Röng við(n)horf Hildur Björnsdóttir skrifar 3. júní 2016 07:00 Mamma hans er auðvitað vonsvikin,“ sagði hún á innsoginu. Sessunauturinn jánkaði brúnaþungur. „Hann sem var alltaf svo mikill námsmaður.“ Þær dæstu. Ég sat á kaffihúsi í miðborginni og lagði ósjálfrátt við hlustir. Hér var greinilega sögð harmsaga. „Það er þá útséð með háskólanám?“ spurði önnur hina. Þeim stóð greinilega ekki á sama. Þegar líða tók á samtalið áttaði ég mig á harmleiknum. Hér var rætt um ungan pilt sem hugði á iðnnám. Vonbrigðin voru mikil. Reglulega berast fregnir af auknu atvinnuleysi meðal háskólamenntaðra. Á sama tíma virðist eftirspurn eftir iðnlærðum sífellt aukast. Hvergi í atvinnulífinu er meiri þörf á menntuðu fólki. Samt ratar aðeins agnarsmár hluti framhaldsnema í iðnnám. Alvarleg skekkja hefur skapast milli námsvals og eftirspurnar eftir vinnuafli. Einhvers staðar, einhvern tímann sköpuðum við brengluð viðhorf – viðhorf sem setja iðnmenntun skör lægra en háskólamenntun. Markvisst hefur skólakerfið lagt þunga áherslu á bóknám og virðast foreldrar flestir óska börnum sínum framtíðar í háskólanámi – sannfærðir um betri atvinnuhorfur og bætt lífskjör. Þeir virðast horfa fram hjá þeim miklu tækifærum sem iðnmenntun getur skapað. Þegar háskólagengnir skríða skuldsettir úr bóknámi – sumir hverjir án atvinnu – hafa margir iðnlærðir jafnaldrar hafið sjálfstæðan rekstur. Atvinnuframboðið ríkulegt. Tekjumöguleikarnir góðir. Frelsið meira. Kerlingarnar á kaffihúsinu endurspegla úrelt viðhorf. Viðhorf byggð á vanþekkingu. Röng viðhorf. Með hliðsjón af eftirspurn á vinnumarkaði er verulegt áhyggjuefni hversu fáir rata í iðnnám. Það þarf samantekið átak svo leiðrétta megi þá skekkju. Það þarf gagngera viðhorfsbreytingu. Sú viðhorfsbreyting hefst heima. Hjá foreldrunum.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. júní. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun
Mamma hans er auðvitað vonsvikin,“ sagði hún á innsoginu. Sessunauturinn jánkaði brúnaþungur. „Hann sem var alltaf svo mikill námsmaður.“ Þær dæstu. Ég sat á kaffihúsi í miðborginni og lagði ósjálfrátt við hlustir. Hér var greinilega sögð harmsaga. „Það er þá útséð með háskólanám?“ spurði önnur hina. Þeim stóð greinilega ekki á sama. Þegar líða tók á samtalið áttaði ég mig á harmleiknum. Hér var rætt um ungan pilt sem hugði á iðnnám. Vonbrigðin voru mikil. Reglulega berast fregnir af auknu atvinnuleysi meðal háskólamenntaðra. Á sama tíma virðist eftirspurn eftir iðnlærðum sífellt aukast. Hvergi í atvinnulífinu er meiri þörf á menntuðu fólki. Samt ratar aðeins agnarsmár hluti framhaldsnema í iðnnám. Alvarleg skekkja hefur skapast milli námsvals og eftirspurnar eftir vinnuafli. Einhvers staðar, einhvern tímann sköpuðum við brengluð viðhorf – viðhorf sem setja iðnmenntun skör lægra en háskólamenntun. Markvisst hefur skólakerfið lagt þunga áherslu á bóknám og virðast foreldrar flestir óska börnum sínum framtíðar í háskólanámi – sannfærðir um betri atvinnuhorfur og bætt lífskjör. Þeir virðast horfa fram hjá þeim miklu tækifærum sem iðnmenntun getur skapað. Þegar háskólagengnir skríða skuldsettir úr bóknámi – sumir hverjir án atvinnu – hafa margir iðnlærðir jafnaldrar hafið sjálfstæðan rekstur. Atvinnuframboðið ríkulegt. Tekjumöguleikarnir góðir. Frelsið meira. Kerlingarnar á kaffihúsinu endurspegla úrelt viðhorf. Viðhorf byggð á vanþekkingu. Röng viðhorf. Með hliðsjón af eftirspurn á vinnumarkaði er verulegt áhyggjuefni hversu fáir rata í iðnnám. Það þarf samantekið átak svo leiðrétta megi þá skekkju. Það þarf gagngera viðhorfsbreytingu. Sú viðhorfsbreyting hefst heima. Hjá foreldrunum.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. júní.