Tónlist

Sjáðu Radiohead taka Creep í fyrsta skipti á tónleikum í sjö ár

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Thom Yorke söngvari Radiohead á tónleikunum í París.
Thom Yorke söngvari Radiohead á tónleikunum í París. vísir/getty
Breska sveitin Radiohead er nú á tónleikaferðalagi og spilar til að mynda á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í Laugardalnum nú í júní.

Þriðju tónleikar þeirra á ferðalaginu voru í París í gærkvöldi og þó að meirihluti prógrammsins hafi verið af nýrri plötu sveitarinnar, A Moon Shaped Pool, tóku Thom Yorke og félagar tvö gömul lög sem þeir hafa ekki spilað á tónleikum í sjö ár.

Annars vegar tóku þeir eitt sitt vinsælasta lag, Creep af plötunni Pablo Honey, og hins vegar No Surprises af OK Computer. Creep hafði sveitin ekki spilað á tónleikum síðan í ágúst 2009 og No Surprises tóku þeir í mars sama ár.

Sjá má myndbönd frá tónleikunum hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×