Snýr aftur eftir langt hlé Stefán Þór Hjartarson skrifar 9. júní 2016 09:00 Snorri verður á faraldsfæti í sumar, hann mun spila á öllum helstu hátíðunum og verður t.d. á Drangsnesi um helgina. Mynd/Owen Fiene Glöggir hafa mögulega tekið eftir því að Snorri hefur ekki spilað mikið upp á síðkastið og eru tónleikarnir í kvöld þeir fyrstu sem hann kemur fram á í dágóðan tíma – en Snorri og sveit hafa lengi verið ansi tíðir gestir á Kexi og spilað þar reglulega. Snorra þarf nú vart að kynna fyrir fólki. Hann hefur sent frá sér þrjár plötur sem sólólistamaður – sú fyrsta, I’m Gonna Put My Name on Your Door, kom út árið 2009, en á þeirri þriðju, Autumn Skies, var hann kominn með band með sér. Snorri var aðalsprautan í Sprengjuhöllinni sem gaf út, eins og allir auðvitað vita, þrjár plötur og átti bandið nokkur lög sem voru spiluð í hengla í útvarpi. „Ég hef verið að taka upp plötu sem kemur út eftir sirka mánuð eða svo. Þannig að við erum bara búin að vera í því svolítið mikið, síðan hef ég verið í alls konar öðrum verkefnum, var t.d. að gera tónlist fyrir kvikmyndina Bakk í fyrra og annað. Þannig að ég setti live spilamennskuna svolítið til hliðar á meðan. En við ætlum að fara á fullt núna í sumar og kynna nýju plötuna. Verðum á Solstice og á Sumarmölinni á Drangsnesi núna um helgina og Innipúkanum líka,“ segir Snorri þegar hann er inntur eftir því hvað í ósköpunum hann hafi verið að bralla allan þennan tíma. Aðspurður segir Snorri að nýja platan fái mest öll að rúlla þarna á tónleikunum og í bland við hana muni þau taka gömul og góð lög eins og gengur svo allir fái eitthvað fyrir sinn snúð. Með Snorra verður heljarinnar band sem í eru nánast allir tónlistarmenn landsins. „Við erum sjö í bandinu, þannig að þetta verður svona stór epic-band útgáfa af okkur. Þetta eru Valdimar Guðmundsson, Guðmundur Óskar Guðmundsson sem er í Hjaltalín og Hjörtur Ingvi úr Hjaltalín líka. Síðan er það Silla – Mr. Silla. Þá er það Örn Eldjárn og Magnús Elíasen Tryggvason trommari.“ Aðdáendur fengu smá forskot á sæluna í gær þegar frá Snorra kom spánnýtt lag og myndband – það var lagið Einsemd af nýju plötunni sem varð fyrir valinu. „Á bak við þetta er leikhópur sem heitir Kriðpleir og strákur sem heitir Óskar Kristinn Ernisson. Þeir gerðu þetta fyrir mig í síðasta mánuði og við náðum að henda þessu strax saman.“ Snorri og band verða á Kexi hosteli í kvöld klukkan 21.00 og það er frítt inn. Tónlist Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Glöggir hafa mögulega tekið eftir því að Snorri hefur ekki spilað mikið upp á síðkastið og eru tónleikarnir í kvöld þeir fyrstu sem hann kemur fram á í dágóðan tíma – en Snorri og sveit hafa lengi verið ansi tíðir gestir á Kexi og spilað þar reglulega. Snorra þarf nú vart að kynna fyrir fólki. Hann hefur sent frá sér þrjár plötur sem sólólistamaður – sú fyrsta, I’m Gonna Put My Name on Your Door, kom út árið 2009, en á þeirri þriðju, Autumn Skies, var hann kominn með band með sér. Snorri var aðalsprautan í Sprengjuhöllinni sem gaf út, eins og allir auðvitað vita, þrjár plötur og átti bandið nokkur lög sem voru spiluð í hengla í útvarpi. „Ég hef verið að taka upp plötu sem kemur út eftir sirka mánuð eða svo. Þannig að við erum bara búin að vera í því svolítið mikið, síðan hef ég verið í alls konar öðrum verkefnum, var t.d. að gera tónlist fyrir kvikmyndina Bakk í fyrra og annað. Þannig að ég setti live spilamennskuna svolítið til hliðar á meðan. En við ætlum að fara á fullt núna í sumar og kynna nýju plötuna. Verðum á Solstice og á Sumarmölinni á Drangsnesi núna um helgina og Innipúkanum líka,“ segir Snorri þegar hann er inntur eftir því hvað í ósköpunum hann hafi verið að bralla allan þennan tíma. Aðspurður segir Snorri að nýja platan fái mest öll að rúlla þarna á tónleikunum og í bland við hana muni þau taka gömul og góð lög eins og gengur svo allir fái eitthvað fyrir sinn snúð. Með Snorra verður heljarinnar band sem í eru nánast allir tónlistarmenn landsins. „Við erum sjö í bandinu, þannig að þetta verður svona stór epic-band útgáfa af okkur. Þetta eru Valdimar Guðmundsson, Guðmundur Óskar Guðmundsson sem er í Hjaltalín og Hjörtur Ingvi úr Hjaltalín líka. Síðan er það Silla – Mr. Silla. Þá er það Örn Eldjárn og Magnús Elíasen Tryggvason trommari.“ Aðdáendur fengu smá forskot á sæluna í gær þegar frá Snorra kom spánnýtt lag og myndband – það var lagið Einsemd af nýju plötunni sem varð fyrir valinu. „Á bak við þetta er leikhópur sem heitir Kriðpleir og strákur sem heitir Óskar Kristinn Ernisson. Þeir gerðu þetta fyrir mig í síðasta mánuði og við náðum að henda þessu strax saman.“ Snorri og band verða á Kexi hosteli í kvöld klukkan 21.00 og það er frítt inn.
Tónlist Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira