lýsir lífinu hjá fyrirtækinu Löndun ehf., starfsmönnum þess og vinnu þeirra. Löndun sér um að landa vörum sem koma með skipum í hafnir landsins og þá helst fiskafurðum. Þetta er mikil og erfið vinna þar sem unnið er upp í sextán tíma á dag við að stafla kössum á pallettur og koma þeim í frystingu. Á vissan hátt er þetta einföld vinna en þó meira í hana spunnið en virðist vera. Keep Frozen er í senn allt að því ljóðræn lýsing á verkamannalífi og hugleiðing um stöðu verkamannsins í nútíma samfélagi. Stíll myndarinnar lýsir sér þannig að fylgst er með verkamönnum að störfum eins og fluga á vegg en yfir þessum myndum heyrast raddir verkamannanna sem lýsa reynslu sinni af því að vinna við löndun, en við sjáum aldrei andlitin sem raddirnar tilheyra beint (þótt þær flestar tilheyri einhverjum af verkamönnunum sem sjást við vinnu). Keep Frozen tekst í senn að vera fræðandi, umhugsunarverð og listræn. Hér er skyggnst inn í heim sem fæstir þekkja og margir vita varla að sé til. Þetta eru mennirnir sem sjá til þess að innfluttar fiskvörur komist til okkar heilu og höldnu svo við getum snætt þær í fínum veitingahúsum eða keypt í matvörubúðum. Á bak við matinn okkar leynist mikil erfiðisvinna við hættulegar aðstæður.Raddirnar sem heyrast í myndinni lýsa öllum hliðum starfsins, starfi sem er hættulegt og lýjandi en líka fjölbreytilegt og jafnvel spennandi. Sumir njóta starfsins og aðrir þola það illa en allir sjá eitthvað við það. Raddirnar mynda bæði áhugavert mótvægi við myndefnið og hver aðra. Hjá Löndun vinna að því er virðist jafn margir Pólverjar og Íslendingar og áhugavert er að heyra muninn á þeim en Pólverjarnir virðast ánægðari en Íslendingarnir. Ein röddin sem heyrist í myndinni kemur með skemmtilega myndlíkingu sem er þannig að verkamenn, eins og starfsmenn Löndunar, séu eins og rassgat samfélagsins, ef það hættir að virka fyllist allt af skít og lyktin verður óbærileg. Þarna er ákveðið samfélagsviðhorf kjarnað en um leið sýnt fram á mikilvægi verkamannsins. Í Keep Frozen er skyggnst inn í rassgatið og leynist þar margt áhugavert. Stíll myndarinnar er einn helsti styrkur hennar og tekst kvikmyndagerðarmönnunum að gera óspennandi hluti mjög fallega. T.d. má nefna löng skot af pallettum með fiskpökkum hringsnúast á meðan plasti er vafið um pakkana. Með tímanum verður maður dáleiddur af þessari einföldu hreyfingu. Hljóðheimur myndarinnar er líka ansi flottur þar sem vélarsuð og fleira slíkt myndar hálfgert tónverk á köflum og spila hljóð og mynd vel saman. Niðurstaða: Keep Frozen er vel að Einarnum komin og er í senn listræn, fræðandi, umhugsunarverð og skemmtileg.
Bíó og sjónvarp Menning Tengdar fréttir Gvendur á Eyrinni með Prins Póló lokalagið í nýrri heimildarmynd Gvendur á Eyrinni í flutningi Prins Póló er lokalagið í heimildarmyndinni Keep Frozen eftir Huldu Rós Guðnadóttur, framleidd af Helgu Rakel Rafnsdóttur fyrir Skarkala ehf. 10. desember 2015 16:30 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Gvendur á Eyrinni með Prins Póló lokalagið í nýrri heimildarmynd Gvendur á Eyrinni í flutningi Prins Póló er lokalagið í heimildarmyndinni Keep Frozen eftir Huldu Rós Guðnadóttur, framleidd af Helgu Rakel Rafnsdóttur fyrir Skarkala ehf. 10. desember 2015 16:30