Andstæða hamingjunnar María Elísabet Bragadóttir skrifar 8. júní 2016 07:00 Andstæða hamingjunnar eru hin hversdagslegu leiðindi. Ekki óhamingjan heldur gráa svæðið. Pirrandi, neyðarlegur sinadráttur í lágkúrulegum afkima sálarinnar. Áttu leiðinlega minningu? Ekki af dauðsföllum og sambandsslitum eða þegar kettlingurinn þinn fékk æxli í brisið og fleygði sér sjálfviljugur fyrir ljósgráan, reykspólandi BMW. Ég á ekki við þungavigtaratburð eða hátimbraða tilvistarangist. Ég á leiðinlega minningu. Gamlárskvöld og ég var sex ára. Glæstar vonir rifnar niður, rakt veggfóður afhjúpaði nakinn spónavið. Hafði ímyndað mér mögnuð veisluhöld undir himinhvolfi sundurtættu af ljósadýrð. Horfði í öngum mínum á föður minn hagræða einum vesælum flugeldi í gamalli vínflösku sem þaut á augalifandibragði út í geim. Sprakk út með fáfengilegu ýlfri. Yfir mig rigndi örfáum rauðum ljósdropum eins og þegar litli bróðir minn hnerraði matarlit. Himinninn bleksvartur og eyðilegur og ég var send í rúmið klukkan ellefu. Ekkert sex ára barn í víðri veröld var jafnyfirgengilega pirrað, vanþakklátt og vonsvikið og ég. Að standa við frystikistuna í Bónus. Marin undir augunum af svefnleysi. Hungurverkur springur út í kviðarholinu eins og eldrautt blóm. Í silfraðri kerru eymdarleg dolla af tilbúnum hummus. Að vera einsömul og meðaljóna og kreista poka af frosnum soyanöggum. Muna að það eru rykbólstrar undir rúminu mínu og ósonlagið þynnist hratt á minni vakt. Þarna er hún! Andstæða hamingjunnar í allri sinni töfrandi dýrð. Að segja frá leiðinlegum hversdagsleika er svo persónulegt. Neyðir fólk jafnvel til að setja lífið í skáldlegt og upphafið samhengi. Að segja frá andstæðu hamingjunnar er að skoða hamingjuna á röngunni. Spjall um leiðindi er að nálgast hamingjuna bakdyramegin.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Elísabet Bragadóttir Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Andstæða hamingjunnar eru hin hversdagslegu leiðindi. Ekki óhamingjan heldur gráa svæðið. Pirrandi, neyðarlegur sinadráttur í lágkúrulegum afkima sálarinnar. Áttu leiðinlega minningu? Ekki af dauðsföllum og sambandsslitum eða þegar kettlingurinn þinn fékk æxli í brisið og fleygði sér sjálfviljugur fyrir ljósgráan, reykspólandi BMW. Ég á ekki við þungavigtaratburð eða hátimbraða tilvistarangist. Ég á leiðinlega minningu. Gamlárskvöld og ég var sex ára. Glæstar vonir rifnar niður, rakt veggfóður afhjúpaði nakinn spónavið. Hafði ímyndað mér mögnuð veisluhöld undir himinhvolfi sundurtættu af ljósadýrð. Horfði í öngum mínum á föður minn hagræða einum vesælum flugeldi í gamalli vínflösku sem þaut á augalifandibragði út í geim. Sprakk út með fáfengilegu ýlfri. Yfir mig rigndi örfáum rauðum ljósdropum eins og þegar litli bróðir minn hnerraði matarlit. Himinninn bleksvartur og eyðilegur og ég var send í rúmið klukkan ellefu. Ekkert sex ára barn í víðri veröld var jafnyfirgengilega pirrað, vanþakklátt og vonsvikið og ég. Að standa við frystikistuna í Bónus. Marin undir augunum af svefnleysi. Hungurverkur springur út í kviðarholinu eins og eldrautt blóm. Í silfraðri kerru eymdarleg dolla af tilbúnum hummus. Að vera einsömul og meðaljóna og kreista poka af frosnum soyanöggum. Muna að það eru rykbólstrar undir rúminu mínu og ósonlagið þynnist hratt á minni vakt. Þarna er hún! Andstæða hamingjunnar í allri sinni töfrandi dýrð. Að segja frá leiðinlegum hversdagsleika er svo persónulegt. Neyðir fólk jafnvel til að setja lífið í skáldlegt og upphafið samhengi. Að segja frá andstæðu hamingjunnar er að skoða hamingjuna á röngunni. Spjall um leiðindi er að nálgast hamingjuna bakdyramegin.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun