Sportbíll BMW og Toyota smíðaður hjá Magna Steyr Finnur Thorlacius skrifar 7. júní 2016 09:26 Samstarfsbíllinn í prófunum í vetur. BMW og Toyota sem í sameiningu hafa þróað nýjan sportbíl sem kemur á markað árið 2018 verður smíðaður hjá austurríska framleiðandanum Magna Steyr í Graz. Hjá BMW fær þessi nýi bíll líklega nafnið BMW Z5 og hjá Toyota fær hann hugsanlega nafnið Toyota Supra. Gert er ráð fyrir því að magna Steyr smíði 60.000 eintök af þessum bílum samtals á ári. Magna Steyr hefur að undanförnu smíðað Mini Paceman og Mini Countryman fyrir BMW í Graz, en BMW á Mini bílamerkið. Smíði beggja þessara bíla verður hætt hjá Magna Steyr þegar smíði nýja sportbílsins hefst. Framleiðsla Paceman verður alfarið hætt en smíði Countryman mun flytjast til Hollands þar sem nú þegar er smíðaður Mini hatchback. BMW hefur verið með Z4 sportbílinn í sölu frá árinu 2009, en nýi Z5 mun leysa hann af hólmi. Lítil sala í tveggja sæta sportbílum Sala BMW Z4 féll um 47% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs og sala hans nemur aðeins 0,3% af heildarsölu BMW. Vonir BMW eru að nýr Z5 geri betur. Tveggja sæta roadster bílar seljast reyndar mjög illa um heim allan um þessar mundir og sala slíkra bíla telur lítið í heildarsölunni. Því má segja að framleiðsla þessa nýja sportbíls BMW og Toyota sé miklu fremur til að halda uppi ímynd fyrirtækjanna fremur en til hagnaðarsköpunar. Magna Steyr hefur löngum sérhæft sig í smíði bíla sem seljast í fáum eintökum en eru sérstakir og mjög margir blæjubílar hafa verið smíðaðir þar gegnum tíðina. Magna Steyr smíðar einnig Mercedes G-Class jeppann (Geländerwagen) fyrir Mercedes Benz. Á síðasta ári framleiddi Magna Steyr 103.904 bíla en árið 2018 verður framleiðslan komin uppí 200.000 bíla. Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent
BMW og Toyota sem í sameiningu hafa þróað nýjan sportbíl sem kemur á markað árið 2018 verður smíðaður hjá austurríska framleiðandanum Magna Steyr í Graz. Hjá BMW fær þessi nýi bíll líklega nafnið BMW Z5 og hjá Toyota fær hann hugsanlega nafnið Toyota Supra. Gert er ráð fyrir því að magna Steyr smíði 60.000 eintök af þessum bílum samtals á ári. Magna Steyr hefur að undanförnu smíðað Mini Paceman og Mini Countryman fyrir BMW í Graz, en BMW á Mini bílamerkið. Smíði beggja þessara bíla verður hætt hjá Magna Steyr þegar smíði nýja sportbílsins hefst. Framleiðsla Paceman verður alfarið hætt en smíði Countryman mun flytjast til Hollands þar sem nú þegar er smíðaður Mini hatchback. BMW hefur verið með Z4 sportbílinn í sölu frá árinu 2009, en nýi Z5 mun leysa hann af hólmi. Lítil sala í tveggja sæta sportbílum Sala BMW Z4 féll um 47% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs og sala hans nemur aðeins 0,3% af heildarsölu BMW. Vonir BMW eru að nýr Z5 geri betur. Tveggja sæta roadster bílar seljast reyndar mjög illa um heim allan um þessar mundir og sala slíkra bíla telur lítið í heildarsölunni. Því má segja að framleiðsla þessa nýja sportbíls BMW og Toyota sé miklu fremur til að halda uppi ímynd fyrirtækjanna fremur en til hagnaðarsköpunar. Magna Steyr hefur löngum sérhæft sig í smíði bíla sem seljast í fáum eintökum en eru sérstakir og mjög margir blæjubílar hafa verið smíðaðir þar gegnum tíðina. Magna Steyr smíðar einnig Mercedes G-Class jeppann (Geländerwagen) fyrir Mercedes Benz. Á síðasta ári framleiddi Magna Steyr 103.904 bíla en árið 2018 verður framleiðslan komin uppí 200.000 bíla.
Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent