Framleiðslustöðvun í verksmiðjum Toyota vegna sprengingar hjá birgja Finnur Thorlacius skrifar 31. maí 2016 13:54 Óhöppin hafa verið býsna mörg á árinu sem valdið hafa framleiðslustöðvunum hjá Toyota. Toyota hefur neyðst til að leggja niður störf í nokkrum samsetningarverksmiðjum sínum vegna sprengingar sem varð hjá einum birgja Toyota. Sprengingin varð fyrir viku síðan hjá Aisin Advics Co. sem sér verksmiðjum Toyota fyrir bremsubúnaði og hefur framleiðsla þar legið niðri síðan. Sprengingin olli engum dauðsföllum en fjórir starfsmenn voru sendir á spítala, einn þeirra alvarlega slasaður. Sprengingin hefur einnig haft áhrif á framleiðslu í verksmiðju Datsun, lágverðsmerkis Toyota. Ekki er ljóst hvaða bílgerðum þessi truflun hefur bitnað á. Framleiðsla er að hefjast aftur hjá Aisin Advics og ættu verksmiðjur Toyota að verða komnar á fullt aftur innan tveggja daga. Toyota hefur á undanförnum mánuðum neyðst til að stöðva tímabundið framleiðslu í nokkrum verksmiðjum sínum sökum jarðskjálfta, eldsvoða og nú síðasta sprengingar og engu virðist líkara en álög hvíli á þessum stóra bílaframleiðanda að undanförnu, svo tíð hafa áföllin verið. Vonandi tekst Toyota að halda ótruflaðri framleiðslu sinni út árið og áföllin að baki. Mest lesið Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent
Toyota hefur neyðst til að leggja niður störf í nokkrum samsetningarverksmiðjum sínum vegna sprengingar sem varð hjá einum birgja Toyota. Sprengingin varð fyrir viku síðan hjá Aisin Advics Co. sem sér verksmiðjum Toyota fyrir bremsubúnaði og hefur framleiðsla þar legið niðri síðan. Sprengingin olli engum dauðsföllum en fjórir starfsmenn voru sendir á spítala, einn þeirra alvarlega slasaður. Sprengingin hefur einnig haft áhrif á framleiðslu í verksmiðju Datsun, lágverðsmerkis Toyota. Ekki er ljóst hvaða bílgerðum þessi truflun hefur bitnað á. Framleiðsla er að hefjast aftur hjá Aisin Advics og ættu verksmiðjur Toyota að verða komnar á fullt aftur innan tveggja daga. Toyota hefur á undanförnum mánuðum neyðst til að stöðva tímabundið framleiðslu í nokkrum verksmiðjum sínum sökum jarðskjálfta, eldsvoða og nú síðasta sprengingar og engu virðist líkara en álög hvíli á þessum stóra bílaframleiðanda að undanförnu, svo tíð hafa áföllin verið. Vonandi tekst Toyota að halda ótruflaðri framleiðslu sinni út árið og áföllin að baki.
Mest lesið Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent