Framleiðslustöðvun í verksmiðjum Toyota vegna sprengingar hjá birgja Finnur Thorlacius skrifar 31. maí 2016 13:54 Óhöppin hafa verið býsna mörg á árinu sem valdið hafa framleiðslustöðvunum hjá Toyota. Toyota hefur neyðst til að leggja niður störf í nokkrum samsetningarverksmiðjum sínum vegna sprengingar sem varð hjá einum birgja Toyota. Sprengingin varð fyrir viku síðan hjá Aisin Advics Co. sem sér verksmiðjum Toyota fyrir bremsubúnaði og hefur framleiðsla þar legið niðri síðan. Sprengingin olli engum dauðsföllum en fjórir starfsmenn voru sendir á spítala, einn þeirra alvarlega slasaður. Sprengingin hefur einnig haft áhrif á framleiðslu í verksmiðju Datsun, lágverðsmerkis Toyota. Ekki er ljóst hvaða bílgerðum þessi truflun hefur bitnað á. Framleiðsla er að hefjast aftur hjá Aisin Advics og ættu verksmiðjur Toyota að verða komnar á fullt aftur innan tveggja daga. Toyota hefur á undanförnum mánuðum neyðst til að stöðva tímabundið framleiðslu í nokkrum verksmiðjum sínum sökum jarðskjálfta, eldsvoða og nú síðasta sprengingar og engu virðist líkara en álög hvíli á þessum stóra bílaframleiðanda að undanförnu, svo tíð hafa áföllin verið. Vonandi tekst Toyota að halda ótruflaðri framleiðslu sinni út árið og áföllin að baki. Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent
Toyota hefur neyðst til að leggja niður störf í nokkrum samsetningarverksmiðjum sínum vegna sprengingar sem varð hjá einum birgja Toyota. Sprengingin varð fyrir viku síðan hjá Aisin Advics Co. sem sér verksmiðjum Toyota fyrir bremsubúnaði og hefur framleiðsla þar legið niðri síðan. Sprengingin olli engum dauðsföllum en fjórir starfsmenn voru sendir á spítala, einn þeirra alvarlega slasaður. Sprengingin hefur einnig haft áhrif á framleiðslu í verksmiðju Datsun, lágverðsmerkis Toyota. Ekki er ljóst hvaða bílgerðum þessi truflun hefur bitnað á. Framleiðsla er að hefjast aftur hjá Aisin Advics og ættu verksmiðjur Toyota að verða komnar á fullt aftur innan tveggja daga. Toyota hefur á undanförnum mánuðum neyðst til að stöðva tímabundið framleiðslu í nokkrum verksmiðjum sínum sökum jarðskjálfta, eldsvoða og nú síðasta sprengingar og engu virðist líkara en álög hvíli á þessum stóra bílaframleiðanda að undanförnu, svo tíð hafa áföllin verið. Vonandi tekst Toyota að halda ótruflaðri framleiðslu sinni út árið og áföllin að baki.
Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent