Virkuðu eins og grín Jónas Sen skrifar 4. júní 2016 16:00 „Túlkunin var bókstaflega rafmögnuð hjá Rosdestvenskíj,” segir í dómnum. Mynd/Nordicphotos/Getty Tónlist Sinfóníutónleikar Verk eftir Prókofíev, Glazúnov og Sjostakovítsj Einleikari: Alexander Rosdestvenskíj Stjórnandi: Gennadíj Rosdestvenskíj Eldborg í Hörpu Fimmtudaginn 2. júní Ég mana lesendur mína til að segja nafnið Gennadíj Rosdestvenskíj fimm sinnum hratt. Það er næstum ómögulegt! Það er eins og að segja tungubrjótinn „skýjahnoðri í norðri yfir Borgarfirði nyrðri …“ Rosdestvenskíj er heimsfrægur hljómsveitarstjóri. Hann er orðinn 85 ára gamall. Þegar hann gekk inn á sviðið í Eldborginni til að stjórna Sinfóníuhljómsveit Íslands var augljóst að hann á erfitt með gang. Hann lötraði hægt inn og gat ekki staðið lengi þegar hann var að stjórna. Hann hafði stól fyrir aftan sig, og eftir fyrsta kaflann í hinni svokölluðu Klassísku sinfóníu Prókofíevs settist hann niður og stjórnaði úr sætinu. En Rosdestvenskíj er ekkert orðinn kalkaður þó líkamsburðirnir séu ekki eins og hjá ballettdansara. Sinfónían eftir Prókofíev var stílhrein og ótrúlega lífleg á tónleikunum. Hún var í fremur hægu tempói, en það fór henni ekki illa. Þvert á móti var yfirbragðið skemmtilega kæruleysislegt með ótal kröftugum hápunktum sem virkuðu eins og grín. Það var ferskleiki yfir túlkuninni sem gaman var að upplifa. Helst mátti finna að óhreinum fiðluleik í fyrsta og öðrum kafla, en svo lagaðist það. Heldur syrti í álinn í næsta atriði efnisskrárinnar. Þá byrjuðu leiðindi ársins, fiðlukonsert í a moll eftir Glazúnov. Sennilega væri fýlukonsert réttnefni, því hann samanstóð af daufum og drungalegum klisjum úr rómantískri tónlist. Það var enginn innblástur, tónskáldið virtist ekki hafa neitt að segja. Einleikarinn, Alexander Rosdestvenskíj, sonur stjórnandans, spilaði þó yfirleitt fallega, en það hafði lítið upp á sig. Eftir hlé var hins vegar mögnuð tónsmíð, fyrsta sinfónían eftir Sjostakovítsj, sem hann samdi ekki orðinn tvítugur. Stráksi var snillingur, tónlistin er djörf og kemur stöðugt á óvart. Hún er full af andstæðum. Túlkunin var bókstaflega rafmögnuð hjá Rosdestvenskíj. Tímasetningar voru hárnákvæmar og áhrifamiklar, tónlistin svo viðburðarík og spennandi það var alveg einstakt. Lokahnykkurinn í síðasta kaflanum, eftir furðulega frumlegt pákusóló, var hreint út sagt brjálaður. Þetta var magnað.Niðurstaða: Leiðinlegur fiðlukonsert en glæsilegar sinfóníur. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. júní 2016. Menning Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fundu ástina 2024 Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónlist Sinfóníutónleikar Verk eftir Prókofíev, Glazúnov og Sjostakovítsj Einleikari: Alexander Rosdestvenskíj Stjórnandi: Gennadíj Rosdestvenskíj Eldborg í Hörpu Fimmtudaginn 2. júní Ég mana lesendur mína til að segja nafnið Gennadíj Rosdestvenskíj fimm sinnum hratt. Það er næstum ómögulegt! Það er eins og að segja tungubrjótinn „skýjahnoðri í norðri yfir Borgarfirði nyrðri …“ Rosdestvenskíj er heimsfrægur hljómsveitarstjóri. Hann er orðinn 85 ára gamall. Þegar hann gekk inn á sviðið í Eldborginni til að stjórna Sinfóníuhljómsveit Íslands var augljóst að hann á erfitt með gang. Hann lötraði hægt inn og gat ekki staðið lengi þegar hann var að stjórna. Hann hafði stól fyrir aftan sig, og eftir fyrsta kaflann í hinni svokölluðu Klassísku sinfóníu Prókofíevs settist hann niður og stjórnaði úr sætinu. En Rosdestvenskíj er ekkert orðinn kalkaður þó líkamsburðirnir séu ekki eins og hjá ballettdansara. Sinfónían eftir Prókofíev var stílhrein og ótrúlega lífleg á tónleikunum. Hún var í fremur hægu tempói, en það fór henni ekki illa. Þvert á móti var yfirbragðið skemmtilega kæruleysislegt með ótal kröftugum hápunktum sem virkuðu eins og grín. Það var ferskleiki yfir túlkuninni sem gaman var að upplifa. Helst mátti finna að óhreinum fiðluleik í fyrsta og öðrum kafla, en svo lagaðist það. Heldur syrti í álinn í næsta atriði efnisskrárinnar. Þá byrjuðu leiðindi ársins, fiðlukonsert í a moll eftir Glazúnov. Sennilega væri fýlukonsert réttnefni, því hann samanstóð af daufum og drungalegum klisjum úr rómantískri tónlist. Það var enginn innblástur, tónskáldið virtist ekki hafa neitt að segja. Einleikarinn, Alexander Rosdestvenskíj, sonur stjórnandans, spilaði þó yfirleitt fallega, en það hafði lítið upp á sig. Eftir hlé var hins vegar mögnuð tónsmíð, fyrsta sinfónían eftir Sjostakovítsj, sem hann samdi ekki orðinn tvítugur. Stráksi var snillingur, tónlistin er djörf og kemur stöðugt á óvart. Hún er full af andstæðum. Túlkunin var bókstaflega rafmögnuð hjá Rosdestvenskíj. Tímasetningar voru hárnákvæmar og áhrifamiklar, tónlistin svo viðburðarík og spennandi það var alveg einstakt. Lokahnykkurinn í síðasta kaflanum, eftir furðulega frumlegt pákusóló, var hreint út sagt brjálaður. Þetta var magnað.Niðurstaða: Leiðinlegur fiðlukonsert en glæsilegar sinfóníur. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. júní 2016.
Menning Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fundu ástina 2024 Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira