Tónlist

Fór á margra mánaða fyllerí, varð edrú og stofnaði Wings

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Margir sögðu að Linda McCartney kynni ekkert að spila á hljómborð þegar Wings byrjuðu. Paul segir þá hafa haft rétt fyrir sér.
Margir sögðu að Linda McCartney kynni ekkert að spila á hljómborð þegar Wings byrjuðu. Paul segir þá hafa haft rétt fyrir sér. Vísir/Getty
Paul McCartney segist hafa orðið þunglyndur eftir að Bítlarnir hættu. Í viðtali við BBC segir hann að það hafa verið töluvert áfall fyrir sig aðallega vegna þeirra áhrifa sem það hafði á vináttu þeirra. Paul segist hafa sótt í áfengi og partýstand í fyrstu vegna þessa en svo vaknað upp frá slæmum draumi þegar hann áttaði sig á því að það var ekki lengur gaman í nokkra mánaðarlöngu partýinu.

McCartney segir að það hafi verið þáverandi eiginkona sín Linda sem hafi hjálpað honum að ná áttum. Þar af leiðandi hafi hann ákveðið að stofna hljómsveitina Wings.

„Af einhverri stórfurðulegri ástæðu langaði mig til þess að byrja allt upp á nýtt. Margir sögðu að ég ætti að stofna ofur-grúbbu með fullt af þekktum hljóðfæraleikurum en ég vildi það ekki. Ég vildi fara aftur á byrjunarreit og gera allt frá grunni eins og við gerðum í Bítlunum. Fólk sagði við mig að ég væri klikkaður. Fólk sagði að Linda kynni ekkert að spila á hljómborð og það var alveg rétt! En ég meina, þegar við byrjuðum í Bítlunum þá kunni John ekkert á gítar – hann spilaði banjó hljóma á hann.“

Bakstur og börn

Samband Bítlanna fyrstu árin eftir að hljómsveitin hætti var ekki gott. Ekki hjálpaði til að Paul McCartney sá sig tilneyddan til þess að lögsækja félaga sína eftir samskiptaörðugleika sem mynduðust á milli þeirra í gegnum umboðsmanninn Allen Klein. Það varð til þess að hann og John Lennon töluðu ekki saman svo árum skipti.

McCartney greinir frá því í viðtalinu að þeir hafi náð aftur saman áður en Lennon var skotinn til bana árið 1980.

„Ég hringdi í hann annað slagið. Þá spjölluðum við bara um bakstur og börn.“


Tengdar fréttir

McCartney vill lögin sín aftur

Paul McCartney missti höfundaréttinn að verkum sínum árið 1967 eftir svik náins samstarfsfélaga. Nú er von á að hann geti fengið hluta réttinda sinna aftur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.