Ford Mondeo í 325 hestafla kraftaútfærslu Finnur Thorlacius skrifar 9. júní 2016 14:10 Ford Mondeo Sport má nú fá sem algjöran kagga. Fjölskyldubíllinn Ford Mondeo hefur hingað til ekki verið þekktastur fyrir það að vera neitt spyrnutæki heldur rúmur og þægilegur bíll fyrir alla fjölskylduna. Hann mun þó brátt fást í Bandaríkjunum með 325 hestafla vél og verða sem úlfur í sauðagæru. Ford Mondeo er seldur víðsvegar í heiminum og ekki undir sama nafni og vestanhafs heitir bíllinn Fusion, en þessi gerð hans Fusion Sport. Þar í landi er mikil krafa um að bílar séu öflugir og því ætlar Ford að svara með þessari öflugu gerð bílsins. Vélin er 2,7 lítra V6 með tveimur forþjöppum og afl hennar er 5 hestöflum meira en finnst t.d. undir húddi BMW 340i og hún togar 50 pund-fetum meira. Svo mikið er aflið að Mondeo með þessari vél er fjórhjóladrifinn til að tryggja að allt þetta afl skili sér í götuna. Enda er bíllinn minna en 5 sekúndur í 100 km hraða. Vélin er tengd við 6 gíra sjálfskiptingu. Þrátt fyrir að hér sé kominn afar öflugur bíll og fremur stór mun hann ekki kosta mikið, eða 34.350 dollara, eða 4,2 milljónir. Eitthvað dýrari yrði hann nú hingað kominn þar sem hann fellur væntanlega ekki í lægsta vörugjaldaflokk með svo stóra vél og óvíst er að hann verði reyndar í boði í Evrópu. Ford Mondeo Sport mun koma á markað í Bandaríkjunum í enda sumars. Mest lesið Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent
Fjölskyldubíllinn Ford Mondeo hefur hingað til ekki verið þekktastur fyrir það að vera neitt spyrnutæki heldur rúmur og þægilegur bíll fyrir alla fjölskylduna. Hann mun þó brátt fást í Bandaríkjunum með 325 hestafla vél og verða sem úlfur í sauðagæru. Ford Mondeo er seldur víðsvegar í heiminum og ekki undir sama nafni og vestanhafs heitir bíllinn Fusion, en þessi gerð hans Fusion Sport. Þar í landi er mikil krafa um að bílar séu öflugir og því ætlar Ford að svara með þessari öflugu gerð bílsins. Vélin er 2,7 lítra V6 með tveimur forþjöppum og afl hennar er 5 hestöflum meira en finnst t.d. undir húddi BMW 340i og hún togar 50 pund-fetum meira. Svo mikið er aflið að Mondeo með þessari vél er fjórhjóladrifinn til að tryggja að allt þetta afl skili sér í götuna. Enda er bíllinn minna en 5 sekúndur í 100 km hraða. Vélin er tengd við 6 gíra sjálfskiptingu. Þrátt fyrir að hér sé kominn afar öflugur bíll og fremur stór mun hann ekki kosta mikið, eða 34.350 dollara, eða 4,2 milljónir. Eitthvað dýrari yrði hann nú hingað kominn þar sem hann fellur væntanlega ekki í lægsta vörugjaldaflokk með svo stóra vél og óvíst er að hann verði reyndar í boði í Evrópu. Ford Mondeo Sport mun koma á markað í Bandaríkjunum í enda sumars.
Mest lesið Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent